Baby faced assassin

Góðar stelpur fara til himmna, vondar stelpur fara hvert sem þær vilja

|

föstudagur, janúar 30, 2004

Ojjjjjjj


Þetta er sorgleg síða.

|
Sörvivor allstars


Á mánudaginn byrjar sörvivor allstars og ég bíð spennt. Sérstaklega þykir mér gaman að fá að sjá Rupert aftur enda er hann skemmtilegasti karakter sem ég hef séð í þessum þáttum. Því miður lendir allt leiðinlega fólkið eins og Jerri, Shi Ann ekki saman í flokki það hefði nú verið fjör að sjá það.
Ég hef eiginlega ekkert horft á maraþonið vegna tímaleysis en ég hefði viljað sjá seríu 1 ég sá hana ekki á sínum tíma. Ég veit að Óli tók hana upp svo að ég get kannski horft á hana seinna.

Í gær var svo einhver hittingur hjá Katalogos sem misheppnaðist hræðilega engin kom. Við ákváðum að halda þetta á Stúdentakjallaranum og kl. tíu áttu svo að byrja djass tónleikar. Okkur brá frekar mikið þegar við komumst af því hvað átti að kosta mikið inn (við vorum komin fyrr svo við þurftum ekki að borga) það kostaði 1600 kall inn á Stúdentakjallarann á fimmtudagskvöldi þegar óþekkt djasshljómsveit var að spila. Okur

Um helgina verð ég svo að klambra saman ritgerðum upp á Þjóðarbókhlöðu gaman gaman.

|

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Talaru ekki íslensku?


Ég var stödd á Hlemmi um tíu leytið og var að bíða eftir fjarkanum. Eins og alltaf þegar ég er að taka strætó er ég með mp3 spilarann minn á mér og er að hlusta tónlist.
Ég sat þarna í sakleysi mínu þegar fullorðin kona kom upp að mér og spurði hvaða strætó hafði farið síðast framhjá. Ég sem var með Queens of the stone age á fullu í eyrunum hváði bara og reif heyrnartólin úr eyrunum.
Konan endurtók spurninguna og ég sagði að sexan hafði farið síðast framhjá.
Konan stóð fyrir framan mig og horfði á mig í svona mínútu og spurði svo, talar þú ekki íslensku?

|

sunnudagur, janúar 25, 2004

Calexico


Um helgina heyrði ég i fyrsta sinn í æðislegri hljómsveit sem heitir Calexico, stofnuð af mönnum frá Californiu og Mexico.


Annars er ég bara búin að vera læra um helgina, kíkti lika á kaffihús og er búin að hanga á netinu og niðurhlaða eins ég veit ekki hvað. Reyndar er ég ekki búin að vera eins dugleg í dag eins og ég ætlaði.

|

laugardagur, janúar 24, 2004

This is Spinal tap og Waiting for Guffman


Í gær var This is Spinal tap og waiting for Guffman kvöld í kvikmyndaklúbbnum Hringtorgi. Fyrst ætluðum við að horfa á Princess bride en hún var hvergi til svo við horfðum á waiting for Guffman í staðinn. Báðar þessar myndir eru algjörar snilldarmyndir og var mikið hlegið yfir þeim.
Rob Reiner gerði spinal tap og princess bride en Christopher Guest gerði waiting for Guffman svo hefur hann líka gert The mighty wind (mynd um þjóðlagasöngvara) og Best in show (sem er um hundasýningar).
Allar þessar myndir eru gerðar í heimildamyndastíl.

|

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Kill Bill vs. Alias


Ég horfði um daginn á lokaþáttinn í Alias sem var nú ekkert spes frekar en hinir þættirnir. Alltaf ef þeim tekst að koma með eitthvað gott atriði skemma þeir það með mjög mörgum vondum.
Mér fannst þátturinn skemmtilegri þegar aðalpían fór í einhver mission og klæddist skemmtilegum búningum.
Í einu atriðanna í lokaþættinum var aðalpersónan að slást við bestu vinkonu sína sem var raunverulega ekki vinkona hennar heldur önnur kona lík vinkonunni sem hafði verið eitthvað fixuð (hvernig í andskotanum sem þeir áttu að fara að því)
Atriðið minnti mig ótrúlega mikið á eitt af fyrstu atriðunum i Kill Bill þar sem The Bride slóst við Vermitu Green. Eruð þið sammála?


|
Versta mynd ever


Einhvern tímann lét ég plata mig í að horfa á hræðilega mynd sem heitir Kiss me monster og fjallaði um tvær konur sem dulbúast sem saxafónleikarar til að koma upp um einhvern (brjálaðan) vísindamann. Í þeim atriðum sem þær áttu að vera að spila spiluðu þær (eða þóttust gera það) ekki einu sinni í takt við lagið. Það fyndnasta við þessa mynd er þó að á Internet movie database er sagt að hún sé vonbrigði miðað við fyrstu myndina. Einhvern veginn get ég ekki ímyndað mér að hún sé góð

|

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Stelpan sem vissi ekki hvort hún væri að koma eða fara


Ég eyddi einu sinni 3 mánuðum við að vinna í fiski á ákveðnum stað og á þessum 3 mánuðum komst ég að ýmsu um fólk sem á heima í littlum bæjum.
Það slúðrar meira en hollt er ef þú gerir eitthvað af þér þá veit allur bærinn það daginn eftir og örugglega allir í næsta bæ líka.
Það eru allir uppnefndir hvort þeim líkar betur eða verr. En til hvers eru þessar uppnefningar til að hæðast að fólki?
Kannski er það til að þekkja fólk í sundur. Í einu plássinu eru kannski tvær Gunnur.
Fólk gæti kannski notað sömu aðferð og við hérna í bænum.
EFTIRNÖFN

Ég var kölluð stelpan sem vissi ekki hvort hún væri að koma eða að fara, vegna hve lengi ég var að taka ákvarðanir.

|

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Pamelu syndromið


Í gær horfði ég á lokaþáttinn af Alias sem var allt í lagi frekar mikið rusl en þátturinn endaði með því að aðalpersónan vaknaði eftir tvö ár kallinn komin með aðra gellu og allir héldu að hún væri dáin. Ég þori að veðja við ykkur að í næstu seríu kemur það í ljós að hún var bara að dreyma.
Hver kannast ekki við Pamelu í Dallas og drauminn hennar sem entist í fjögur ár.

Ég býst við að Pamelu syndromið sé vinsælt í sápuóperum þar sem þeir eru alltaf að fá gamla leikara til að koma aftur. Það fyndnasta með Pamelu var að þegar vinsældir þáttanna voru farnar að dvína var hún látin fækka fötum til að fá meira áhorf.
Annars er ég í hundleiðinlegum aðferðafræðitíma núna og vildi að ég væri bara að dreyma.

|

mánudagur, janúar 19, 2004

Hollráð í hádeginu?


Þegar ég var að lesa fréttablaðið í morgun rak ég augun í auglýsingu sem var eitthvað á þessa leið hollráð í hádeginu og myndin var af diet coke og samloku. Ótrúlegt. Hver trúir því að diet coke sé hollt og ef einhver er í megrun ættti hann/hún alls ekki að vera drekka diet coke.
Hollræði mín í hádeginu...fáið ykkur vatn það er hollt, svalandi og ÓKEYPIS
Annars var helgin mín frekar róleg. Ég horfði á Idol hjá Röskvu og drakk ódýrann bjór. Á laugardaginn var ég svo að taka til heimildir fyrir ritgerð sem ég er að gera og um kvöldið fór ég og kærastinn til vinar hans og horfðum á they live eftir John Carpender og var hún fín og Die hard 1 sem er góð líka, Bruce Wilis ungur og sætur :-)
Í gær lærði ég svo meira, lá í leti eins og ég gat og um kvöldið spilaði horfði ég á dópstríðið sem eru ágætir þættir fyrir utan þennann fyrsta. Þar kom svolítið fram sem mér finnst mikið til í. Að það ætti að vera minna um að allur bekkurinn sé tekinn inn (og allir þeir sem eru ekki í áhættuhóp og eiga líklega ekki eftir að nota eiturlyf heldur ætti að tala við einstaklinga sem eiga í vandamálum og eru í áhættuhópi.
Eftir þann þátt horfði ég á besta þátt af Practice (þættir sem ég hata venjulega) ever. Andie McDowell sem mér leiðist venjulega lék brjálæðing sem ætlaði að sprengja sónvarpstjóra í loft upp með fallbyssu í beinni. Reyndar hefði þátturinn verið betri hefði hann ekki verið mengaður af hjónabandskrísu aðalleikaranna.
Svo spilaði ég kotru með kærastanum hann vann tvisvar og ég einu sinni. Í seinna skiptið sem hann vann hló hann eins og Greedo úr star wars.


Því miður horfði ég líka á popppunkt sem ég er venjulega hrifin af en þessi þáttur innihélt Kolbrúnu Halldórs og Mörð Árnason. Eru þau góð auglýsing fyrir stjórnarandstöðuna?

|

föstudagur, janúar 16, 2004

Gúlp


Í dag fór ég í fyrsta tímann minn í persónurétti 2 sem er kennt í lagadeild Háskóla Íslands. Þetta er fyrsti kúrsinn sem ég sæki þangað og sá síðasti því þessi kúrs er bara val hjá mér. Ég er sjálf í bóksasafns og upplýsingafræði. Ég gat valið um nokkra kúrsa t.d. málnotkun, heimspekileg forspjallavísindi (eða fýluna eins og flestir kalla það). Mér fannst persónuréttur passa betur við námið mitt. Tíminn gékk nú betur en ég hafði ímyndað mér. Samt spurði kennarinn hvort við værum búin að lesa heima. Ég var búin að lesa helminginn. Ég held samt að ég verði að tala við námsráðgjöfina til að fá lánaðar glósur því að ég ekki að skrifa allt niður sem ég ætla. Í tíma dagsins var fjallað um heilbrigðisgagnagrunninn og allt sem tengist honum.

Í kvöld er svo Idol sem ég býst við að horfa á einhverjum skemmtistað í boði annað hvort röskvu eða vöku. Um helgina þarf ég svo að skella saman einni ritgerð.

|

fimmtudagur, janúar 15, 2004

ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ


í gær fór ég í síðasta tíma í þriggja daga kúrs sem ég er í sem heitir Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn hlutverk-starfsemi-þjónusta.
Síðasti ræðumaður í gær(síðasta daginn) Var að flytja fyrirlestur um þjóðdeild deild sem varðveitir þjóðlegan arf okkar. Fyrirlesarinn ákvað að nota ekki mikrofón þrátt fyrir að hann muldraði allann fyrirlesturinn ofan í bringuna á sér. Svo var hann svo lengi að tala að það voru mjög fáir sem virtust vera að hlusta. Ég sat og teiknaði á glósurnar mínar allann tímann. Ég held ég hafi bloggað eitthvað svipað í fyrra þegar ég fór í samskonar námskeið um Borgarbókasafnið Þar var fyrirlesarinn sem maður gat þó reyndar (því miður) heyrt í og teygði allt og togaði eins og hann gat. Óþolandi ekki satt.
Annars var ég mjög fegin að komast út.
Í gærkvöldi var svo horft á confessions of a dangerous mind sem var alveg ágæt.

|

þriðjudagur, janúar 13, 2004

ÍSLENDINGAR


Um daginn voru fréttir í sjónvarpinu um að ÍSLENSKIR sprengjuleitarmenn hafi fundið sinnepsgas í jörðu niðri einhversstaðar í Írak. Það skiptir sko öllu máli frá hvaða landi maður sé. Hefði þjóðernið verið tekið fram hefði sprengjuleitarmennirnir verið bretar eða frá einhverju öðru landi. Alltaf þegar maður heldur að fréttastofan ætlar að verða eitthvað professional og hætta að eigna sér fólk t.d. Björk "okkar" þá koma þeir með eitthvað svona.

|
hér koma svo myndir úr ferðinni.
|

mánudagur, janúar 12, 2004

Fimm á ferðalagi


Um helgina var ákveðið að skreppa í sumarbústað sem hafði þó verið pantaður nokkuð fyrir. Þeir sem fóru voru ég, Nils, Halli, Óli og Eygló
Föstudagurinn var nokkuð uppbókaður þar sem maður þurfti að pakka niður versla bæði þurrar og blautar veitingar. Við ætluðum upphaflega að vera sex en einn helltist úr lestinni vegna veikinda.
Um fjögur leytið lögðum við svo af stað fimm talsins á ofurlítilli en þó rúmgóðri Nissan Micru með heilmiklum farangri svo að það var svolítið þröngt um okkur en við létum það ekkert á okkur fá og slökuðum bara á, horfðum út um gluggana og lásum Vogue (það var ég). Nú tók við það flókna ferli að finna blessaðan bústaðinn en nokkuð var orðið dimmt á þessum tímapunkti. Þegar við vissum svona nokkurn veginn hvert við áttum að fara festum við okkur tvisvar og þurftum að fara út að ýta. Það festist svo bíll fyrir aftan okkur en í honum var kona sem er að læra það sama og við og ætlaði að vera í næsta sumarbústað við okkur
Þegar við komum í bústaðinn byrjuðum við píurnar að koma dótinu fyrir á meðan karlmennirnir báru dótið inn. Eftir að allt var komið á sinn stað byrjaði ég svo að elda en á matseðli kvöldsins var kjúklinganúðlur. Það var nú frekar auðvelt að elda það ég steikti sveppi, blaðlauk, sellery og kjúkling. Sauð núðlur setti svo eitthvað mauk út á þetta steikta setti það saman við núðlurnar og setti afganginn af sósu/maukinu út á. Ég fékk svo hjálp við að elda matinn. Maturinn heppnaðist mjög vel og fannst mesta gikknum í hópnum hann meira að segja góður. Þegar gikkurinn var búinn að borða fór hann að skella kremi á skúffuköku sem hann hafði komið með í tilefni þess að Hallgrímur átti 24 ára afmæli. Við urðum þó að reyna halda Halla frá kökunni meðan það var verið að skreyta hana af því að kakan átti að vera leyndó. Kakan var svo glæsilega skreytt með smarties. Eftir matinn var svo vaskað upp og gengið frá og dollan með núðlunum sett í poka og út á verönd. Nú var komin tími til að skella sér í pottinn og sátum við þar í svona klukkutíma og drukku flest eitthvað áfengt með (nema þeir sem drekka ekk). Þegar við vorum í pottinum sáum við nokkrar hagamýs sem voru eitthvað að forvitnast. Við höfðum skilið dyrnar á sumarbústaðnum eftir opnar og fór allavegna ein þeirra þar inn að hlýja sér. Óli fór svo inn til að reka hana út en það gekk nokkuð erfiðlega þar sem hún vildi greinilega ekki fara út og klifraði upp stofugardínurnar til að forða sér.
Seinna þegar Óli var búin að reka hana út fóru við að spila matador og létum Óla hirða af okkur allar eignirnar.
Seint og síðar meir fórum við að sofa og vöknuðum svona um eittleytið daginn eftir. Eftir að við fengum okkur morgunmat fórum við í göngutúr um sumarbústaðarbyggðirnar og fórum svo að spila kínverska skák (sem er svona flókin útgáfa af rommí).
Þegar við fórum út á verönd um daginn tókum við svo eftir að það var komið gat á pokann með núðluskálinni og litlar músarúsínur voru við skálina. Ekki varð nú úr að við myndum hafa núðlurnar í afgang.
Um kvöldmatarleytið ætluðum við að grilla en þar sem okkur sýndist grillið ekki vera í neitt sérstaklega góðu standi ákváðum við að elda lambakjötið frekar í ofni. Með höfðum við hrásalat, kartöflusalat, kartöflur, smjörsteiktar maisbaunir (namminamminamm) og sveppasósu. Með drukkum við svo rauðvín. Kjötið steiktist ekki nógu vel og var svolítið rautt en það var samt ágætt. Á eftir tókum við svo rauðvínið okkar með út í pottum og slökuðum á eftir matinn. Þegar við vorum búin að fara í sturtu og klæða okkur sáum við að mýsnar voru að gæða sér á matnum og voru teknar nokkrar myndir af þeim í núðluskálinni.
Seinna um kvöldið spiluðum við svo póker með matador peningum (spilapeningarnir gleymdust) og malaði ég alla í póker aðallega Óla og var ég komin með u.þ.b. 50000 kr. Eftir keppnina voru komin póker nöfn á mannskapinn ég hélt mínu striki og er kölluð five cards eða five cards Hjördís, Nils er kallaður the jew, Eygló er kölluð out en ég held að hún vilji ekki halda því nafni og sé ekkert sérstaklega hrifin af póker, Halli er kallaður Halli100 og Óli er kallaður Ólifairplay.
Eftir spilið fórum við svo að sofa og ég vaknaði fyrst daginn eftir svona um 11 leytið og byrjaði að myndskreyta gestabókina og þegar Eygló vaknaði skrifaði hún svo nokkrar línur fyrir hönd okkar allra. Eftir að við höfðum snætt morgun verð fórum var að pakka öllu niður og þrifa og var svo lagt af stað í bæinn. Það var miklu þægilegra að sitja í bílnum þessa leið þar sem meirihlutinn af matnum hafði klárast.
Við stoppuðum svo á Laugarvatni og fórum í sund (aðallega prófuðum við heitu pottana) og svo var líka stoppað í okur og skítabúllunni Eden og þar keyptum við okkur ís.
Þegar við vorum komin í bæinn og búin að skutla Halla heim sprakk svo á einu dekkinu á bílnum og strákarnir urðu að fara út á einhverri strætó afrein til að skipta.
Þessi helgarferð var annars mjög skemmtileg og vel heppnuð og hlakkar mig mjög til að fara í þá næstu hvenær sem hún verður|

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Nú þegar ég er loksins búin að læra hvernig á að posta myndum þá get ég ekki stoppað.


|

mánudagur, janúar 05, 2004

Dr. Phil


Skjár einn tók fyrir skömmu upp sýningar á þáttum sem kallaðir eru Dr. Phil og eru spjallþættir sem eru stjórnað af sálfræðingnum Dr. Phil. Ég hef horft á tvo af þessum þáttum og hef ég sett mér það markmið að forðast þá í framtíðinni. Þar sem þátturinn er framleiddur í landi skyndibitans þá er frekar mikið svona skyndi yfirbragð yfir honum. Þátturinn snýst um að fá Ameríkana með vandamál til að tala um þau og svo lappar Dr. Phil upp á vandamálið á hálftima. Hann getur gert hvað sem er á þessum litla tíma t.d. læknað folk með átröskunar sjúkdóma, fengið folk til að hætta að rifest og fengið unglingsstelpur til að hætta við að fara í lýtaraðgerð (þó ég hafi nú nokkrar grunsemdir um að hún fari nú samt) Reyndar var sá þáttur mjög fyndinn þar sem ráðlagði henni ekkert í sambandi við útlitið en vildi bara hugsa um innri hliðina og ef innri hliðin væri í góðu lagi þá skipti ekki nokkru máli hvernig hún liti út. Það hefði nú kannski verið í lagi að ráða einhvern stílista til að aðstoða hana. Við getum lagað ýmislegt í útlitinu þó að við látum ekki plasta okkur. Við gerum ýmislegt til að líta betur út t.d. að fela þá hluti sem eru stórir t.d. rass og leggja áherslu á þá hluti sem líta vel út t.d. fótleggir. Það er sama hvort að stelpan hafi hætt við eða ekki halftima viðtal dugar ekki til að breyta hugarfari okkar. Sumt folk með þessi vandamál sem eru til umræðu í þessum þáttum hans hefur verið hjá sálfræðingi í mörg ár. Svo að við forum aðeins yfir í annann skyndilausna þátt þ.e. Queer eye for the straight guy (sem mér þykir þó mjög skemmtilegur) þá er spurning hvort að þessir menn sem “the fab 5” hjálpa haldi áfram að hafa hlutina í sama farinu eða hvort þeir byrja að taka til eins og bavíanar. Ég meina sóði er sóði og það þarf eitthvað aðeins meira en fimm hýra gaura til að laga svoleiðis vandamál.

|

sunnudagur, janúar 04, 2004Hahaha þetta er snilld

Þú getur fundið þessa mynd og aðrar inni á þessari síðu.
|

laugardagur, janúar 03, 2004

Partý partý partý. Komdí partý.


Áramótin heppnuðust vel hjá mér. Ég hafði 3 rétta máltíð um kvöldið, bróðir minn og kærastinn borðuðu með mér.
Ég hafði sjávarrétti (hörpudisk, rækjur og krabbakjöt) með agúrkusósu i forrétt, í aðalrétt var nautalund, bakaðar kartöflur, waldorf salat og steiktir sveppir og í eftirrétt var súkkulaðimús. Með þessu drukkum við rauðvín og jólaöl. Síðan fór ég inn í Reykjavík þar sem ég horfði á þetta hræðilega, hræðilega áramótaskaup sem fjallaði ekki um neitt nema pólitík, var með leiðinda leikara t.d. Laddi (ég hef aldrei getað skilið vinsældir hans maðurinn gæti ekki orðið fyndinn til að bjarga eigin lífi) og hvað er með þessi eilífu söngatriði. Þetta áramótaskaup var ótrúlega staðnað ég ætla að vona að sjónvarpið hafi vit á að hafa einhvern annann næst. Ég meina af hverju fengu þeir ekki þá sömu og gerðu skaupið 2002. Ef maður finnur eitthvað gott þá á maður bara að halda sig við það. Svo var farið upp að Hallgrímskirkju og horft á flugveldana. Ég fékk flugveldaspýtu í hausinn (kærastinn minn fékk sömu spýtu í hausinn) sem braut eyrnalokkinn minn. Svo var farið að pæla í hvert ætti að fara. Eftir miklar bollaleggingar var farið í partý í Fellsmúla sem reyndist bara mjög skemmtilegt. Svo vaknaði ég þunn og þreytt seint á nýársdag og lá í leti allann daginn.
Í gær skrapp ég til frænku minnar sem býr á móti mér og horfði á Idol og Svínasúpu á stöð 2. Svínasúpan var alveg ótrúlega fyndin og skemmtileg jafnvel þó að Sigurjón Kjartanson hafi verið þar innanborðs en sá maður fer alveg rosalega í pirrurnar á mér. Húmorinn í þessum minntu aðeins á fóstbræður en kannski ekki eins súr. Í dag ætla ég svo að taka til. Foreldrarnir koma heim eldsnemma í fyrramálið. Ég ætla að baka eitthvað fyrir þau í kvöld svo þau geti fengið nýtt bakkelsi og kaffi þegar þau koma.
Það gæti kannski einhver hjálpað mér. Ég hef verið að leita að Hollenskum miðvikudagsbollum (rúsínubollur) ef einhver á uppskriftina endilega sendið mér hana netfangið er hjordiso@hi.is.