Baby faced assassin

Góðar stelpur fara til himmna, vondar stelpur fara hvert sem þær vilja

|

mánudagur, mars 31, 2003

Ég sá æðislega setningu í viðtali við Josh Homme in á the fade áðan. Don´t piss down my back and tell me it´s raining hahahahahaa.

Annars kom litli bróðir (eða yngri bróðir minn ég má víst ekki kalla hann litla bróður) með skúbb í gær um tvær ömurlegar hljómsveitir, vissuð þið að það eru sömu gaurar sem semja tóinlistina fyir linking park og westlife. Þetta kom kannski ekki svo mikið á óvart.
|
jæja núna kemur punktavesenið aftur er að reyna setja inn nýtt kommenta kerfi
|
arg kommentakerfið er dottið út í skriljónasta skipti
|
Gærdagurinn leið í mikilli leti, ég ætlaði að vera rosalega dugleg en var það að sjálfsögðu ekki sem er kannski allt í lagi finnst það var sunnudagur. Kom svo heim eftir að hafa hangið yfir leiðinda drasl tölvunum á þjóðó, blaut og þreytt (aðallega löt samt) og settist svo niður með brauð og te og horði á þáttinn um Jack Keroak(kann sko ekki að skrifa þetta nafn) sem var mjög fínn. Horfði svo á friends með litla bróður og las pínu í give me liberty or give me death. Svo kom mafían í mat, við fengum marineraða svínasteik ummmmm. Svo horfði ég á Obro les ojos sem var mjög góð og reyndar mjög súr. Ég efast um að maður eigi eftir að gleyma henni.
Í gær ákvað ég svo að prófa þennan kolvetnislausa kúr eða hvað sem þetta heitir finnst að bókin er nú til heima. Þannig að ég þjarkaði í mig ab mjölk með perubitum sem ég skar svo sjálf útí. Ég er frekar lítið fyrir súrmjólk og þá sérstaklega ab mjólk en það var eina svona mjólkurvaran sem var til heima þannig að mín fer út í búð á morgun og kaupir helling af skyri. Annars er ástæðan fyrir því að ég þoli ekki súrmjólk að ég elskaði súrmjólk þegar ég var lítil og borðaði hana í öll mál svo fékk ég ógeð svona 6 ára og hef ekki borðað mikið af súrmjólk síðan en mér finnst svona súrmjólk með jarðaberjum og solleiðis ágæt.
Í dag þarf ég að gera helling af hlutum sem ég hef trassað eins og að kópí peista queens of the stone age greinar fyrir bókaskránna sem ég er að búa til það er reyndar geðveikt fjör.
|

sunnudagur, mars 30, 2003

Voðalega eru allir sjónvarpsmenn, tónlistamenn og fleiri að breytast í auglýsingahórur. Ef þú gerir þetta og hitt kemur Írafár og spilar í fermingarveislunni þinni. Ef þú kemur í Bykó og kaupir þetta og hitt af Sveppa og kó eða hvað sem þeir heita og þá færðu eitthvað í verðlaun. Ég þoli ekki þessa ofuráherslu hjá sumum fyrirtækjum að gera börn og unglinga af neytendum.
|
Þegar ég fór á mótmæla fundinn tók Eygló þessa mynd af mér og tvemur öðrum bókasafnsfræðinemum og þessi mynd af mér er alveg hræðileg sólin skín beint í augun og allt.
|
Ég fór í vísindaferð á föstudaginn í IMG með einhverjum heimspekinemum og það var mjög skemmtilegt við fengum hvítvín og bjór og helling af samlokum. Svo fór ég heim, þar sem að ég var bæði þreytt og blönk en hinir fóru á litla ljóta andarungann. Fór svo heim og þegar ég var að labba í strætó hringdi pabbi og spurði hvar ég væri ég sagðist vera í vísindaferð þá spurði hann hvort að ég væri kengfull og beygluð, nei ekki eftir einn bjór og hvítvínsglas. Úff hvítvín minnir mig alltaf á leiklistarpartý sem ég fór í framhaldskóla þar sem að ég drakk eina hvítvínsflösku og eitt glas af landabollu á tóman maga og ældi og ældi og drapst svo að lokum.
Í gærmorgun fór ég svo í skólann og á kaffihús á eftir síðan fór ég og krakkarnir sem fóru með mér á kaffihúsið um daginn á mótmæli sem voru fyrstu mótmælin mín ever. Það var mjög forvitnilegt. Svo hitti ég Atla frænda og fór með honum og vinkonu hans. Hann bauð okkur upp á pizzu og kók og svo fórum við heim til ömmu og afa þar sem að ég hitti pabba og varð eftir. Svo fékk maður nottla eitthvað hjá ömmu og afa kaffi og kex. Svo spurði ég afa hvort ég mætti einhvern tímann nota skannann hans þannig að ég ætla bráðum að fara setja myndir hérna inn bæði ljósmyndir og teikningar eftir mig. Svo fórum við heim og ég horfði á söngkeppni framhaldsskólanna og var mikið að smsast við Loga og Jenný á meðan. Djöfull voru kynnarnir í þessari keppni leiðinlegir oh ég var alveg að vera geðveik á þeim. keppnin sjálf var samt ágæt sérstaklega muse lagið sem einhverjir tóku og síðasta lagið þar sem strákarnir voru málaðir um augun. Pabbi sá einhverja stelpu vera að keppa þarna sem væri líklegast skyld okkur svo hann lét mig senda sms til að kjósa hana mafían ha. Svo sýndi sjónvarpið independence day og ég svaf nú eiginlegan meirihlutann af myndinni en því miður svaf ég ekki á meðan forsetaræðan var oj þvílíkt ógeð viðbjóðslegasta ræða í heimi.
Núna er ég upp í þjóðarbókhlöðu og á eiginlega að vera að læra en er að sörfa á netinu á þessum ógeðslega hægvirku tölvum sem eru þar.
Á eftir kemur mafían svo í mat og opnaðu augun verður sýnd í sjónvarpinu sem ég ætla að sjá frekar en vanilla sky af því að ég er með ofnæmi fyrir Tom Cruise
|

fimmtudagur, mars 27, 2003

Úff ég er alveg útkeyrð eftir mjög fjöruga fjöruferð sem ég og mentorstrákurinn minn fórum í dag. Við þrömmuðum um fjöruna í Hafnarfirði og fundum ýmsar gersemar eins og skeljar, kuðungar, fjaðrir (þ.e.a.s. bara eina) og höfuðskel af krabba sem við héldum fyrst að væri bara venjuleg skel, það var frekar krípi. Það var samt ekkert sérstaklega gott veður kuldi og rigning. Þegar við vorum á leiðinni heim (maður er svona korter að fara í fjöruna heiman frá mér, ég er samt ekki einhver artífartí bjáni sem býr í rándýru húsi í bryggjuhverfi, djöfull ætla ég að hlægja af þeim bjánum þegar að það kemur almennilegt rok, hahhhahaha) en allavegna þegar við vorum á leiðinni heim settumst við bak við stóran stein og borðuðum nestið okkar (samt vorum við bara í svona 2 tíma) en það er náttúrulega geðveikt fjör að borða nesti út í náttúrunni, sérstaklega þegar maður er 8 ára. Svo fórum við heim til mín ég fékk mér te og hann fékk heitt kakó og svo horfðum við saman á Jón Odd og Jón Bjarna á video. Sem sagt rosa fjör. Annars var ég að pæla hvað maður hefur það gott, við þurfum ekki að fara langt til að njóta náttúrunnar, sem betur er Íslenskt þéttbýli ekki orðið það þéttbýlt að maður þurfi að fara í einhvern skemmtigarð til að njóta náttúrunnar.
|

miðvikudagur, mars 26, 2003

Ég er núna inn í stofu 103 í odda og ég var að drekka vatn áðan þó að það sé eiginlega bannað, þá kom eitthvað svona pop up dæmi á skjáinn hjá mér sam sagði að það væri bannað að vera með mat og drykk í tölvustofunni, þetta var alveg eins og einhver væri að fylgjast með mér. Ég er samt ekki með neina paranoju.
Ég verð að drífa mig núna áður en Þeir koma að ná í mig :-)
|
Ég var að finna upp nýtt nafn: fjandskotans er ég sneddi eða hvað
|
Ég var að heyra nýja lagið með White stripes um daginn og þau virðast hafa gert undraverða uppgötvun: bassann haha. Þetta er geðveikt lag með þeim.
Ég veit ekki hvort maður fari mikið í fjöruferð í þessu veðri sem er búið að vera. Ef snjórinn verður ekki farinn á morgun (ég býst nú fastlega við því að hann verði ennþá) þá verðurm við kannski bara að finna okkur eitthvað annað að gera. Ég fór á kaffihús með nokkrum krökkum (ég nefni engin nöfn sumir eru með smá paranoju út af blogginu og nafnabirtingu þeir taki það til sem eiga það hahahaha) á kaffihús í gær, það var mjög fínt, langt síðan að maður hefur farið á kaffihús með fullorðnum allavegna ég fór um daginn með mentorstráknum mínum það er annars mjög gaman að fara eitthvað svona með honum sérstaklega af því að hann er svo kurteis að maður verður svona hálfstoltur einhvern veginn.
Á föstudaginn er ég að fara í tölvupróf (í aðferðafræði) og kl sex fer ég í vísindaferð í IMG og það verður fyrsta vísindaferðin mín ég ætlaði í þá síðustu en gat það ekki að því að ég var að fara í próf aðferðarfræði. Í apríl verður svo vísindaferð á völlinn og það verða alveg geðveikar varúðarráðstafanir við þurfum öll að skila kennitölunum okkar í síðasta lagi á föstudaginn. Kanarnir þurfa örugglega að gá hvort við séum kommúnistar eða eitthvað. Svo byrjar upplestrarleyfið 11.apríl.
Ég er núna að æfa mig fyrir tölvupróf og hlusta á x í vasadiskóinu mínu (já unbílívable ég er að hlusta á útvarpið en ég ætla aðeins að geyma útvarps bindindið þar til að ég er búin að fá mér ferðageislaspilarar (þá verð ég örugglega komin með ógeð af útvarpi aftur) ég er komin með nóg af þessum helvítis kasettum.
Over and out
|

mánudagur, mars 24, 2003

Ég man einu sinni á jólunum þá gáfu mamma og pabbi mér kommóðu sem ég mátti svo velja sjálf. Pabbi fór með mér í búðina og þegar ég var búin að velja mér kommóðu náði ég í einhvern búðarstrák og sagði honum að ég ætlaði að fá þessa kommóðu svo fór pabbi á kassann að borga og svo út að ná í bílinn. Á meðan var strákurinn að taka límmiða af kommóðunni og svo fór hann að kíkja í skúffurnar og gá hvort að það væri eitthvað drasl ofan í þeim og þá festi hann bindið sitt í skúffunni, það var geðveikt fyndið svo kom ég út í bíl og pappi setti kommóðuna í skottið svo þegar hann kom inn þá var ég svona hálf flissandi og sagði honum frá stráknum með bindið og þá sagði hann að ég væri haldin skítlegu eðli.
Í gær kom bróðir minn með kærustuna og skæruliðana sína í mat. Mamma eldaði Indverskann mat og einn rétturinn var alveg geðveikt sterkur svo kom vinur bróðir míns og smakkaði og sagði hmm þetta er svolítið sterkt, svolítið? Svo gerði mamma eftir rétt með ís, bönunum og karamellusósu ummmmmmm namminamm það var gott. Það er líka gott að borða banana eftir sterkann mat.
Svo horfði ég á hver er hræddur við Virginiu Woolf sem var mjög góð. Ég hef verið að pæla hvort það sé tilviljun að aðalsögupersónunar heiti George og Martha (eins og í George og Martha Washington) svo er ég líka að lesa Give me liberty or give my death og þar heitir aðalsögupersónan Martha Washington.
|

sunnudagur, mars 23, 2003

Yesssssssssssssssssssssss. Kimi Raikonen vann í formúlunni, æðislegt og það sem er ennþá æðislegra er að Mickael Schumacker lenti í 7. sæti. Ég er líka ánægð með manninn sem lenti í 3 sæti Alonso sem keyrir fyrir Renult, hann gat varla staðið þegar að hann kom upp úr bílnum, hann var nú reyndar veikur. Annars er helgin búin að líða í prófkvíða og svo leti eftir prófið. Lenti í þvílíkt vandræðalegri stöðu í prófinu , ég fer alltaf í sérstofu af því að ég fæ stærra prófblað og lengri tíma og svo vissi ég ekki að það voru ekki bara nemendur í aðferðafræði 2 í stofunni en það voru einhverjir í sjúkraþjálfun þar líka. Svo kom einhver maður inn í stofuna og ég hélt að hann væri kennarinn minn, hann var með skegg, gleraugu og dökkt hár og hann stóð svona þrjá metra frá mér svo mér sýndist þetta vera minn kennari. Svo var þetta ekki hann svo að ég hélt kannski að hann væri einhver aðstoðarkennari en þegar ég bað hann um aðstoð og sýndi honum eitt dæmi og hann sagðist ekki kunna þetta því hann væri kennari í sjúkraþjálfun ohh mér leið eins og bjána. Fólki finnst kannski svolítið skrítið ef ég heilsa þeim ekki út á götu en það er bara af því að ég sé það ekki, ég þekki ekki einu sinni mömmu mína út á götu svo hún segir alltaf hæ Hjördís og þá þekki ég hana (aðallega út af röddina og kannski lyktinni ef hún er með ilmvatn).
Annars var ég geðveikt dugleg þegar ég kom heim ég skrúbbaði og skúraði alveg á miljón, manni líður eitthvað svo vel þegar að maður er búin að þrífa svona vel.
Á föstudaginn fór ég í sund og guð hvað maður verður þreyttur eftir þriggja tíma sundferð, þegar ég kom heim lagðist ég upp í sófa og undir teppi. Það er líka ekki gaman að fara í sund þegar risa haglél byrjar að hrynja niður (sérstaklega þegar maður er í útilaug).
Nú ætla ég að sörfa aðeins meira og fara svo að mála eða teikna eða eitthvað skemmtileg.
Ég kláraði fyrstu bókina úr Sincity í gær og nú er ég að byrja að lesa Give me liberty eftir Frank Miller og einhvern annan.
|

föstudagur, mars 21, 2003

Jeminn ég sá áðan myndband sem var búið að klippa saman af Bush og Blair að syngja My endless love til hvors annars, það var helvíti fyndið.
Djöfull eru Ameríkanar annars latir, var að sjá sex and the city í gær þar sem kom til sögunnar barnastóll sem maður ýttti á takka á og svo byrjaði hann að rugga. Annars virðist ímyndin sem þetta fólk hefur sem semur þættina af því að vera móðir og sérstaklega einstæð móðir vera frekar brengluð kannski á ég ekki að vera eitthvað að blaðra þar sem að ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna en lítur fólk svona á einstæðar mæður: sem feitar subbur með sí öskrandi krakka asna. Einhvern veginn held ég að þessir höfundar eru einhleypir (humm kannski í sambandi) en alllavegna barnlausir sem búa á Manhattan og það næsta sem þeir eiga við barn er púðla.
|
Ég tók eftir því í gær að þeir voru að sýna Shreak á bíórásinni það minnti mig bara á fyrst þegar ég sá myndina þá var ég næstum því farin að skæla í einu atriðinu kannski aðallega út af í því var haleljúlja með Jeff Buckley og alltaf þegar ég heyri þetta lag fæ ég tár í augun og er næstum því byrjuð að skæla aftur. Annars hef ég grátið yfir teiknimyndum áður eins og fílinn Dumbó, þar var atriði þar sem mamma Dumbó var að rugga honum í rananum í gegnum rimla því hún var brjálaður fíll, þetta var í fyrra svo táraðist ég einu sinni yfir Simpson þætti: þegar Hómer gaf Marge keilukúlu, þegar þátturinn var að enda var Marge að ákveða hvort hún ætti að fara í vinnuna til Hómers eða heim til keilukennarans síns til að halda fram hjá Hómer og getið þið hvern hún valdi. Annars er ég ekkert hæper viðkvæm manneskja bara svolítið viðkvæm (það segir mamma mín allavegna) Allavegna minntu þessar teiknimyndir mig á þegar ég var lítil og horfði á mynd um krakka sem fundu apa en svo þurftu þau að skila honum aftur í dýragarðinn þá var sko skælt með ekka og allt.
Annars er ég að fara í sund á eftir með Mentorstráknum mínum og svo ætla ég að spyrja hann hvort að hann vilji koma í fjöruferð með mér næst og eftir það verður lært fyrir aðferðarfræðipróf ohhhhh ég þoli ekki aðferðarfræði.
|

fimmtudagur, mars 20, 2003

Eins og þið hafið tekið eftir þá hef ég aðeins verið að breyta síðunni minni en mér langar til að fá mér nýtt templete en þau eru bara öll einhvern veginn eins. Ætli maður geti náð í templete einhvers staðar og sett það í blogger ef þið vitið endilega látið mig vita.
Varð fyrir ánægjulegri lífsreynslu þegar ég fann fína veskið mitt og í því voru peningar jei það er alltaf gaman að finna peninga sérstaklega þegar að maður á enga. Ætli maður þræði ekki hvern vasa þegar ég kem heim
|
Gat ekki sofnað aftur annað kvöldið í röð, hvað er að mér ég sem sef alltaf eins og steinn. Bróðir minn kom heim svona korter í eitt þá fór ég fram og horfði á sjónvarpið með honum ekkert gerðist þar þannig að ég fór aftur inn velti mér í 200 hringi sofnaði svo loksins og svaf yfir mig í morgun í annað sinn í þessari viku, ætli maður verði bara ekki að "hysja upp um sig brækurnar" og koma einhverju lagi á kerfið þetta gengur ekki svona.
Annars sá ég eitt geðveikt fyndið í South park þættinum á popptíví í gær, það var stórfrétt að það átti að leyfa fólki að gera grín að aids, þetta er mjög nasty en samt fyndið. Svo horfði ég í gær á eldgamlan x files þátt með Jack Black og Giovanni (man ekki eftirnafnið en hann lék hálfbróðir Phoebe í freinds) þetta var mjög skemmtilegur þáttur sem heitir dpo svo eftir honum kom þáttur með afanum í Everybody loves Raymond (nema ég hahaha)
Mér fannst alltaf bestu x files þættirnir vera um fólk með einhverja svona súper powers ekki geimveru þruglið það var alltaf helling af spurningum en engin svör (svona svipað og í heimspeki) Uppáhalds x files þátturinn minn var um karlinn sem gat breytt andlitinu á sér svo barnaði hann fimm konur í sama bænum með því að láta sig líta út eins og eiginmann þeirra nema þeirrar fimmtu þá þóttist hann vera Luke Skywalker (að því að hún fílaði star wars).
|

miðvikudagur, mars 19, 2003

Hér er uppáhalds málverkið mitt sem heitir trúlofun Arnolfinis. Ef þið skoðið hana reynið þá að súma inn og sjá hvað er í speglinum. Það er virkilega flott. Myndin er eftir Jan Van Eyk.
|
Hann á nú skilið link.
|
Ég sá mjög skemmtilega sögu hjá Elvis öðrum um þegar hann sótti um vinnu á kleppi uppdópaður.
|
Horfði á mjög skemmtilegan þátt um Woody Allen á stöð 1 í gær. Woody Allen er snilli. Við áhorf þessa þáttar komu í huga minn nokkrar setningar úr Mighty Afrodite.

What would Ödipus be called in Broklyn? Þið megið alveg koma með svarið ef þíð vitið það.
You didn´t wanna blowjob so I bought you a tie og
My stage name was Judy Cum

Átti svo í mjög miklum vandræðum með að sofna en það lagast alveg þegar maður er búin að leggja svona 30-40 frecell kapla.
Hlustaði svo á mjög skemmtileg viðtöl við Helga Sejan og Egil Helgason í Zombie ég var byrjuð að flissa í strætó, sem betur var enginn þar ég hefði litið út eins og hálfviti, annars er mér skítsama hvað fólki finnst.

Ég var annars að fá til baka verkefnið mitt í flokkun og jei ég fékk 8,5.
|

þriðjudagur, mars 18, 2003

Ég var að tala við Atla Már frænda minn um fatastíl ungra stúlkna og hvernig unglingar eru gerðir fullorðnir allt of snemma og ekki bara unglingar þessi frændi minn að hann hafi séð g strengi fyrir litlar stelpur. Er þetta ekki einum of? Mér finnst litlar stelpur ekkert hafa við g strengi að gera. Mér finnst verið að gera börn að kynverum með þessu ég ætla samt að taka það fram að ég ekki Kolbrún Halldórsdóttir reyndar þoli ég hana ekki. Allavegna, þegar ég var lítil fékk ekki að mála mig fyrr en ég var svona 14 annars fékk ég reyndar að setja varalit eða gloss á mig þegar ég var svona 12 bara kannski þegar ég var að fara á böll. Ég held að við höfum alveg nægan tíma til að vera fullorðin og klæða okkur sem slík.
|

föstudagur, mars 14, 2003

Jei ótrúlega spennandi helgi framundan hjá mér eða þannig. Í kvöld verður svona girls night in stemning þar sem ég set á mig maska, geri á mér hand og fótsnyrtingu, djúpnæri kannski á mér hárið, lita á mér augabrúnirnar, horfi á Virgin suicide og drekk helling af bjór.
Á laugardaginn fer ég upp í Þjóðbókahlöðu eitthvað að læra og klára sincity sem ég var byrjuð að lesa og á sunnudaginn verður tekið til og eitthvað slappað af.
Annars sá ég í gær nýja myndbandið með Death in Vegas djöfull var það flott maður lagið heitir scorpio eitthvað og í myndbandinu eru tvær japanskar ninja konur að skylmast geðveikt flott mér er strax farið að klæja í puttana að teikna eitthvað í svipuðum stíl.
Í dag var ég í tíma sem heitir upplýsingaleiðir og við vorum að læra um Íslensk skylduskil sem minnti mig á eitt þó það nú ekki beint líkt. Hafið þið heyrt um cupaloj. Það var tankur sem var fylltur með bókum og nótum og allskonar dóti sem þótti bera af og svo var tankurinn grafin ofan í jörðina og það á að grafa hann upp eftir 5000 ár ef það verður eitthver jörð eftir það er að segja. Tankurinn var grafin niður í Washington um 1930 eimmit á þeim árum sem að Orson Welles las innrásin frá Mars í útvarpinu og Kanarnir fríkuðu út. Ég er orðin svolítið spennt fyrir svona science fiction dóti sérstaklega gömlu og hef ég t.d. lesið Brave new world bók sem ég dýrka og dái og ætla redda mér eintaki af líklegast á næsta skiptibókamarkaði þó að ég sé búin að lesa hana svona þrisvar. Hún er æðisleg. Kannski að þátturinn um Jules Verne hafi líka vakið þetta eitthvað upp hjá mér. Annars þoldi ég ekki vísindaskáldsögur þegar að ég var krakki. Ég man einu sinni í sjónvarpinu þá var einhver þáttur sem hét þrífætlingarnir sem gerði mig svo hrædda að ég fékk martraðir á eftir. Samt væri ég nú alveg til í að sjá þann þátt aftur í dag.
OG HEY ÆTLAR ENGINN AÐ KJÓSA Í KÖNNUNINNI MINNI ÞAÐ ER BARA EINN BÚINN AÐ KJÓSA!!!!!!!!!
|

fimmtudagur, mars 13, 2003

Heyrðu þetta tókst bara alveg ljómandi vel. Endilega kjósið
|
Er búin að setja litla könnun inn um Iggy Pop og Alf.
|
.,
|

miðvikudagur, mars 12, 2003

Ég hef verið að pæla í þessu lengi, ætli Iggy Pop og geimálfurinn Alf séu skyldir. Þeir eru allavegna mjög líkir. Kannski hefur Iggy Pop sofið hjá einhverju loðnu geimdýri á dóptímabilinu sínu þ.e.a.s. ef hann er ekki ennþá í dópi, maður veit aldrei.
|

þriðjudagur, mars 11, 2003

Ég horfði á mjög skemmtilegan þátt um Jules Verne í gær, það er ótrúlegt hvað þessi maður hafði mikið hugmyndarflug. Manni gæti helst dottið í hug að hann hafi verið skyggn. Ég hef lesið eina bók eftir hann sem er umhverfis jörðina á áttatíu dögum en það stendur nú til að lesa meira svo væri ég líka alveg til í að sjá eitthvað að þessum myndum sem hafa verið gerðar eftir myndunum hans.
Mér finnst alltaf svo fyndið hvað fólk verður brjálað út í mig á núlleinn.is bara af því að ég var að segja mínar skoðanir. Núna voru einhverjir að tala um ágæti Avril Lavigne sem mér finnst nú ekki svo ágæt, hún þykist vera einhver einhver pönkari en svo veit hún ekki einu sinni hverjir Sex pistols voru.
Annars hlustaði ég aðeins á zombie í morgun en hann var bara alveg ágætur, svo þegar hann var búin hlustaði ég aðeins á Jón Gnarr en hann var fínn líka þangað til að hann kom með einhverja barnaperra sögu sem mér fannst nú ekki mjög fyndin, það eru nú takmörk fyrir því hvað fólk lætur út úr sér. Mér fannst stundum þegar tvíhöfði var og hét að þeir gengu svolítið oft yfir strikið en kannski er bara svona auðvelt að hneyksla mig.
Annars kom frænka mín með tvíburana sína í heimsókn áðan þannig að nú er ég alveg út æld og út sprænd Ojj. en annars eru þau algjörar dúllur.
Það er búin að vera verkefnavika hjá mér í skólanum þannig að það er frí í öllum áföngum nema tveim ohh það er rosaþægilegt að geta sofið aðeins út. Svo ætla ég og bróðir minn í bíó um helgina á the ring þó að hann sé búin að sjá hana
|

sunnudagur, mars 09, 2003

Ég ákvað að setja batman.is inn í staðinn fyrir tilveruna þar sem að tilveran er orðin svo leiðinleg eftir að undirtónagaurarnir tóku við henni, ekkert nema einhverjar brjóstamyndir eða einhverjar flippmyndir af vinum þeirra
|
FLUGVELDAR, KAMPAVÍN OG ENDALAUS HAMINGJA. Michael Schumacker komst ekki í verðlauna pall í nótt. ég er alveg að deyja úr hamingju. Reyndar lenti Kimi í 3 sæti en það var kannski allt í lagi. Keppnin í nótt var mjög skemmtileg og spennandi allavegna miðað við síðasta keppnistímabil og svo er kominn nýr kynnir þannig að ég er bara mjög ánægð, hinir karlarnir sem voru í fyrra voru þvílíkt leiðinlegir og heimskir og það kvörtuðu allir geðveikt mikið undan þeim kannski þeir hafa verið reknir út af því, ef svo er þá held ég að norðurljós að reka Bubba hann er svo leiðinlegur. Annars eru norðurljós algjört prumpfyrirtæki svo að maður er ekki að búast við einhverjum kraftaverkum. Svo kíkti ég út á vídjóleigu í gær og tók Orange county sem var léleg og the last picture show sem var svona ágæt en kannski ekki eins mikil geðveik snilld og sumir vilja halda. Núna er ég bara þreytt með hausverk en sem betur fer eru bara tvær formúlu keppnir með svona leiðinlegan tíma.
Í kvöld ætla ég bara að slappa af, mafían kemur líklegast í mat svo fer maður "snemma" að sofa. kannski það er nú verkefnavika í skólanum það að maður getur vakið aðeins
|

laugardagur, mars 08, 2003

Öhhhhhhhhhhhhhhhhhh það er ekki gott að vera þunn í skólanum. Ég skrapp aðeins á pöbbinn í gær með Þórnýu vinkonu og það var mjög gaman að vísu hitti maður engann sem maður þekkti en það er oft ástæðan fyrir því að maður fer á hverfispöbba. Svo ætlaði ég að horfa á formúluna en gafst upp svona þrjú hálf fjögur og fór að sofa og svo svaf ég að sjálfsögðu yfir mig í morgun damn.
Í gær hitti ég mentor strákinn minn og við bökuðum pizzu og horfðum á vidjó Simpson þætti nánar til tekið. Svo fórum við út í körfubolta. Það var rosafjör. Næst ætlum við að fara í sund.
Í dag ætla ég að kaupa blóm handa mömmu líklegast fresíur svo ætla ég að fara í heimsókn til hennar. Annars ætla ég bara að vera í leti og drekka bjór og horfa á formúluna of kors en ég ætla ekki að fara sofa í miðri keppni.
Þegar ég er að skrifa þessi orð er ég í tíma í lyklun og er kannski soldið að stelast.
Ég er nú soldið fúl að ég fékk engin viðbrögð við sögunni minni reyndar var hún brandari en brandarinn er sagður í söguformi bara svo fólk verði fúlt
|

miðvikudagur, mars 05, 2003

Er búin að vera að læra og lesa á fullu. T.d. var ég að lesa A velvet glove cast in iron eftir Daniel Clowes (sama gaur og gerði ghost world) hún var súr en góð. Svo sýndi ég færni mína í matargerð í gær og eldaði saltkjöt og baunir (eða baunasúpu enda efast ég að fólk sé eitthvað að borða eintómar baunir) samt heppnaðist baunasúpan ekki nógu vel því baunirnar fóru ekki í mauk svo að mamma hakkaði súpuna þegar hún kom heim úr skólanum.
Maggabest var að spyrja í kommentakerfinu hvað ungblind væri en það er ungmennadeild blindrafélagsins.
Ótrúlegt en satt þá er ég búin að fá hmmm u.þ.b. 4 svör í kommentakerfið svona tvo eru frá mér hahaha. Ég var að fá verkefni í áfanganum Borgarbókasafn til baka og ég fékk bara staðið, mér er reyndar nokkuð sama þar sem þetta er bara einnar einingar áfangi.
Bróðir minn sagði mér sögu um daginn sem var einhvern vegin svona, það var einu sinni strákur að afgreiða í Hagkaup þegar konu kom að kassanum hjá honum, hún keypti litla kók, hálft brauð, litla sultukrukku og lítinn ost. Afgreiðslumaðurinn sagði við hana, þú ert einhleyp og hún sagði já hvernig vissurðu er það út af því sem ég var að kaupa þá sagði maðurinn nei það er af því að þú ert ljót
|

laugardagur, mars 01, 2003

Ha ha ha ha bróðir minn gaf einu sinni hinum bróður mínum geðveikt fyndna bók í jólagjöf og hún heitir Manchester united ruined my life. það er fyndið sérstaklega þar sem bróðir minn er mikill Manchester united maður. Þetta er nú samt ekki eins slæmt eins og jólagjafirnar sem hann gaf mér og litla bróður fyrir svona 8 árum, hann gaf mér pop up willy svona typpakall sem maður kremur svo réttist hann aftur og svo fékk ég líka kúluspil þar sem maður átti að hitta oní brjóstin hjá stelpunum og puninn hjá strákunum, litli bróðir fékk mynd um að hann væri nískur eða eitthvað sem hann er nú samt ekki. Vonandi var Manchester bókin hefnd.
Annars fór ég í afmæli til Maríu kærustu bróðir míns í gær en þetta var svona stelpu party mjög skemmtilegt fyrir utan það að ég átti að mæta í skólann í morgun svo ég gat ekkert djammað og að það er ekkert gaman að hlusta á aðra fara á trúnó þegar maður er edrú.
Í dag fór ég í bíó með mentorstráknum mínum eftir mikla bið og bollaleggingar. Við fórum á skógarlíf sem var alveg ágæt. Í næstu viku ætlum við að baka pizzu og spiia eða eitthvað að chilla.
Oh ég fór að sofa klukkan tvö í nótt og þurfti að vakna klukkan sjö en að sjálfsögðu svaf ég yfir mig en mætti ekkert seint, sem betur fer. Þannig að það verður bara chill í kvöld geisppppppppppppppp ég er þreytt