Baby faced assassin

Góðar stelpur fara til himmna, vondar stelpur fara hvert sem þær vilja

|

fimmtudagur, júlí 31, 2003

Predator
Í gær hélt ég í sakleysi mínu að ég myndi eyða kvöldinu í að horfa á Friends, svo fór nú samt ekki. Einhverjir þættir sem bróðir minn hefur verið að downloada af netinu og brenna á diska voru eitthvað gallaðir svo að ekkert varð af friends glápi. Í staðinn lét ég undan miklum hópþrýstingi frá sumum um að horfa á myndina Predator. Myndin fjallar um nokkur vöðvabúnt sem fara í björgunarleiðangur inn í einhverja skóga í suður Ameríku. Þessi mynd er uppfull af heimskulegum frösum eins og "I don´t have time to bleed" og nokkrum öðrum sem ég man ekki þar sem ég hef reynt að gleyma þessari mynd eins fljótt og ég gat og hún rann frekar áreinslulaust út. Eftir að hafa horft á þessa mynd áhvaðu sumir að lesa fyrir mig upp úr bók sem er nefnd Íslensk fyndni og það er sú ófyndnasta brandara bók sem ég hef nokkur tímann vitað um, það var eins og gleymst hefði að setja punchlinið aftan á alla brandarana. Ég gat ekki einu sinni brosað yfir þeim. Þetta hljóta að hafa verið einhverjir sveitabrandarar.
|
Fegurðaráð
Hérna koma fegurðaráð fyrir allar skvísur sem eru mikið inni á bókasöfnum. Já bókasafnsfræðingar geta alveg verið skvísur.
Love those new pastel, retro eyeshadows but can't afford the new millennium price tag? Mix 'n match using a rainbow assortment of highlighters! They come in those dazzling '60s shades! (WARNING: some colors can stain permanently.)


No time for a tan? Lean your face within three inches of a computer monitor for at least 30 minutes for that quick, back-from-Brasilia glow! (Also great for warming up leftovers!)


Get rid of that nasty shiny-nose problem using books that haven't been checked out since the Nixon Administration. Simply flip the pages back and forth in front of your face for that sophisticated (though gray) matte finish. (Not to be attempted to those with asthma or dust allergies.)


Tired of answering those routine reference questions like "where's the bathroom?" Writing those answers on old conference badges then pinning them on strategic parts of your body saves hours of effort and frustration.


Tattooing all your round-table and association acronyms on your body is not only one of the hottest library fashion trends, it's also handy when you need to list your memberships on those pesky conference or grant applications.


Forgot to put on mascara this morning? Paint small Post-It notes black, cut into fringes and stick onto eyelids for that Liza Minelli/Cabaret look!


Plastic bands that wrap around xerox-paper cartons make nifty conference badge or eyeglass frame holders.


Feeling a little peaked in the afternoons? Give yourself a refreshing blast from one of those pressurized air cans used for dusting computer keyboards. (WARNING: do not confuse with WD-40 or clown air-horns.)


Make a sleek (albeit weighty) carrying case with matching jewelry from all those demo computer disks and CD-ROMs from vendors. String together with magnetic strips and velo binding.


Wadding the perforated-hole strips from the sides of computer print-out paper makes for an excellent exfoliating body scrubber.


Catalogers' Secret: Cornhusk lotion makes an fast-acting facial mask as well as a wallpaper stripper and thickening agent for soups and stews.


Want to perk up storytime when telling The Hobbit? Make chain-mail clothing out of paper-clips!


Snag those padded envelopes from ILL--the rag-paper/lint stuffing makes a wonderful mud-pack!

Got Tips?

Want to see your unique (and hopefully performed in private) beauty tip? Send them to me and I'll add them to the list complete with an attribute (unless you're really, really embarrassed...)

Copy peistað og stolið af síðu Lipstick librarian án nokkurs samviskubits.
|

miðvikudagur, júlí 30, 2003

French manicure
Ég var rosagóð við sjálfa mig í gær og splæsti á mig eitthvað french manicure set. Fyrir þá sem vita ekki hvað french manicure er þá er sett glært naglalakk yfir nöglina og svo hvít rönd efst svo lakkað aftur yfir. Það er nú alltaf rosagaman að dúlla eitthvað við sjálfan sig. Ég splæsti líka á brúnkukrem og er orðin frekar brún og engir flekkir jei. Ég vil reyndar frekar setja á mig brúnkukrem en að fara í ljós eða sólbað. Síðast þegar ég fór í ljós fékk ég brunaköldu. Þá skalf ég úr kulda af því ég var svo brunnin samt var líkaminn mjög heitur. Svo finnst mér leiðinlegt að liggja í sólbaði hvað þá að liggja í ljósabekk í 30 mínútur.
|
Kiljuklúbburinn
Það var hringt í mig í gær frá kiljuklúbbnum og reynt að selja mér bækur. Ég var alveg í vandræðum því að kallinn var með mjög skrýtna rödd svo að ég helt að þetta væri einhver af vinum mínum. Það var næstum komið upp úr mér hahaha fynndinn hver er þetta annars en þegar kallinn hélt árfam að tala ákvað ég bara að þegja en afþakkaði svo að verða félagi í kiljuklúbbnum, það er nú nóg að ein manneskja á heimilinu. Þessar aðstæður sköpuðust af því að sumir eru alltaf að þykjast vera frá Gallup eða selja eitthvað þegar þeir hringja til mín. Það er svona þegar sumir kalla úlfur, úlfur er kannski ekki hlustað á þá í næsta skipti, þeir taka það til sem eiga það.
|

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Joey Tribbiani
Ég hef verið að horfa á níundu seríu af friends undanfarið. Ég held ég eigi eftir að horfa á svona 4 þætti. Ég hef reyndar séð þetta áður en sá sem er að horfa á þetta með mér er að sjá þetta í fyrsta sinn. Svo las ég í fréttunum um daginn að Matt Leblanc ætti að fá sinn eigin þátt sem á að fjalla um Joey Tribbiani. Matt er ekki jafn heppinn og aðrir í vinahópnum því að leikur hans í bíómyndum hefur ekki skilað góðum árangri, ég býst fastlega við því að það sé vegna þess að hann er ekkert sérstaklega góður leikari. Ég meina hann getur leikið Joey en geta það ekki allir ég held að það sé frekar auðvelt að leika hann. Svo hafa höfundar friends þáttanna náð að skemma karakterinn hans. Einu sinni var Joey frekar vitlaus en samt street wise gaur og var hann líkari Phoebe en nú í seinni þáttum er hann orðinn hálviti, ótrúlega vitlaus.
Það er spurning hvernig þessi nýi þáttur á eftir að ganga. Það þyrfti allavegna að fá einhverjar kröftugar aukapersónur til að halda Joey uppi. Ég efast að hann eigi eftir að ganga lengi ég veðja á svona ár.
|

sunnudagur, júlí 27, 2003

Turkish delight
Í gær smakkaði ég þann mesta viðbjóð sem ég hef nokkurn tímann smakkað. Það var hlaupbiti með flórsykri yfir og hlaupbitinn var með rósabragði. Þetta var eins og að borða hlaup með sápubragði öhhhhhh.
|
Chokkó skoðunarferð á Selfoss
Ég skrapp út úr bænum í gær sem var mjög gaman því eg fer mjög sjaldan út fyrir höfuðborgina. Fyrst var haldið til Hveragerði og aðeins rúmtað í bæinn svo var kíkt í göngutúr. Við kíktum líka í Álnavörubúðina í geðveikri leit minni að skóm. Ég hef ekki keypt skó síðan í október og er komin með fráhvarfseinkenni. Þegar við loksins rötuðum út úr bænum aftur keyrðum við til Selfoss og fengum okkur að borða á Tælenskum veitingastað. Við fengum mjög góðan mat. Síðan var haldið heim á leið. Það kom mér hins vegar mjög mikið á óvart að ég sá ekki einn einasta chokkó á Selfossi. Þetta er nú heimabær chokkoanna. Þeir hafa kannski allir verið uppteknir að láta aflita á sér hárið á meðan ég var þarna eða kannski voru þeir/þær í ljósum hver veit.
|

laugardagur, júlí 26, 2003

Montið fólk
Ég hef aldrei getað þolað montið fólk frekar en aðrir, einu sinni var ég svo úti að skemmta mér með félaga mínum og vinum hans. Einn af þeim stundaði einhverja kvikmyndagerð og leit mjög stórt á sig. Þegar ég var komin með ógeð á að hlusta á frægðiarsögur hans af sjálfum sér sagði ég við hann "Ertu frægur má ég snerta þig get ég fengið eiginhandaráritun" Hann var nú ekki sáttur við þetta komment og fékk ég einhverjar glósur til baka. Reyndar hef ég síðar heyrt að hann hafi verið búinn að taka inn nokkuð mikið að hvítu nefpúðri og það hefði verið ástæðan fyrir látunum. Eftir þetta hef ég stundum farið með þessum vini mínum á kaffihús og þar hefur hann sagt mér af afrekum þessa manns, að hann sé að búa til kvikmyndir með einhverjum frönskum kvikmyndargerðamönnum. Svo hitti ég hann á fimmtudaginn við skelltum okkur á kaffibrennsluna saman og þá sagði hann mér að þessi vinur hans væri kominn með nýja vinnu. Og viljiði geta hver hún er. Hann er að vinna á McDonalds að steikja hamborgara. Yessssssss hahahahahahahahaahahahahahahaahahahahahahahaahaahaha. Ég klappaði saman lófunum af ánægju og hló. Þetta er ein ástæða fyrir að fólk á ekki að monta sig.
|
|

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Mig hefur ótrúlega oft dreymt drauma um það að ég sé inn í búð sem er alveg geðveikt ódýr, með rosalega flottum fötum og ég eigi alveg nógan pening til að eyða og ég labba svona skrilljón hringi um búðina en get ég ekki ákveðið mig úrvalið er of mikið: Það endar með því að ég kem út úr búðinni og hef ekkert keypt. Þetta eru ótrúlega óþægilegir draumar.
|

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Kláraði að horfa á Shining í gær. Ég var að horfa á lengri útgáfuna sem er reyndar einum of löng en ágæt samt. Þar sem ég er frekar mikið chicken ákvað ég að sofa heima hjá mér í staðinn fyrir að vera heima hjá frænku minni ein í risastóru húsi.
Er núna búin að fá staðfest plottið í Mulholland drive og skil miklu meira í henni núna ég þarf bara að kíkja á hana aftur við tækifæri.
|

mánudagur, júlí 21, 2003

Ég horfði á Mulholland drive í gærkvöldi og skildi ekki mjög mikið en fæ útskýringar í kvöld. Svo kíkti ég lika á Joe Dirt sem var allt í lagi. Það er eitthvað policy á hverfisvídeoleigunni að ef maður tekur eina spólu þá fær maður aðra frítt sem betur fer af þvi að ég hefði ekki viljað borga fyrrir Joe Dirt myndin var ekki svo góð.
|

sunnudagur, júlí 20, 2003

Ég er núna að hlusta á gi.x.fni.is sem eru snilldarsketsar frá Þorsteini Guðmundssyni ég var alveg búin að gleyma þeim. Þessir sketsar eru algjör snilld
|
Demon- You have devilish characteristics yet you
are still battling with your conscience over
what is right and wrong.


Angel, Devil, Something in between?
brought to you by Quizilla
|
You're Perfect ^^
-Perfect- You're the perfect girlfriend. Which
means you're rare or that you cheated :P You're
the kind of chick that can hang out with your
boyfriend's friends and be silly. You don't
care about presents or about going to fancy
placed. Hell, just hang out. You're just happy
being around your boyfriend.


What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla
|
Þetta er nú bara búin að vera ágætis helgi hjá mér, ég fór út að borða á föstudaginn á Pasta basta og á eftir fórum við á bláa barinn sem er fyrir ofan pasta basta. Svo kíktum við líka á celtic. Slatti af tímanum fór í að samfæra paysitforward um að halda áfram að blogga, þó að mér finnist síðasta blogg þeirra fara svolítið yfir mörkin. Þetta er samt mjög fyndin bloggsíða.
Í gær komu svo vinir mínir og skólafélagar í heimsókn og við spiluðum, spjölluðum og hlustuðum á tónlist.
Nú er ég aðeins byrjuð á blöðungi sem er fréttabréf bókasafnsfræðinema en ég er ritstjóri blaðsins.
Í kvöld verður svo matur með mafíunni og afslappelsi.
|

föstudagur, júlí 18, 2003

Yess ég er að fara á Foo fighters tónleika í ágúst. Mikið er nú langt síðan ég fór á svona stóra tónleika
|
The Dante's Inferno Test has banished you to the Seventh Level of Hell!
Here is how you matched up against all the levels:
LevelScore
Purgatory (Repenting Believers)Very Low
Level 1 - Limbo (Virtuous Non-Believers)Moderate
Level 2 (Lustful)Very High
Level 3 (Gluttonous)High
Level 4 (Prodigal and Avaricious)Low
Level 5 (Wrathful and Gloomy)Moderate
Level 6 - The City of Dis (Heretics)Very High
Level 7 (Violent)Very High
Level 8- the Malebolge (Fraudulent, Malicious, Panderers)Moderate
Level 9 - Cocytus (Treacherous)Low

Take the Dante's Inferno Hell Test

Vá ég fer beint til helvítis sem er svolítið fyndið þar sem ég trúi ekki á helvíti en ef það væri til væri það örugglega ekkert eins og í biblíunni. Ég held að ef helvíti væri til myndi slagorðið fyrir það vera sex, drugs and rock´n´roll
|

fimmtudagur, júlí 17, 2003

Ég heyrði í hljómsveit um daginn sem heitir Kings of Leon og féll alveg fyrir henni.
Svo dreyndi mig á mánudagsnóttina að ég og kærasta bróður míns vorum geðveikt miklar óvinkonur og vorum alltaf að slást. Mig dreymir mjög oft að ég sé að slást eða lemja einhvern eða að ég sé að stela bílum. Í draumum mínum er ég alveg rosalega vond sem minnir mig svolítið á Twin peaks þar var staður sem heitir Black lodge þar sem voru góðar og vondar útgáfur af sömu manneskjunni.
|
Í gær lét ég vinkonu mína fá pening til að kaupa miða á foo fighters ég vona að hún fái miða. Ég bíst við því að það sé helmingi erfiðara að fá miða á þá en rammstein af því að það eru fleiri hópar sem hlusta á foo fighters. Annars er ég búin að vera horfa á lengri útgáfuna af shining. Sú útgáfab er með ekkert sérstaklega þekktum leikurum nema Elliot Gould og Rebecca De Morney og hún er miklu lengri en hin hún er svona fjórir tímar. Nú á ég eftir að horfa á síðasta partinn. Mér finnst þessi mynd reyndar of löng.
Núna eru búnar að vera fjörugar umræður í komentakerfinu mínu jeiiiiii loksins það voru meira að segja fimm sem töluðu á einum stað.
Ég var að sjá nýja Queens of the stone age myndbandið um daginn sem var bara svona live myndband. Það var alveg ágætt samt finnst mér hin myndböndin með þeim betri.
|

sunnudagur, júlí 13, 2003

Ohhh ég er alveg að verða brjáluð á þessum teljara vandræðum. Þegar maður heldur að maður sé komin með góðan teljara þá dettur hann niður damn
|
Ég fór á Hulk myndina á föstudagskvöldið en þótti hún ekkert sérstök, hún var allt of hæg. Ég var orðin mjög syfjuð þegar hléið kom loksins. Kannski var öll þessi syfja af því að ég og hitt fólkið sem fór með mér höfum verið að drekka heimabruggaðan bjór áður en við fórum í bíó. Í gær var ég bara að chilla og kíkti aðeins í kolaportið að leita að kínaskóm en engir kínaskór til þar damn it. Ég keypti mér bara bók í staðinn "möltu fálkinn" ég er búin að sjá myndina og ætla að kíkja á bókina einhvern tímann við tækifæri. Þetta voru alveg kostakaup bókin kostaði ekki nema 100 kr. Ég er samt ennþá að leita að kínaskónum. Ég veit reyndar um eina búð sem selur þá en ég tími ekki að kaupa mér kínaskó á 2800 kr. Á eftir er ég svo að fara heim til frænku minnar sem býr á móti mér og verð þar í svona viku að passa köttinn hennar svo hann verði ekki einmanna
|
hell raiser
completely fucked!


what fucked version of hello kittie are you?
brought to you by Quizilla
|

föstudagur, júlí 11, 2003

Djöfull er Bubbi Morthens orðin mikil auglýsingahóra öhhhh hann er sorglegur. Það er allavegna sorglegt að sjá gamlan pönkara fara svona í hundana. Jæja best að fara að drífa sig ég er að fara í fjöruferð með litlu frænkum mínum
|

miðvikudagur, júlí 09, 2003

Jæja þá er ég klædd og komin á ról og fer sem sagt í vinnuna á eftir. Eins og þið sjáið er ég aðeins búin að vera í sjálfsprófunum í dag.
Mér finnst þetta atheist merki alveg æðislegt kall að henda krossi i ruslið.
Ég var að lesa Pays it forward og sumir voru að kalla mig kæfu arg, ekki nafn sem ég vil láta kalla mig :(
|
atheist
atheist all the way! you're godless. you win!


which religion are you? (pics)
brought to you by Quizilla
|
Ég hef verið að passa tvær litlar skvísur í svona eina og hálfa viku núna og sú eldri syngur mjög mikið og gerir það mjög vel reyndar. Stundum þegar ég hef heyrt hana syngja finnst mér það hljóma svona einu og tónlistin er í svona cheep teiknimyndum sem er ekki frá Disney, Warner eða Pixar. Út frá þessu hefur sú spurning komið upp hvort að þessi ódýru teiknimyndafyrirtæki nota sjö ára krakka til að semja músíkina fyrir sig?
|
seductress
You are the seductress pin-up! You are self-
explanatory. You slut!


What Type Of Retro Gal Are You?
brought to you by Quizilla
|
Ég vakti til klukkan eitt í nótt við að hlusta á þáttinn rætur á x inu. Það er ótrúlegt miðað við hversu leiðinleg þessi stöð er hve góðir sérþættir eru þarna til boða. Þátturinn var um sögu hljómsveitarinnar Queens of the stone age.
|

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Núna ligg ég veik heima með hálsbólgu og hita og hálsinn á mér er svo bólginn að ég get varla kyngt eigin munnvatni, öhh. Ég er byrjuð að lesa alkemistann eftir Paulo Coelho það sem ég er búin að lesa af henni er mjög gott. Mamma mín er í einhverjum svona kiljuklúbbi þannig að það er alltaf til nóg að lesa heima.
Ég er núna í þeim ljótustu fötum sem hægt er að finna allavegna mest óspennandi. Ég er í risastórum skíðasokkum (ég fórnaði flottheitum til að vera hlýtt á fótunum, ég er í gömlum teygjubuxum þar sem nákvæm líkimg af hnjám mínum hafa vaxið á þær og tel ég þær þar með ekki hæfar til að koma fyrir augu almennings svo er ég í decode bol sem ég fékk eftir að hafa tekið þátt í einhverri mígrenis rannsókn fyrir þá og að lokum er ég í alveg einstaklega ljótri en hlýrri peysu. Mikið er nú gott að þurfa ekki að fara út þegar maður er veikur.
|

sunnudagur, júlí 06, 2003

:)
|
Arg þú að blogger sé búið að breyta hjá sér þá geta þeir ekki breytt kerfinu þannig að maður þurfi ekki að posta í hvert sinn sem maður gerir breytingar
|
Voðalega eru allir búnir að vera latir að blogga.
|
Annars eitt sem er nýtt í fréttum. Ég er búin að teikna myndir fyrir fyrsta comic stripið mitt, eða það er ekki alveg mitt. Níls semur textann, ég teikna og hann inkar og skannar inn og svoleiðis, rosafjör huh. Svo er ég að fara byrja á næstu
|
Jæja ætli maður bloggi nú eitthvað smá.
Á undanförnum dögum er ég búin að vera passa frænkur mínar rosafjör, við erum búnar að fara í sund og í bæinn og svona. Ég verð eitthvað passa þærr næstu vikurnar. Á föstudaginn hittist klíkan heima hjá Níls þar sem við borðuðm pizzu og drukkum eitthvað magn af áfengi aðallega við stelpurnar. Svo spiluðum við trivial pursuit sem reyndist þó nokkuð erfitt þar sem vin fer inn og vit út. I gær var ég nú aðallega bara í leti og horfði á Spaceballs sem var fyndin eins og alltaf. Svo er ég búin að vera svolítið dugleg við að reikna fyrir próf sem ég fer í ágúst. Annars er allt búið að vera frekar rólegt. Í dag vaknaði ég allt of seint og missti af formúlunni en sá þó blaðamannafundinn. Mér líst nú ekki á hvað Kimi er að dragast aftur úr hann verður að fara að herða sig upp. Svo fór ég heim til Níls. Ég fór með honum og vinum hans á Kfc og svo fórum við og fengum okkur ís. Hahh svo kom ég heim þar sem mafían var í mat og borðaði meiri kjúkling.
|

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Úff nú er ég búin að reyna að blogga svona þrisvar sinnum en helvítis blogger leyfir það aldrei þannig að ég nenni ekki að skrifa það allt í þriðja skipti.