Þar sem ég hlusta oft á útvarpið t.d. í strætó og þegar ég er að vinna kemst ég ekki hjá því að heyra auglýsingar á þeirri útvarpsstöð sem ég er að hlusta á það skiptið. Það eru aðallega 3 útvarpsstöðvar sem ég hlusta á og þær eru: Skonrokk, x-ið þegar íþróttaþátturinn á skonrokk og þegar ég er að vinna (skonrokk næst ílla í vinnunni) ílla heyrist í skonrokk og rás tvö. Auglýsingarnar á x-inu eru sérstaklega sársaukafullar. Þar sem mér finnst flest allir starfsmenn stöðvarinnar óþolandi. Þegar ég held að þeir hafi náð hámarki sínu í lélegri auglýsingagerð slá þeir sitt eigið með og koma bmeð ennþá leiðinlegri auglýsingu. Ég hugsa oft þegar ég er alveg búin að fá nóg jæja þeir hætta að spila þessa auglýsingu á morgun og þegar ég hlusta næsta dag þá er komin enn leiðinlegri auglýsing.
Reyndar langar mig mjög mikið til að fá mér svona mp3 spilara sem ég get verið með mína tónlist í og sloppið við allar auglýsingar.
Annars er ég núna að hlusta á æðislega hljómsveit sem heitir Eagles of death metal þeir spila ekki death metal heldur sataníst bluegrass rokk með stripptakti eins og trommarinn segir sem er einnig söngvarinn í hljómsveitinni Queens of the stone age. Þessi plata kemur út í febrúar og bíð ég spennt eftir að panta hana á amazon (ég styð ekki íslenskt)
Ég býst við að þetta verði ein af síðustu færslum mínum í bili þar sem jólaprófin í háskólanum eru að fara byrja eða upplestrarfríið réttara sagt. Á morgun er ég að fara með skólanum í borgarskjalasafnið (ekki vísindaferð enda förum við klukkan tíu um morguninn) og á eftir ferðinni förum við (fólkið úr stjórn katalogosar) að kaupa inn fyrir jólaboðið sem er á föstudaginn. Það verður boðið upp á bjór, léttvín, snakk, smákökur, konfekt og osta. Svo verður kannski eitthvað farið að skralla á eftir.
fimmtudagur, nóvember 27, 2003
mánudagur, nóvember 24, 2003
Ég trúi þessu ekki þau ráku Rupert. Kannski var kominn tími til að losna við hann ég er samt hrædd um að svona skíthæll eins og Jon eigi eftir að vinna. Burton fékk friðhelgi og fékk hann fólk í lið með sér til að kjósa út Rupert t.d. Jon. Í staðinn fyrir að reyna reka Jon út ákvað fólk að reka Dörruh út sem hafði gert engum mein. Þetta eru nú meiri fábjánarnir.
Á föstudaginn ákvað ég að skjótast aðeins í kringluna því að mig vantaði buxur. Þegar ég var að bíða eftir strætó lenti ég í einhverri fyllibyttu sem var byrjaðar að drekka fyrir kl. 4 nota bene og var hann alveg ólmur í að tala við mig. Þar sem það er ekkert sem fer jafn mikið í pirrurnar á mér og fyllibyttur(eða bara alkar) labbaði ég í burtu og þær eða hann elti.
Fyllibyttan: Hvað er að þér viltu ekki tala við mig.
Ég: Ég hef engann áhuga á að tala við þig.
Fyllibyttan: (alveg hundfúll) ég hef engann áhuga á þér heldur.
Ég: láttu mig þá í friði.
Þegar ég komst svo upp í strætó passaði ég mig að fara á eftir fyllibyttunni svo að hann færi ekki að setjast hjá mér. Hann var ekki sá eini sem var fullur heldur voru þeir svona 3 eða 4 og var loftið í strætó blandað súrri áfengislykt. Mér var farið að líða frekar ílla þegar kona ein kom inn í strætó nýúðuð ilmvatni og þetta er dæmi um að maður eigi að vera þakklát fyrir litla hluti. Reyndar var lyktin farina að súrna aftur þarna inni en þá fylltist strætó af tyggjó japlandi og vel lyktandi unglings píum svo að það bjargaði málinu í einhvern tíma.
Annars keypti ég mér gallabuxur og fór svo að vinna.
Um kvöldið lá ég bara heima undir sæng og slappaði af. Ég horfði á nightmare before Christmas sem er snilldar mynd eftir Tim Burton og 3 þætti úr 10 friends seríunni.
Á laugardeginum var ég að gera hópverkefni og um kvöldið var haldið í heimahús pöntuð pizza og horft á The league of gentilmen. Seinna um kvöldið var farið heim og horft á ghostworld. Ég held mjög mikið upp á ghost world enda held ég að allir sem hafi ekki beint fallið inn í hópinn á unglingsárunum finni sig í þessari mynd.
Á sunnudeginum var svo haldið áfram með hópverkefnið en annars var því bara tekið rólega.
Í dag er ég eitthvað slöpp svo ég fer ekki í vinnuna en ég horfi nú samt á survivor í kvöld. Svo ætla ég að reyna að klára lesa bókina The reference interview as a creative art sem er alveg rosa skemmtileg. ;-)
fimmtudagur, nóvember 20, 2003
Ég er búin að vera svolítið upptekin undanfarið þess vegna hef ég ekkert bloggað. Það er allt á fullu í skólanum.
Á mánudaginn horfði ég að sjálfsögðu á sörvivor og var þátturinn mjög tíðindalaus fyrir utan allt baknagið og alla hnífana sem sumir fá í bakið. Sem betur fer vann Rupert friðhelgi annars hefði hann verið rekinn út. Ég held að hann þurfi að vera svo lítið duglegur við að vinna friðhelgiskeppnirnar.
Í gær fór ég í bíó, skrapp aðeins á american style fyrst og fékk mér barbique borgara. Svo var farið í háskólabíó og horft á matrix. Ekki vissi ég að sambíó ættu háskólabíó. Það lýtur allavegna ekki út fyrir það þar sem að háskólabíó er lélegasta bíóið í Reykjavík eftir að Stjörnubíó hætti. Reyndar fórum við bara í háskólabíó þar sem sýningin þar byrjaði kl. 9.
Í dag er svo tiltektar og þvottadagur hjá og svo er nottla sex and the city.
mánudagur, nóvember 17, 2003
Ég sit og læt mér leiðast í tíma í upplýsingamiðlun. Það er verið að fjalla um siðfræði hjá bókasöfnum og bókasafnsfræðingum. Ég vildi að ég hefði keypt mér kaffibolla fyrir tímann. Geisp.
Í þessu fagi er ég að rembast við að finna rannsóknargrein sem ég á svo að fjalla um í einhverjum hóp svo að ég verð að því í dag.
Í gær var ég líka að vesenast í þessu. Svo kom ég við í búðinni og keypti í matinn og eldaði torteloni með beikoni og hnetum og heppnaðist það mjög vel. Ég get skellt uppskrift af réttinum á síðuna ef þið hafið áhuga. Um kvöldið horfði ég svo á myndina Twin peaks: Fire walk with me. Myndin var mjög góð enda er David Lynch algjör snilli.
Í kvöld er svo það vanalega að horfa á sörvivor.
laugardagur, nóvember 15, 2003
Hmmmm í framhaldi af stelpukvöldinu ákvað ég að taka eitt sjálfspróf svona til gamans....
You're Samantha! You're all about sex, and the
hotter and wilder the better! You radiate a
palpable aura of confidence and are well-known
for working to get where you want to be, and
you're always there for your friends when they
need you most. However, sometimes it feels like
you're compensating for your own insecurites.
What 'Sex and the City' Character Are you?
brought to you by Quizilla
Í gær fór ég í vísindaferð í Seðlabankann með bókasafns og upplýsingafræðinemum og heppnaðist ferðin miklu betur en ég bjóst við þar sem að yfirmaður safnadeildar sá ekki um þessa kynningu (fjúkkitt) Við skoðuðum mynt safnið (kallinn sem kynnti það fyrir okkur var sérstaklega fyndinn og skemmtilegur) og bókasafnið og svo var boðið upp á veitingar á eftir. Eftir ferðina fór lítill partur af hópnum (sem var alls 22) á svarta kaffi sem hefur nú eitthvað verið lappað upp á síðan ég kom þar síðast (þá var þetta soldið shabbí) og féngu sumir sér súpu í brauði en ég var ekki mjög svöng svo að ég fékk mér pepperoni böku.
Um kvöldið var svo vestrakvöld í kvikmyndaklúbbnum en þar sem mér leiðist vestrar bauð ég Eygló heim og við drukkum cosmopolitan og horfðum á Idol (Krullhrærði Njálustrákurinn var einn af þeim sem komust áfram jei) og sex and the city. Svo kjöftuðum við helling saman þetta var mjög fínt sérstaklega var ég fegin að þurfa ekki að horfa á vestrana.
Í dag ætla ég svo eitthvað að læra og er nú stödd upp á þjóðó.
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Ég horfði á þessa mynd í gær og hélt nú að hún yrði góð þar sem að Paul Thomas Anderson gerði hana (Magnolia er alveg mögnuð mynd eftir hann) og Philip Seymor Hoffman (sem er einn af mínum uppáhaldsleikurum) leikur í henni en ég varð fyrir mjög miklum vonbrigðum. Söguþráðurinn var hálf samhengislaus og sum atriði sem komu fram hefði átt að gera miklu meira úr, leikararnir þá aðallega Philip fékk ekki að njóta sín og var Adam Sandler frekar ótrúverðugur sem maður sem er félagslega lokaður og fær alveg rosaleg reiðiköst. Þannig að forðist Punch drunk love því að þessi mynd er algjört rusl.
Ég var að lesa einn af gestgjöfunum hennar mömmu og þar var grein um prestshjón sem voru að elda lunda. Kallinn tók það fram að vinir hans hefðu reglulega reynt að draga hann með sér á veiðar þar sem þeir plöffuðu svo hausana af einhverjum gæsum en honum fannst það frekar ógeðslegt þannig að hann fór bara einu sinni í þannig veiðiferð. Það sem honum fyndist miklu skemmtilegra er að fara til Vestmannaeyja og veiða lunda en svoleiðis veiðar snúast út á það að ná fuglinum lifandi með háf og snúa fuglinn svo úr hálsliðnum.
Sem sagt það er skárra að snúa fuglinn úr hálsliðnum með eigin höndum og finna þegar lífið er farið úr fuglinum heldur en að skjóta fuglinn í fjarlægt og hirða hræið af honum.
Þvílíkur bjáni.
þriðjudagur, nóvember 11, 2003
Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þáttinn í gær en ég ætla að segja, Drake sökkar big time. Þetta eru allt fávitar upp til hópa. Þeir eru búnir að hafa mörg tækifæri til að losna við mestu ógnina við sig Jon og hefðu þau átt að losa sig við hann áður en hóparnir tveir sameinuðust. Í staðinn fyrir að hætta að hætta að halda með Drake og byrja að halda með Morgan ég er bara hætt að halda með öllum. Þetta eru allt fífl. Ég ætla samt að fylgjast með þessu áfram. Þetta verður meira spennandi með hverjum þættinum sem líður.
mánudagur, nóvember 10, 2003
Helgin var frekar róleg hjá mér þó að ég hafi eitthvað farið út. Á föstudagskvöldið hitti ég Þórnýu vinkonu mína á Ölstofunni við hittumst þar klukkan níu og ég hef aldrei séð ölstofuna svona tóma. Ég var til svona hálf tólf og fór þá heim. Á laugardeginum fór ég í sund í Sundhöll Reykjavíkur eða reyndi það. Það var svo mikið af fólki að ég gafst fljótlega upp og sat í staðinn í heita pottinum. Seinna um daginn píndi ég kærastann minn til að koma í Kringluna með mér sem var ekki skemmtilegt þar sem hann kvartaði allann tímann sem við vorum þar inni. Ég splæsti í nýja skó, ég keypti svona svarta adidas classic sem eru reyndar ökklaskór sem er bara miklu betra. Ég á örugglega eftir að syrgja helmingi meira þegar þeir eru ónýtir. Þeir voru mjög dýrir og verð ég að lifa á súpu og hrökkbrauði út mánuðinn en það er samt þess virði. Um kvöldið var farið út að borða á Galileo, ég var að fara þangað í fyrsta sinn og fannst mér þetta bara mjög fínn staður. Seinna um kvöldið var svo farið og horft á dvd af skjávarpa (mjög þægilegt að hafa myndina svona stóra) Við horfðum á einn þátt af Snl (með Adam Sandler, Chris Farley og fleirum), Mr. show, Alan Partridge og alla 2. af the office. Við löbbuðum svo heim klukkan fimm um morguninn. Í gær vorum við að gera hópverkefni fyrir skólann og um kvöldið fórum við í mat til mafíunnar.
Svo var ég að byrja að lesa nýja bók sem heitir V for Vendetta.
Í kvöld fylgist ég svo spennt með Sörvivor.
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Ég hef ákveðið að rífa mig aðeins upp úr sorginni vegna skónna minna (öhhhh þurfti að fara í ljótum skóm í skólann í morgun) og tala um sörvivor.
Í þættinum var nýtt fyrirkomulag kynnt til sögunnar þar sem að allir þeir sem reknir höfðu verið út voru settir í 3 liðið. Þetta er kannski samgjarnt fyrir þá sem áttu ekki skilið að vera reknir en mjög ósamgjarnt þegar við hugsum um þá sem áttu alveg skilið að vera reknir. Þetta flækir leikinn líka einum of mikið og voru liðsmenn bæði Drake og Morgan alveg brjál. Þeir sem voru svo reknir út (bæði liðin töpuðu fyrir The outcasts í verðlauna/friðhelgiskeppni og þurftu að reka einhvern burt), þeir fara í The outcasts nýja liðið og í næsta þætti fara einhverjir tveir aftur inn í Drake og Morgan liðin. Þetta gerði það líka að verkum að þátturinn varð of flókinn og langdreginn.
Annars held ég að ég sé að fara missa álitið á Drake. Þau ákvaðu að reka Shawn út í staðinn fyrir Jon. Ef þeir reka Jon ekki út næst þá fer ég að halda með Morgan. Morgan rak svo Osten sem bað um að vera rekinn þar sem hann var alveg búinn á því.
Það verður samt spennandi að fylgjast með næstu þáttum en ætli það séu ekki svona 5 þættir eftir.
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
Ég er búin að vera ganga á ónýtum skóm í nokkra mánuði og svo í dag þegar ég fór úr þeim voru sokkarnir mínir orðnir svartir (þeir voru sko hvitir fyrir). Þetta er nú búnir að vera uppáhaldsskórnir mínir í langann tíma (eða það 1 ár sem ég er búin að eiga þá) og ákvað ég að henda þeim. Ég hefði gert kross yfir skópokanum áður en ég henti þeim í ruslið en ég trúi ekki á guð.
Skór
Rest in pís.
Ps. Ég er of depressed til að koma með sörvivor update núna það kemur á morgun (ég lofa)
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Hobbitar eru til.
Ég fór í bakarí í Hafnarfirði um daginn og í afgreiðslunni var mjög lágvaxinn og mjög krullhærður maður sem ég er alveg 100% viss um að sé hobbiti.
Reyndar vil ég koma því hér á framfæri að hobbitar eru lásí afgreiðslumenn. Ég fékk mér einn napoleonshatt og hann þurfti að hringja eitthvað til að fá að vita verðið. Ég fyrirgaf honum nú samt af því að hann var svo æðislega dúlló.
mánudagur, nóvember 03, 2003
Ég fór á leikritið 1984 hjá stúdentaleikhúsinu í gær og var alveg fullt út að dyrum. Mér fannst mjög gaman að fara sérstaklega þar sem að ég var nýbúin að lesa bókina og hún var mér fersk í minni. Mér finnst líka mjög gaman af svona áhugaleikhúsum, fólk er svo áhugasamt um það sem það er að gera. Leikmyndin var mjög flott og búningarnir líka, mjög einfalt enda allt prjál bannað þar sem það vekur upp tilfinningar. Það var samt ýmislegt sem ég var ekki sátt við t.d. var tónlist óhóflega mikið notuð og lög eins og mai stjarnan og þjóðssönginn (þar sem var reyndar sungið: eitt eilífðar smáblóm sem tilbiður flokk sinn og deyr en ekki guð sinn og deyr) mér fannst alls ekki passa að hafa þessi lög og gerði þetta leikritið svolítið tilgerðarlegt. Reyndar var sum músík í leikritinu ágæt þetta var svona rafmúsik. Leikstjórinn sagði að leikritið væri ekki mjög mikið eftir sögunni en það var nú ekki alveg satt því lítið var farið frá sögunni og þau atriði sem voru aukalega voru alls ekki nógu góð, þeim hefði alveg mátt sleppa. Svo var ég mjög ósátt við endinn en hann var mjög snubbóttur og hefði leikstjórinn algjörlega átt að fylgja bókinni þar því að endirinn í bókinni er svo áhrifamikill og sterkur (vegna þeirra sem hafa ekki lesið bókina þá ætla ég ekkert að fara að nefna það hérna). Leikararnir stóðu sig svo alveg ágætlega allavegna miðað við að þetta eru allt amatörar. En vegna endans er ég ekki alveg sátt við sýninguna.
Svo er nú á dagskránni að horfa á bíómyndina 1984 eða myndina Brazil sem er um það sama en er víst miklu betri. Ég vona nú að þeir fari ekki að sleppa endanum þar.
sunnudagur, nóvember 02, 2003
Helgin byrjaði á Halloween kvöldi hjá kvikmyndaklúbbnum þar sem við horfðum á tvær gory splatter myndir. Evil dead 2 og braindead (eða dead alive) ég var nú næstum búin að gleyma hvað dead alive er æðislega fyndin mynd. Fyrir þá sem ekki vita þá er það Peter Jackson sem leikstýrir henni. Í gær byrjaði dagurinn svo á því að ég fór í kringluna og spreðaði smá pening en keypti mér þó ekki skó eins og ég ætlaði. Djöfull eru skór orðnir dýrir (og bara fatnaður almennt) um eftirmiðdaginn fór ég á Hressó með vinkonu minni og datt Hressó heldur betur af stallinum sem ég var búin að setja staðinn á. Ég pantaði mér böku með skinku og tómötum og fékk einhvern mjög pretencious mat sem var svo lítið af að það var sett helling af einhverju óætu grasi ofan á til að það liti út fyrir að vera meira. Svo kostaði þetta fokking 1100 kall. Um kvoldið fórum við á árshátið hjá Íslandspósti og fengum alveg rosalega góðan mat og vín og svo voru skemmtiatriði. Ólafía Hrönn og Halldóta Geirharðs voru veislustjórar (þær voru miklu skárri en Gísli Marteinn sem var síðast þegar ég fór) svo var einhver Motown sýning, eitt þótti mér þó skrýtið við þessa sýningu að aðeins ein hörundsdökk kona tók þátt í sýningunni og allar hinar voru hvítar og gátu nottla ekkert sungið Motown eins og það á að gera það. Eftir árshátiðina fórum við á Ölstofuna (fengum ekkert sæti), Vegamót og litum aðeins inn á grandrokk en vorum svo orðin þreytt og fórum heim að sofa. Í dag ætlum við ásamt honum Halla að leggja lokahönd á hópverkefnið okkar um skjalasafn Seðlabankans. Í kvöld erum við svo að fara á 1984 og hlakkar ég mikið til.