|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
fimmtudagur, janúar 30, 2003
Úff fartölvan mín er búin að vera með einhverja stæla, hleðslutækið eitthvað ekki að virka og svona. Þurfti að fara í fýluferð upp í Nýherja en hey ég græddi eitt á því, ég sá sæta strætógaurinn jeijj hvað ég er heppin. Að sjá hann svona einu sinni á dag kemur sko skapinu í lag :-)
föstudagur, janúar 24, 2003
Ég var í upplýsingarleiðir 1 í dag og við vorum að skoða bókaskrár. Ég var að skoða bókaskrá yfir sjálfshjálparbækur og sá þá einn titil sem mér finnst geðveikt fyndið og hann var how to be a concernative chic eða hvernig á að vera íhaldsöm gella hahaha fyndið
fimmtudagur, janúar 23, 2003
Ég sá The Osbournes á Mtv í gær, mér finnst svo fyndið með Ozzy Osbourne að það er varla hægt að skilja orð sem hann segir og mtv eru byrjaðir að setja texta, djöfull segja þau annars oft fuck ef þau fengu eina krónu fyrir hvert skipti væru þau örugglega ríkasta fjölskylda í heimi
Hey nú hafið flest sem hlustið á radiox heyrt lagið með Zwan hvernig finnst ykkur það, mér finnst það frekar lélegt en það líkist eiginlega bara Smashing Pumpkins
Lagaði aðeins meira til í linkasafninu mínu og setti meðal annars inn The Fade sem er síða um Queens of the stone age
Ég sá í gær helvíti flotta mynd inn á qotsa.com á henni var guiness bjór og fyrir neðan stór Temptation Ireland. Ég ætlaði að reyna að setja á síðuna en það var ekki hægt. Annars er ég bara upp í Þjóðarbókhlöðu að blogga og læra er að fara í tíma kl. 13:55. Ég hreinsaði aðeins til í linkasafninu mínu og tók svona dauða linka út þannig ef Hel er að lesa þá ætti að hún að sjá að hún hefur áhrif.
Ég er svona nokkurnveginn búin að taka að mér eldamennsku heima hjá mér því að mamma mín fór í kvöldskóla og er að læra að elda.
Ég er svona nokkurnveginn búin að taka að mér eldamennsku heima hjá mér því að mamma mín fór í kvöldskóla og er að læra að elda.
þriðjudagur, janúar 21, 2003
Ég heyrði í púlsinum að Josh Homme söngvari Queens of the stone age fílaði Kylie Minoge og væri sérstaklega hrifin af laginu hennar I just can´t get you out of my head.
Ég var eitthvað að reyna að tjá mig um þetta inn á qotsa.com og fólk var ekkert sérstaklega ánægt með það. Mér finnst þetta bara svolítið fyndið. Reyndar finnst þetta lag allt í lagi, ég hrífst af öllu með takti sérstaklega þegar ákveðið magn af áfengi hefur komið inn fyrir varir mínar.
Annars finnst mér geðveikt fyndið sem ég var að lesa þar áðan að einhver 17 ára stelpa var að bjóða Josh Homme að afmeyja sig, reyndar er hann mjög sexí þannig að ég skil hana soldið en þetta samt svolítið fyndið
Ég var eitthvað að reyna að tjá mig um þetta inn á qotsa.com og fólk var ekkert sérstaklega ánægt með það. Mér finnst þetta bara svolítið fyndið. Reyndar finnst þetta lag allt í lagi, ég hrífst af öllu með takti sérstaklega þegar ákveðið magn af áfengi hefur komið inn fyrir varir mínar.
Annars finnst mér geðveikt fyndið sem ég var að lesa þar áðan að einhver 17 ára stelpa var að bjóða Josh Homme að afmeyja sig, reyndar er hann mjög sexí þannig að ég skil hana soldið en þetta samt svolítið fyndið
Ohh svaf yfir mig í morgun og kom allt of seint í aðferðarfræðitíma, þurfti svo að sitja í tröppunum í sal1 í Háskólabíó. Annars er ekkert merkilegt búið að gerast skólastarfið er að komast í gang.
Var að lesa einhverja sýrða teiknimyndasögu um daginn sem heitir zero girl. Sagan fjallaði semsagt um einhverja skólastelpu með mjög furðulega hæfileika, svo tók ég líka Ghost world. Mér finnst æðislegt að bókasöfnin leigi út teiknimyndasögur annars er ég bara að lesa grafarþögn eftir Arnald Indriðason núna. Ég er líka að reyna að víkka sjóndeildarhringinn og lesa eitthað aðeins þróaðra en Arnald svo að ég tók líka á bókasafninu hundrað ára einsemd og gamli maðurinn og hafið.
Var að lesa einhverja sýrða teiknimyndasögu um daginn sem heitir zero girl. Sagan fjallaði semsagt um einhverja skólastelpu með mjög furðulega hæfileika, svo tók ég líka Ghost world. Mér finnst æðislegt að bókasöfnin leigi út teiknimyndasögur annars er ég bara að lesa grafarþögn eftir Arnald Indriðason núna. Ég er líka að reyna að víkka sjóndeildarhringinn og lesa eitthað aðeins þróaðra en Arnald svo að ég tók líka á bókasafninu hundrað ára einsemd og gamli maðurinn og hafið.
fimmtudagur, janúar 16, 2003
Var að sjá grein í fréttablaði úr Hafnarfirði um að taka ætti upp skólabúninga. Ég held að þetta sé mjög sniðugt sérstaklega þegar um fátækt er að stríða.
Æ andskotinn hann klikkaði nú eitthvað hjá mér þessi linkur. Jæja en hér kem ég með annan fyrir alla þá sem vilja gá hvort þeir séu litblindir eða ekki. Mér tókst nú ekki sérlega vel upp í þessu sjónprófi og fékk bara mynd af litlu andsetnu stelpunni í the Exorcist.
miðvikudagur, janúar 15, 2003
Hahaha þetta er fyndið
mánudagur, janúar 13, 2003
Annars horfði ég á Cecil B. Demented í gær. Bróðir minn sagði að hún væri léleg en mér fannst hún algjört æði. Þetta er ekta svona cult, trash mynd. Þessi mynd er nú líka eftir John Waters gerði hann ekki Pink Flamingos? Mig langar svolítið til að sjá hana. Ætli að það sé hægt að fá hana á videoleigum í Hafnarfirði ég nenni nú ekki að fara til Reykjavíkur fyrir eina videospólu.
Ohhh mig langar svo í ferðageislaspilara, er orðin soldið þreytt á radio x. Ég hlusta líka næstum því aldrei á útvarp þegar ég er heima hjá mér. Ég veit að stundum eru góð lög á rás 2 en það er bara allt of mikið af leiðinlegum lögum lika svo maður gefst upp á að hlusta nema þegar það eru þættir eins og rokkland og sýrður rjómi. Litlu frændsystkini mín voru í heimsókn um helgina og ég og frændi minn vorum að leika okkur í sims leiknum saman. Það var mjög fyndið, fjölskyldunafnið var Potter og pabbinn átti að heita Harry.
sunnudagur, janúar 12, 2003
Þið hafið nú örugglega ekki komist hjá því að heyra auglýsingarnar frá Herra Hafnarfirði, djöfull eru þær leiðinlegar það er ljótt að segja þetta en manni langar til að skjóta þennan karlpung sem les inn á þær(by the way hver er það Valli Sport). En ég býst við að þessar auglýsingar nái árangri og áheyrn maður tekur allt of mikið eftir þessum auglýsingum.
miðvikudagur, janúar 08, 2003
Ó guð minn góður hvað dagurinn minn var ömurlegur. Var í fyrirlestrum frá 9 í morgun til kl. 5 reyndar með matarhléi og svoleiðis. Einn kall var með fyrirlestur um safnkost bókasafna og ég hélt að hann ætlaði aldrei að hætta tala, reyndar var ég nú ekki mikið að hlusta enda með allar glósur fyrir framan mig heldur var ég að skrifa brét til Aitor sem er pennavinur minn frá Spáni (Baskalandi nánar til tekið) pabbi segir að hann sé terroristi en ég veit nú ekki um það. Eina gleðifrétt hef ég þó, ég fékk 7,0 í Internet fyrir bókasafns og upplýsingafræðinema jeij. Hafið þið séð spjallið sem er á popptívi. Popptíví er nú annars vibbaleg stöð og í augnablikinu get ég ekki ákveðið hvort ég hata meira popptíví eða mtv. Annars er þetta spjall bara einhverjir 14 ára krakkar sem eru að spyrja ertu gröð/graður og viltu koma að ríða, það er nú ekki í lagi hmmm 14 ára krakkar og þetta leyfa þeir samt banna þeir eitthvað marijuana myndband með Móri. Tssssss asnar
fimmtudagur, janúar 02, 2003
Gamlárskvöldið mitt heppnaðist mjög vel. Fyrst var matur heima hjá mér sem var mjög góður við fengum snigla í sveppahöttum í forrétt, humarfyllt fillet í aðalrétt og ís í eftirrétt. Bróðir minn var með vin sinn í heimsókn(hann er frá Svíþjóð) og spjölluðum saman og fengum okkur bjór. Klukkan tíu fór ég til Þórnýar vinkonu minnar og horfði á áramótaskaupið hjá henni, ég verð að segja að ég er mjög ánægð með skaupið þetta ár og líka í fyrra og það er náttúrulega leikstjóranum að þakka hvað þetta heppnast vel. Svo var ég hjá vinkonu minni til klukkan svona þrjú þá fórum við niður í bæ. Við fórum á Nelly's það var bara fínt að vera þar, annars er ég kannski meira fyrir rokkmúsík en þegar ég hef drukkið ákveðið magn af áfengi get ég fílað alla músík. Svo fór ég heim svona sex leytið alveg búin á því. Ég var mjög fegin hvað þetta heppnaðist vel því að síðustu tvö áramót hafa ekki verið svo skemmtileg. Í gær lá ég svo bara í leti (ég var líka með alveg geðveikar harðsperrur eftir allan dansinn) og horfði á video með mömmu og borðaði góðan mat.