Baby faced assassin

Góðar stelpur fara til himmna, vondar stelpur fara hvert sem þær vilja

|

föstudagur, október 31, 2003

Áfallalaus ferð á hárgreiðslustofuna


Ég fór í klippingu í dag, frekar skelfd því að síðan í sumar er ég frekar hrædd við hárgreiðslufólk. Eins og þeir vita sem hafa fylgst eitthvað með blogginu mínu lenti ég í hræðilegri lífsreynslu í maí þegar ég fór í hárgreiðslu (með mynd sem ég vildi láta klippa eftir) og var klippt eins og strákur (eða lessa). Ég bjó meiraseigja til teiknimyndasögu um þetta. Í dag heppnaðist klippingin hins vegar mjög vel og ég er mjög ánægð með árangurinn. Svo að nú þarf ég ekki að mæta með hauspoka í kvikmyndaklúbbinn Hringtorg (það mætti nú alveg breyta nafninu á þessum klúbb). Á morgun ætla ég svo á kaffihús með vinkonu minni og á árshátið um kvöldið. Á sunnudagskvöldið fer ég á 1984 hjá stúdentaleikhúsinu. Eitthvað verður nú lítið um lærdóm þessa helgina.

|

fimmtudagur, október 30, 2003

Mótmælandi Íslands


Í gær var mér boðið í Regnbogann á myndina mótmælandi Íslands. Myndin var klukkutíma löng og á eftir var gestum boðið að spyrja leikstjóra og framleiðanda um myndina og viðfangsefnið. Mér fannst myndin nokkuð góð það hefði kannski mátt vera nánari kynning á Helga þ.e. hvaðan hann kemur, hver atvinna hans var og svo framvegis. Það var reyndar eitt atriði sem mér fannst eiginlega óþarfi að setja inn en það var þegar eiginkona Helga lést og hann var grátandi og ásakandi sjálfan sig um að hann hafi ekki sinnt henni nógu vel. Það var allavegna mjög sorglegt.
Eftir bíóið fór ég á kaffihús eða kaffihús skyldi kalla, Enrico´s á laugarveginum. Það var bara mjög kósí og þægilegt og leist mér mjög vel á sófana sem þar voru. Mér finnst að oftar mættu vera sófar eða mjög þægilegir stólar á kaffihúsum í staðinn fyrir þessa eilífu eldhússtóla sem virðast vera mjög vinsælir. Maður á nú að hafa það aðeins þægilegt þó maður sé ekki heima hjá sér.
Í morgun vaknaði ég svo klukkan hálf átta, skellti mér í sund og synti mínar 50 ferðir í vesturbæjarlauginni.
Svo er ég núna upp á Þjóðó að læra.

|

þriðjudagur, október 28, 2003

Survivor


Eins og fyrri mánudaga sit ég föst yfir sörvivor. Hjá drake hópnum virðist allt vera á niðurleið, sérstaklega þegar Rupert kom með þá uppástungu að taka niður skýlið og setja gólf í það. Sumir (þ.e. Shawn vildi greinilega ekki ómaka sig við það og fá frekar fleiri krabbabit um allann skrokkinn. Verðlaunakeppnina unnu þau og fengu að launum grill, krydd, humar og kjötsneiðar og slógu upp heljarinnar veislu en í friðhelgiskeppninni töpuðu þau og held ég að sumir (Þ.e. Shawn) hefðu getað betur meira að segja Crista sem er frekar smá og grönn gat haldið út lengur en Shawn. Friðhelgiskeppnin snérist út á að halda á spýtum með sandpokum á endunum og sá sem stóð lengst vann (eða hópurinn) Morgan vann en hefði ekki komist langt án hjálpar Savage. Drake varð að fara og reka einhvern. Jon (ofvirki apakötturinn) og Trish (ég held ég hafi aldrei tekið eftir henni áður) vildu fá sem flesta í lið með sér til að reka Rupert, þau hugsa greinilega ekkert fram í tímann því þau yrðu algjörlega matarlaus án hans hann sér um alla veiðina. Þegar þau reyndu að fá Söndru í lið með sér leist henni ekki á það og fékk afganginn af hópnum með sér til að reka Trish og hún var rekin. Ég hefði nú frekar rekið Jon eða Shawn, þau plana að reka fólk af of miklum ákafa og heift og reka því ekki þær manneskjur sem mikilvægast er að losna við. Ég bíð spennt eftir næsta þætti.
Ég sá líka á rúv þátt um anorexiu-bulimiu sjúkling sem var 33 kg. Stundum var ég að skipta um stöð sérstaklega þegar hún var á naríunum og leit út eins og lifandi beinagrind. Í enda þáttarins komst hún á sérstaka stofnun fyrir sjúklinga af þessu tagi sem virðist vera allt of lítið af miða við hvað þessi sjúkdómur er orðinn útbreiddur.
Svo kenndi ég mömmu að senda sms því hún var að eignast sinn fyrsta gsm síma. Það gékk nú bara ágætlega hjá henni.

|

mánudagur, október 27, 2003

Helgin


Helgin fór mest í lærdóm hjá mér en á laugardagskvöldið skrapp ég og kærastinn í mat til mafíunnar (þ.e.a.s. fjölskyldunnar minnar) og fengum kjúkling. Seinna um kvöldið var okkur svo boðið á opnum Kaffi Klamidýu (hmmm Reykjavik meina ég) en það var verið að opna staðinn eftir miklar breytingar. Staðurinn er orðin svolítið flottur núna hann er á tveim hæðum þar eru veislusalir, ísherbergi (barinn, borð og stólar eru úr ís, gangi þeim vel að borga rafmagnsreikninginn) svo er háaloft þar sem er lítill salur og kjallari þar sem er koníaksstofa. Það voru allir mjög fínir þarna og við pössuðum ekki beint þar inn. Næst létum við manneskjuna sem bauð okkur draga okkur út um allann bæ, hún var sko ekkert að fíla staðina sem okkur fannst skemmtilegir eins og 11 og celtic (sirkus var líka ágætur en ég fíla 11 betur).
Þegar þessi manneskja var orðin mjög drukkin skelltum við henni í leigubíl, stundum af feiginleik og löbbuðum heim svolítið þreytt og frekar pirruð.
Í gær svaf ég allt of lengi eða til 12. Svo slappaði ég bara af og las Elsku Poona. Um 3 leytið fórum við svo upp í þjóðó til að hitta hann Halla og koma einhverju skikki á verkefnið okkar sem ég er að fara halda áfram með á eftir. Um kvöldið kíktum við svo í heimsókn og horfðum á myndina Mighty wind sem var mjög fyndin.
Í dag er ekkert annað á dagskránni en að læra, læra, læra og horfa á sörvivor.

|

laugardagur, október 25, 2003

Vísindaferð


Eins og ég hef sagt áður var vísindaferð í upplýsingu félag bókasafns og upplýsingafræðinga í gær. Fengu allir gefins tímaritið bókasafnið. Það var haldinn stuttur fyrirlestur fyrir okkur og á eftir var boðið upp á "léttar" veitingar þ.e. rauðvín, hvítvín, bjór, gos, snakk og osta. Eftir fjögur rauðvínsglös var ég orðin svolítið full en eins og þið vitið þá er ekkert eins gaman og að drekka ókeypis vín. Eftir vísindaferðina fórum við svo á cafe Paris og héldum áfram að drekka, ég fékk mér líka samloku. Um átta leytið fór svo ég, Óli, Eygló , Halli og Danni heim til Hildar og Evu (sem eru vinkonur Eyglóar) og horfðum á Idol. Eftir það fórum við heim til Eyglóar og Óla og spiluðum party og co. og ég og Óli vorum saman í liði möluðum Halla og Eygló. Um hálf eitt leytið fór ég svo heim að sofa.
Í dag er ég að fara byrja á hópverkefni sem ég er að gera ásamt tveimur öðrum um skjalasafn Seðlabankans.
Í kvöld fer ég svo í mat til mafíunnar.

|

föstudagur, október 24, 2003

Flöskudagur


Í dag fer ég í vísindaferð og hlakka mikið til, það er nú svolítið langt síðan ég fór síðast í vísindaferð. Eftir vísindaferðina fer ég að fá mér að borða og svo verður kannski kíkt á einhvern pöbb. Um helgina á svo að byrja á næsta verkefni sem er úttekt á skjalasafni Seðlabankans.
Annars var ég a klára 1984 og ætla ég kannski að kíkja á leikritið í næstu viku. Næsta bók sem verður strætóbókin mín heitir elsku Poona og er ég aðeins byrjuð á henni.

|

fimmtudagur, október 23, 2003

Gagnageymslan


Á þriðjudaginn fór ég ásamt nemum í skjalastjórnun í kynningarferð í gagnageymsluna sem er staðsett á Smiðshöfða. Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð, það er nottla alltaf gaman að fara í svona ferðir og brjóta aðeins upp kennsluna. Það fyndnasta við þtta fyrirtæki er að það er eiginlega bara einn kall að vinna þar (reyndar er hann með aðstoðarmann/bílstjóra) í þessu stóra fyrirtæki. Eftir fyrirlestur um fyrirtækið fengum við svo snittubrauð með pesto, vínarbrauð og trópí.
Á föstudaginn er ég svo að fara í vísindaferð í upplýsingu félag bókasafns og upplýsinganema. Ég er nú byrjuð að hlakka svolítið til, það er alltaf gaman að fara í vísindaferðir, líklega er svo fyllerí á eftir.

|

miðvikudagur, október 22, 2003

Survivor


Jæja þá er komið að því að kryfja síðasta sörvivor þátt aðeins til mergjar. Eins og ég sagði síðast þá ákváðu Drake að tapa viljandi til að reka einhvern greyið kall út og með því voru þeir heldur betur að grafa sína eigin gröf. Rupert var sendur yfir til Morgan hópsins og kenndi þeim að veiða og færði skýlið þeirra svo það færi nú ekki alveg á flot í næsta flóði. Á meðan var allt í háalofti hjá Drake allir grunuðu Rupert um að kjafta of miklu í Morgan (kjafta hverju það er nú ekki eins og þau búa yfir einhverjum rosalegum leyndarmálum. Með hjálp Rupert vann svo Morgan verðlaunakeppnina og fengu ferðasturtu, sápur og fleira. Rupert ákvað að fara strax "heim"
Í friðhelgiskeppninni vann svo Morgan aftur og Michelle var rekin út.
Alltaf bíð ég og vona að Jon verði rekinn næst en það virðist ekki ætla að koma að því.
Næstu þættir verða mjög spennandi. Sérstaklega þar sem það fer að koma að sameiningu hópanna og fólk þarf að fara að keppa við hvort annað en ekki við annað lið.
Þó að ég vil helst af öllu að Rupert vinni þá er ég hrædd um að ekki verði að því, hann er mjög sterkur og fólk á eftir að losa sig við hann einhvern tímann eftir að hóparnir sameinast.

|

mánudagur, október 20, 2003

Skorarfundur


Ég fór á skorarfund áðan sem felst aðallega í því að sitja og hlusta á kennara og doktor í bókasafnsfræði.
Svo fór ég með Óla Gneista upp á 3 hæð í Odda og hann kenndi mér slatta á frontpage og lagaði háskólasíðuna mína. Takk Óli
En nú ætla ég að fara að drífa mig í vinnuna.

|
Kill Bill


Ég fór á Kill Bill í gær og var hún mjög góð, miklu betri en ég hafði ímyndað mér. Þó að myndin væri í 2 hlutum var maður ekkert skilin eftir í lausu lofti. Meira að segja Uma Thurman var góð þó að hún sé ekki beint í uppáhaldi hjá mér og Lucy Liu sem fer alltaf mjög mikið í pirrurnar á mér var alveg ágæt.
Myndin var mjög blóðug og var mjög fyndið hvað það átti að blæða geðveikt mikið í hvert sinn sem einhver var stunginn.
Svo bíð ég bara spennt eftir framhaldinu sem kemur eftir áramót. Ég held að maður þurfi að taka upprifjun fyrir það.

Annars kláraði ég ritgerðina sem ég var að gera og ég þarf bara að prenta hana út og skila.
Í kvöld er það svo sörvivor sem ég bíð spennt eftir.

|

laugardagur, október 18, 2003

The Kills


Ég fór á airwaves í gær eða við byrjuðum að fara á Kaffibrennsluna til að fá okkur að borða og þurftum að bíða 40 mínútur eftir matnum, ég var orðin frekar svöng og fúl.
Við fórum á Nasa svona um níu leytið og fengum mjög gott sæti í horninu hægra megin við sviðið.
Kimono byrjuðu að spila mér fannst þeir ágætir væri samt til í að heyra einhver lög af plötum það er ekki beint hægt að dæma hljómsveitir sem maður heyrir fyrst í live. Svo kom Výnill og þeir voru mjög góðir söngvarinn greinilega mjög vinsæll hjá fjölmiðlafólkinu sem var krökt af. Singapore sling voru mjög góðir eins og venjulega. The Kills byrjuðu að spila klukkan tólf og það var mjög flott að sjá þau bara tvö upp á sviði, mér fannst reyndar síðasta lagið sem þau spiluðu ekkert sérstakt en öll hin voru mjög góð.
Quarashi komu næstir, þá ákvað ég að setjast, ég var búin að vera í mosh pit allann tímann sem að The Kills voru og allann tímann sem að Singapore sling voru. Þá var ég alveg búin í löppunum. Quarashi voru ágætir en ég er engin sérstakur quarashi aðdáandi. Dáðadrengir voru síðastir en ég er ekkert að fíla þá.
Svo var ég orðin svöng aftur svo að ég fékk mér pulsu á bæjarins og síðan fórum við heim að sofa.
í dag á að læra og kannsi að horfa bara á video í kvöld.

|

föstudagur, október 17, 2003

Airwaves


Ég er að fara á Nasa í kvöld á tónleika með The kills, Singapore sling, Quarashi, Výnil, Kimono og dáðadrengjum og er strax byrjað að hlakka til.
Ég saumaði mér bol um daginn fyrir kvöldið og svo bjó ég mér til nýtt naglalakk þ.e. ég tók eitt ljós, ljós bleikt naglalakk og setti rautt naglalakk út í svo hrærði ég það saman og nú er það skær bleikt (nei kannski alveg skær)
Ég fer líka út að borða áður en tónleikarnir byrja það er samt ekki búið að ákveða hvert.

Á morgun verður svo lært og farið á fund og kannski í sund líka (hey þetta rímar)

|

fimmtudagur, október 16, 2003

1984


Eg er núna að lesa bókin 1984 eftir George Orwell og er komin inn í svona miðja bók. Bókin sem var skrifuð 1949 fjallar um hluti sem eiga að gerast í "framtíðinni" eða 1984.
Tilfinningar eru bannaðar og öll listaverk eru bönnuð nema bækur sem eru endurskrifaðar svo að þaö komi ekki fram neinar tilfinningar í þeim eða að þær valdi ekki neinum tilfinningum. Bókin fjallar um mikla kúgun sem fólk þarf að búa við. Það kannast líklega allir við hugtakið "stóri bróðir" (big brother) sem er að fylgjast með þér en önnur hugtök koma fyrir eins og hugsunarlögregla (fólk verður alltaf að vera á varðbergi og bræðralag.
Bókin er mjög myrk en einnig mjög spennandi. Ég held að fyrirmynd bókarinnar sé nasismi en hann er einmit tákn um kúgun og heilaþvott.
1984 er strætóbókin mín eða ég les hana alltaf þegar ég er í strætó. Svo er ég líka að lesa aðra bók eða teiknimyndasögu eftir Garth Ennis höfund Preacher sem heitir true faith og fjallar um mann sem ætlar að drepa guð.
Ég verð reyndar að fara að hætta að bæta við bókum því ég er líka að lesa: Elsku Poona, brave new world, sandman og nottla skólabækurnar.

Það var annars mikil hamingja í vinnunni í gær þegar ég sá að það var búið að kaupa nýja ljósaperu án þess að mamma þyrfti að fara á stúfana.
Einu sinni var bróðir minn að vinna í svartri vinnu á bílaverkstæði og kallarnir neituðu svo að borga honum laun svo hann fékk mömmu með sér og þá fékk hann sko borgað, hún er mjög þrjósk og viljasterk. Kannski ég hef þrjóskuna frá henni.

|

miðvikudagur, október 15, 2003

Survivor


Áfram held ég með umfjöllun mína um survivor.
Núna eru Drake liðar aðeins byrjaðir að skjóta sig í fótinn með því að tapa viljandi í keppni til að geta rekið einhvern úr hópnum. Sjóræninginn vildi það ekki en gerði það svona til að þóknast hópnum. Annars unnu þau verðlaunakeppnina og fengu að launum saumavél, efni og saumadót og þau fengu síðasta partinn af fjarsjóðinum og þegar þau fundu hann voru þau öll svo vanþakklát að þau áttu hann eigilega ekki skilið. Kallarnir í Drake hópnum eru alltaf eitthvað rosa macho eða þeir halda það allavegna og eru alltaf að gera grín af Rupert fyrir að vera í pilsi og svo kann hann líka að sauma það þótti þeim nú fyndið, hva er eiginlega að karlamnni sem kann að sauma? Það er bara ágætt að þeir geti reddað sér.
Ég skil ekki enn af hverju þessi Burton var rekinn burt kannski stóð hann sig ekki nógu vel í keppnum eða hann fór bara virkilega í taugarnar á fólki. Það fyndn við þetta er að ég hef eiginlega aldrei tekið eftir þessum manni Burton og svo er önnur kona í hópnum sem ég efast að nokkur taki eftir og hún heitir Michelle en henni verður fljótlega hent þegar syrta fer í álinn.
Í friðhelgiskeppninni "vann" semsagt Morgan og fékk líka aukaverðlaun það að velja einhvern úr Drake til að vera hjá sér í 3 daga og ég sá sýnishorn úr næsta þætti þar sem hann var að kenna þeim að veiða og á þetta eftir að koma Morgan eitthvað flot.
Ef Drake tapar í næstu friðhelgiskeppni þá ætla ég að vona að þessi Jon verði rekinn burt hann er alveg óþolandi hann er eins og apaköttur á spítti og heldur að hann sé "the king" ég hélt að þau myndu reka hann í burtu. Jæja það á samt eftir að koma að því.

|

þriðjudagur, október 14, 2003

Hversu nauðsynlegar eru ljósaperur


Ég vinn með skólanum við það að skúra fyrirtæki í Hafnarfirði. Núna er ég búin að grátbiðja yfirmann minn að redda ljósaperu í eina af kompunum sem notaðar eru fyrir moppur og fleira en hvern einasta dag dynja vonbrigðin yfir mig, engin ljósapera.

Þetta kemur sér mjög ílla þar sem ég sé ekki vel og veit yfirmaður minn að ég er bara með 30% sjón samt er ekkert gert.

Í kvöld verður vonandi breyting því að mamma mín er að fara í saumaklúbb með þessari manneskju (sem by the way er náskyld mér) og ætlar þar aðeins að tala yfir hausamótunum á henni.

Mamma er best

|

laugardagur, október 11, 2003

Edduverðlaunin


Ég las um Edduverðlaunin áðan í mogganum ég gat ekki hugsað mér að horfa á þann viðbjóð einu sinni enn. Ekkert nema einhverjir tilgerðarlegir kjánar sem búa til tilgerðarlegar bíómyndir og sjónvarpsþætti.
Jón Ársæll vann fyrir sjálfstætt fólk, hvað er fólk eiginlega að hugsa þetta er alveg hræðilegur þáttur og hann er sjálfur svo leiðinlegur, það er eitthvað svo mikill rembingur í honum sem er reyndar með flesta þáttargerðamenn á stöð tvö t.d. Þorsteinn J, Sigmundur Ernir (sem er komin með sína vondu þætti inn á skjá einn og Árni Snævarr. Þegar maður horfið á muninn á þáttargerðamönnum á rúv og stöð 2 þá eru þeir á rúv svo natural á meðan þeir á stöð 2 eru alltaf að rembast við að vera gáfulegir, í staðinn fyrir að vera bara þeir sjálfir.
Persónulega finnst mér að Popppunktur ætta að vinna enda snilldarþáttur.

|
Kvikmyndaklúbburinn hringtorg


Rétt skal vera rétt, kvikmyndaklúbburinn er ekki Gneistans heldur hringtorgsins hvað sem það þýðir.
Ég átti skemmtilega kvöldstund yfir tveimur Marx bræðra myndum Monkey buisness og Duck soup og ég hafði rétt fyrir mér ég var eina stelpan.
Annars var algjör klaufadagur í gær ég var að lita á mér hárið og missti flöskuna í gólfið, háralitur og glerbrot úr um allt, ég fékk glerbrot í hárið og ég held undir eina nöglina er frekar aum í puttanum. Af hverju eru glerflöskur utan um svona ég skil það ekki. Náði ekki að nota allan litnn og er því með svart hár og brúnt á hnakkanum.

Það verður líka video kvöld í kvöld og þá verður horft á School of rock með Jack Black.

En núna ætla ég að fara að læra.

|

föstudagur, október 10, 2003

Kvikmyndaklúbbur Gneistans


Í kvöld verður fyrsta sýningarkvöld hjá kvikmyndaklúbbi Gneistans og er þemað Marx bræðurnir. Það verða þrjár myndir sýndar t.d. Monkey buisness og eitthvað fleira og verður þetta í fyrsta skipti sem ég sé mynd með þeim.
Ekki býst ég við því að það verði margir kvenmenn þarna en ég vona samt ég sé ekki eina konan.
Ætli maður horfi svo ekki á Idol og reyni að fara snemma að sofa ég þarf nefnilega að klára ritgerð yfirhelgina.

|

miðvikudagur, október 08, 2003

King shit of fuck mountain


Undanfarið hef ég verið að horfa á þátt sem heitir Mr. Show og er það þáttur sem er reyndar búið að taka af dagskrá núna en þátturinn var á hbo.
Þátturinn samanstendur af tveimur grínistum þeim Bob Odenkirk og David Cross og er sketsakomedía mjög fyndin sketsakomedía.
Ég vil bara mæla með þessum þáttum við alla.

Einnig vil ég mæla með þáttum sem heita The league of gentilmen sem eru breskir gamanþættir (reyndar svolítið vibbalegir líka) en mér barst til eyrna að stöð 3 ætlaði að fara að sýna þá þætti. Góð ástæða til að fá sér stöð 3.
Það eru linkar á báða þessa þætti hérna til hliðar.

|

þriðjudagur, október 07, 2003

Survivor


Á hverjum mándagskvöldi fylgist ég spennt með survivor þáttunum og virðist Drake liðið (það lið sem ég held með) ætla rúlla hinu upp. Mér finnst þessir i Morgan liðinu eiginlega gefast upp of snemma í keppnunum sem þau fara í sérstaklega í gær í friðhelgiskeppninni. Það virðast allir í Morgan vera svona hálfgerðir letingjar og eru alltaf kvartandi t.d. út af þau hafa svo léleg fleti og lýs og krabbar eru stöðugt að angra þau á næturnar, af hverju reyna þau ekki að búa til betra fleti úr laufum. Eða búa til betra skýli.
Í Drake hópnum gengur allt vel nema að þessi Jon þarna með ljósu krullurnar er mikið að fara í pirrurnar á öllum og veðja ég að ef þau tapa ekki í næstu friðhelgiskeppni og kjósi hann út þá, þá eigi þau eftir að tapa viljandi bara til að losna við hann. Hann er líka alveg óþolandi prick sem lifir í einhverri sjálfsblekkingu um að hann sé geðveikt fyndinn og að hann sé á góðri leið og gæti þess vegna unnið.
Vil skulum nú bara bíða og sjá.

|
Singapore sling


Ég gleymdi að segja frá Singapore sling tónleikum sem ég fór á föstudaginn. Við byrjuðum kvöldið á að kíkja á oktober fest þýskunema í háskólanum sem var mjög skemmtilegt, ég meina hver segir nei við ódýrum bjór. Svo var farið heim að horfa´á Idol á Akureyri, voðalega voru þessir Akureyringar (og reyndar fólk sem kom annarsstaðar frá eins og frá Egilsstöðum) viðkvæmt það skældi og skældi ef það komst ekki inn. Bubbi fer ennþá jafn mikið í pirrurnar á mér það mætti kannski segja að ég elska að hata hann.
Svo um hálftólf var skottast niður á Grand rokk þar sem við þurftum reyndar að bíðá í einn og hálfan tíma eftir að hljómsveitin byrjaði. Ég verð að segja að Grandrokk er skrítinn staður. Á neðri hæðinni eru rónar fastaviðskiptavinir en uppi er mjög góður tónleikasalur og þangað sækir aðallega svona artí fartí lið.
Tonleikarnir byrjuðu um eittleytið en áður var einhver hræðilegur trúbador að spila. Singapore sling voru rosalega góðir og held ég að þetta séu bestu tónleikar sem ég hef farið á með þeim samt hafa hinir tónleikarnir sem ég hef farið á verið mjög góðir líka.

|

mánudagur, október 06, 2003

Hressó


Eftir að hafa verið alveg svakalega dugleg á þjóðarbókhlöðunni í gær þá fór ég á hressó og hitti fólk. Ég hef talað um það áður hvað ég var ósátt við breytingar Völu Matt á húsinu en nú er búið að breyta því aftur og er það líkara upprunalega kaffihúsinu en það eru komin önnur og nýtýskuleg húsgögn sem líkjast gömlu húsgögnunum mikið. Ég fékk mér kaffi og mér var kennt að spila Bachamon en á hressó er hægt að spila bachamon, á spil og tefla sem er mjög sneddi .
Ég held bara að ég sé komin með nýtt uppáhalds kaffihús.

|
Baby faced assassin


Það hafa örugglega einhverjir spáð í nýja nafninu á blogginu en vinur kærastans míns kallaði mig þetta einu sinni eftir að ég hitti hann á kaffihúsi og skaut víst allt í kaf sem hann sagði.
"Kæfa í sauðagæru

Ég hitti kæfu vinar míns í fyrsta skipti um daginn. Ég var plataður á þennan fund og hafði satt að segja varla hugmynd um að hún yrði þarna, en allt gott um það. Hún var þó nokkuð hlédræg fyrst, eins og við mátti búast, og var ég byrjaður að sjá fyrir mér „coy maiden“ stereótýpuna. Boy was I mistaken! Um leið og ég opnaði munninn skaut hún alveg rosalega á mig og gersamlega í kaf! Svona gekk þetta allt kvöldið og ég náði ekki að klára eina einustu setningu - og samt var ég gersamlega stútfullur af góðum sögum!!! Ég veit ekki hver reiddi hana svona upp, ég mætti seinna en allir aðrir - e.t.v. var búið að djöflast í henni áður, but she was paying it forward, are you?"

Pays it forward
Fyrir þá sem vita ekki hver Baby faced assassin er þá er það boxari sem var mjög unglegur semsagt algjört baby face en rotaði alla sem hann keppti við.

|

sunnudagur, október 05, 2003

Matarboð


Ég og kærastinn minn héldum matarboð í gær fyrir tvo vini okkar þau Eygló og Óla . Við elduðum lasagna sem tókst bara mjög vel og höfðum hvítlauksbrauð og rauðvín með. Ég og Eygló vorum einar um að drekka rauðvínið svo að ég var farin að finna svolítð vel á mér. Eftir matinn settumst við öll upp í rúm sem gegnir einnig hlutverki sófa og horfðum á popppunkt sem var mjög skemmtilegur vínyll malaði dúkkulísurnar mélinu smærra.
Eftir það þá horfðum við á Sweet and lowdown sem er algjör snilld en ég sofnaði yfir henni enda búin að drekka helling af rauðvíni og labba Smáralindina þvera og endilanga um daginn að leita mér að tösku sem ég fann og er mjög flott.
Í síðustu viku fórum ég og tveir strákar í viðtal til yfirmanns safnadeildar Seðalabankans og ég var næstum því sofnuð þá líka strákarnir sem voru með mér voru að bíða eftir að ég myndi sofna.
Í kvöld á líklega að kíkja í bíó á seabiscuit.

|
Lífsaugað


Ég var um daginn í heimsókn hjá sumum og áður en ég vissi af þá var búið að kveikja á sjónvarpinu og stilla á stöð 2. Þar var verið að sýna einhvern miðlaþátt með Þórhalli miðli leiðinlegasta manni sem ég veit um annars leiðast mér allir miðlar og spákonur frekar mikið.
Í salnum hjá miðlinum var búið að stafla helling af konum sem horfðu stíft á miðilinn með mikilli aðdáun og tístu svo á svona 2 mínútu fresti, af hverju veit ég ekki.
Miðilinn fór í trans og spurði út í loftið þekkir einhver hérna einhvern sem kallaður Nonni. Einhver sagði já eins og við var að búast þar sem Jón er algengasta karlmannsnafn á Íslandi og þeir sem heita Jón eru í flestum tilvikum kallaðir Nonni. Næst sagði miðillinn hann er mjög þrjóskur, eru ekki allir Íslendingar þrjóskir þetta hefði getað átt við hvern sem er. Mér leiddist mjög mikið yfir þessum þætti sérstaklega þegar einhver spákona að nafni Bíbí var að spá fyrir einhverjum manni. Hún spurði þú stundar miklar íþróttir er það ekki, það var ekki annað að sjá utan á manninum að hann stundaði miklar íþróttir, hann var frekar stæltur og vöðvaður.
Ótrúlegt en satt þá trúði ég lengi á þetta kjaftæði en nú trúi ég minna á þetta drasl með hverjum deginum sem líður.
Svo þegar ég var að lesa eitthvað blað á föstudaginn var mér allri lokið, Gaui litli var að segja frá því að hann væri skyggn og hann gæti rekið ílla anda út úr húsum.
Jáhá einmit einn enn miðilinn það er ákúrat það sem þetta þjóðfélag þarf á að halda!

|

föstudagur, október 03, 2003

Herra Cooper og Dr. MacDougal


Ég er mikill aðdáandi þáttanna Sex and the city og á fimmtudögum sit ég spennt fyrir framan sjónvarpið og bíð eftir þættinum. Sjónvarpið hefur verið að sýna einn gamlan þátt og einn nýan og þegar ég horfi á gömlu þættina þá kemur mikið við sögu maður sem heitir Trey MacDougal og er hann eiginmaður Charlotte York. Hann er leikin af Kyle MacLachlan sem margir ættu að kannast við úr Twin peaks.
Í Twin peaks lék hann rannsóknarlögreglumanninn Dale Cooper og er hann einn af mínum uppáhalds karakterum. Hann er mjög klár, skemmtilegur og sexý og ég hef verið að spá í hvernig það sé að leika mann eins og Dale Cooper og leika svo seinna mann eins og Trey MacDougal sem er mjög myndó en samt getulaus mömmustrákur sem er ný búinn að komast undan pilsfaldinum hjá mömmu gömlu og vill helst lifa hálfgerðu piparsveina lífi þó hann sé giftur. Ætli Kyle MacLachlan þyki jafn gaman að leika hann og Dale Cooper eða hvort það megi líkja þeim við Dr. Jekyll og Mr. Hyde, Hr. Cooper og Dr. MacDougal. Annar er hetja en hinn er hálfgerður aumingi!