Þrátt fyrir að ég hafi verið í jólafríi síðan 18 desember ber lítið á því að ég geti slappað af og slæpst. Þar sem foreldrarnir eru ekki á landinu hafa hlutir eins og tiltekt og skreytingar lent algjörlega á mér. Bróðir minn hefur verið upptekinn að vinna í og vodafone 14 tíma vaktir á dag í svona tvær vikur svo að ég er ekkert að biðja hann um að hjálpa mér. Á aðfangadag fórum við til bróðir okkar og borðuðum jólasteikina og opnuðum svo pakka.
Ég fékk margar fallegar gjafir:
Frá mömmu og pabba fékk ég bókina svo fögur bein og bodylotion.
Frá Magnúsi bróðir mínum og Maríu kærustunni hans fékk ég sokka og maskara.
Frá Hallgrími bróður mínum fékk ég bókina Herra alheimur
Og frá jólasveininum fengum við sistkynin risapoka af apollo lakkrís.
Á jóladag fór ég svo til kærastans míns og hélt upp á aðfangadag nr. 2
Frá honum fékk ég snyrtivörur frá Helenu Rubenstein.
Frá foreldrum hans fékk ég armband (með hlekkjum sem er hægt að bæta við)
Við fengum saman konfekt og diskamottur og kokteilabók frá Eygló og Óla (sem ég las á blogginu hans Óla hvað væri)
Og frá jólasveininum fékk ég Desert session Reykvíski jólasveininn fílar greinilega stoner rokk.
Þær gjafir sem ég gaf eru:
Kærastinn: Da Vinci lykilinn.
Hallgrímur bróðir: Diesel rakspíri.
Magnús bróðir: Sími (með mörgum)
María (kærasta Magnúsar): Karfa með ýmsum slökunarvörum úr body shop.
Alexander og Agnes (krakkarnir hans Magnúsar): Dumbó.
Ég segi seinna hvað ég keypti handa foreldrum mínum ég vil ekki að þau lesi það á netinu.
Á annan í jólum fór ég í jólaboð til fjölskyldunnar hennar mömmu og í gær var farið í jólaboð til vina foreldra kærastans míns (fjúff flókið)
Í dag ætla ég eitthvað að reyna að taka til en býst við því að ég fresti því fram á morgun.
Á gamlárskvöld ætlar bróðir minn að elda nautalundir og ég ætla að búa til súkkulaði múss í eftirrétt og á nýárskvöld ætla ég að bjóða upp á hangikjötið sem ég fékk gefins í vinnunni.
Í kvöld ætla ég bara að slappa af og maka einhverskonar maska framan í mig svo ég verði með mjúka og stinna húð á gamlárskvöld
mánudagur, desember 29, 2003
miðvikudagur, desember 24, 2003
Jæja þá er mesti undirbúningurinn búinn fyrir jólin ég sterilhreinsaði íbúðina í gær og þurfti svo að sjálfsögðu að fara vinna (við að þrífa). Ég var orðin frekar þreytt. Í gærkvöldi var svo farið á Ítalíu þar sem ég fékk mér ravioli með kóngasveppum og skrapp ég í mál og menningu og þar var svo troðið að ég komst varla inn til að kaupa það sem konur þurfa helst á að halda (þ.e.a.s. vogue :-)
Í kvöld fer ég svo í mat til bróður míns og svo verður sest við spilamennsku eftir það (sagt er að þeir sem spila á aðfangakvöld fari beint til helvítis, sem er fyndið þar sem ég trúi ekki á helvíti)
Annars óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfuríks árs.
mánudagur, desember 22, 2003
Nú er ég búin að vera downloada gömlum amstrad leikjum niður í tölvuna mína. Í gær setti kærastinn minn fullt af gömlum spilakassaleikjum inn á tölvuna og ég ætlaði að athuga hvort ég fyndi einhvern af þessum gömlu leikjum en svo var nú ekki.
Við fengum okkar amstrad tölvu svona 1985 eitthvað svoleiðis og áttum við helling af leikjum í hana. Það virðist nú engin annar en ég kannast við þessa leiki sem er t.d. Cauldron 2, barbarian 2, fruity frank, trailblazer, punchy, kane, payjamarama, little computer people og sorcery+. Ætli ég verði ekki að bíða eftir að bróðir minn vakni svo ég geti downloadað þessum leikjum.
Ég ætlaði annars að vera rosa dugleg í dag en er ekki búin að koma miklu í verk, ég tók aðeins til áðan, pakkaði inn öllum gjöfunum og á eftir ætla ég að fara að versla. Á morgun verður svo þrifið og skreytt.
miðvikudagur, desember 17, 2003
Jæja ég er mjög hamingjusöm með úrslitin Sandra átti mest skilið að vinna. Mikið er ég fegin að því ég var komin með ógeð á vælinu í Lil. Skítseyðið hann Jon komst ekki einu sinni í 3. sæti og fékk þar af leiðandi enga monninga (yahoooo). Ég hefði nú samt viljað að Rupert hafi unnið hann var alvöru sörvivor.
Ég veit ekki hvort ég mun fylgjast með næstu þáttaröð það fer allt of mikill tími i þetta.
En allavegna jeiiiiiiiiiiiiiiiii.
Er loksins búin í prófunum svo að nú get ég aðeins farið að slappa af. Ég ætlaði nú reyndar að taka til í kvöld en ég er svo þreytt að ég ætla að gera það á morgun. Ég hef ekki farið á netið í 5 daga og er komin með veruleg fráhvarfseinkenni. Á morgun eða föstudaginn kemur lítill naggrís sem verður í pössun hjá mér yfir jólin. Á laugardaginn ætla ég svo að klára innkaupin á eftir að kaupa 3 jólagjafir og svo á maður eftir að senda jólakortin sem eiga að fara innanlands. Ég fékk pakka frá vinnunni (Íslandspósti) og varð að takann upp strax svo að innihaldið yrði ekki orðið grænt á aðfangadag. Ég fékk hangikjöt, Lavaza kaffi (sem er uppáhaldskaffið mitt) og lindsor konfekt.
Eins og ég hef kannski nefnt áður ætla foreldrarnir að eyða jólunum á baðfötum á Kanari svo að ég fer til bróður míns í jólamatinn (eða réttara sagt tengdaforeldra hans) þar ætla ég að sjá um eftirréttinn. Á jóladag og annann í jólum fer ég svo í jólaboð.
Á föstudaginn verður vídeokvöld hjá mér og bróðir mínum, við ætlum að horfa á The league of gentilmen, mr. show og Alan Partridge. Það verður fjör.
Ohhhhhhhh ég get sofið út á morgun jei.
mánudagur, desember 08, 2003
Jæja jæja það er alltaf jafn mikið að frétta úr sörvivor stelpuskjáturnar láta plata og svíkja sig aftur og aftur, hmmm þær ættu nú að vera farnar að læra inn á þetta. Í kvöld var svo Christa rekin út og var maður búin að búast við því nokkuð lengi þar sem manneskjan er ekki mjög vinsæl. Darrah er orðin allt of góð með sjálfa sig eftir að hafa unnið friðhelgi 2 sinnum í röð. Kannski hún fái að fjúka næst. Annars tel ég mig alveg vita hverjir tveir komast í úrslit (það fer eftir því hvort stelpuasnarnir láti plata sig eina ferðina enn) en það eru Jon og Burton því miður.
Annars eins og þið vitið er ég búin að vera á fullu að læra fyrir próf. Ég kíkti aðeins á ungfrú heim á laugardaginn og sá að það er komin önnur kóróna í staðin fyrir sætu penu kórónuna sem var fyrir. Þessi nýja lýtur út eins og hún sé í verðlaun í Herra alheimur ekki ungfrú alheimur, ótrúlega ljót og klunnaleg. Kannski er þetta gert svo hún tolli betur á hausnum á þeim. Okkar fulltrúi komst ekki neitt eins og við var að búast. Ungfrú Írland vann. Ég hélt þó með ungfrú Indlandi, hún hætti í skóla til að geta unnið með fátækum götubörnum er það ekki ekta ungfrú heimur.
Jæja þetta þýðir ekki ég er farin að sofa bæjó.
þriðjudagur, desember 02, 2003
Nú er ég að fara í 2 próf í desember svo að ég ætla ekki að blogga meira í bili. Ég skrifa kannski nokkrar línur eftir sörvivor þáttunum á mánudögum. Sjáumst hress.
Jæja nú er loksins komið almennilega í ljós hvað Jon er mikið skítseiði. Að ljúga því að amma manns er dáin er sko síðasta sort og hinir að trúa honum. Eins og það væri ekki búið að tala við hann ef amma hans væri dáin. Svo hefur fíflið svo mikinn samfæringarkraft að það fara allir í bandalag með honum. Manneskjan sem ég vorkenndi mest er Christa. Það er ekki gaman að vera kennt um eitthvað sem aðrir gera.