Baby faced assassin

Góðar stelpur fara til himmna, vondar stelpur fara hvert sem þær vilja

|

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Schroeder
You are Schroeder!


Which Peanuts Character are You?
brought to you by Quizilla
|
bub
You're bubblegum!!! You love to have a good time,
and enjoy being around others who feel the same
way. You tend to be the life of the party, and
people like to be around you as much as they
can.


Which kind of candy are you?
brought to you by Quizilla
|
Að vera utan við sig


Í morgun fékk ég mér að borða í kaffistofu FS. Þar stoð maður á miðju gólfi gangandi fram og aftur, talandi við sjálfan sig. Fyrst datt mér í hug að hann væri með svona gemsabúnað í eyranu og væri að tala við einhvern. Það sem hann sagði var of mikið rambling til að hann gæti verið að eigia í samræðum við annan einstakling.
Ég hélt líka að prófesorin sem var svo utan við sig væri ekki til en það virðist vera.
Ég var orðin frekar þreytt á bullinu svo ég flýtti mér með morgunmatinn og fór.

|

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Sörvivor # 4


Í gær var 4 þáttur sörvivor allstars seríunnar og sat ég spennt fyrir framan sjónvarpið. Ekki gerðist neitt mjög mikið í gær. Rob og Amber voru eitthvað að draga sig saman en þau sögðu að þau voru bara að hlýja sér. Richard hélt áfram að veiða fisk(og hélt hópnum þannig séð uppi) en Lex hélt því fram að þegar þau gætu opnað kistuna með hrísgrjónunum þá gætu þau hætt að þurfa á Rich að halda. Það er spurning hvort fólk vill borða fisk eða hrísgrjón það er nú meiri næring í fiski.
Seboga byrjaði að byggja nýtt skýli og Rupert reyndi að koma sér í mjúkinn aftur eftir óhöpp síðasta þáttar. Í verðlaunakeppninni var baðherbergi í verðlaun, klósett, tannburstar og allskonar baðvörur. Chapera vann þá keppni og Mogo mogo var í öðru sæti svo að Chapera fékk verðlaunin og lykilinn af hrísgrjónakistunni. Eftir þetta fylltust þau monti og héldu að þau væru ósigrandi en það kom nú annað í ljós. Dramb er falli næst. Seboga (loksins) og Mogo mogo unnu friðhelgi en Chapera fór á þing. Ég var að vona að Sue yrði rekinn út, hún er svo vond, algjört bitch frá helvíti. Á þinginu var svo Boston Rob rekinn út og skil ég ekki af hverju hann var að standa sig vel fannst mér allavegna. Kjánar.

|

mánudagur, febrúar 23, 2004

Vinir


Eins og margir þá horfði ég oft á þættina vini. Litli bróðir minn hefur verið mjög aktívur við að downloada þeim af Dc.
Í gær horfði ég á þætti 12 og13 í seríu 10.
Ég verð að segja þessir þættir verða verri og leiðinlegri með hverjum þætti. Þessir þættir hefðu bara átt að duga í fimm seríur (hefði ég ráðið). Eftir fimmtu séríu hættu þeir að vera skemmtilegir (þó að það komi nokkur atriði sem maður getur hlegið að t.d. þegar Monica er full). Í stað þess að hætta á toppnum var haldið áfram Á BOTNINN.
Það mest óþolandi við þessa þætti er hvað þeir hafa blóðmjólkað alla karaktera, Ross er t.d. hættur að vera tens nörd og nú er hann orðinn geðveikur vælukjói, Monica er hætt að vera skipulögð nú er hún orðin óþolandi skipulagt control freak, Rachel verður vælnari og meiri dekurdrós með hverjum þættinum sem líður, Joey var einu sinni frekar vitlaus en samt svona street vise gaur núna er hann orðinn svo heimskur að hann er að nálgast það að vera þroskaheftur, Chandler er næstum hættur að vera fyndinn og er orðinn ósjálfstæð strengjabrúða fyrir Monicu. Phoebe er eina sem hefur ekki breyst. Annað við þættina er að þeir hafa breyst í sápuóperu og þættirnir eru orðnir óþolandi væmnir. Í síðasta lagi eru þættirnir orðnir svo ótrúlega ótrúverðugir.
Ég verð fegin þegar þessi þáttur hættir.
Friend sökka feitt|

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Hundur á háhæluðum skóm!!!


Í gær horfði ég á myndina Bowfinger með Steve Martin og Eddie Murphy. Fyndnasta atriðið í henni er þegar hundurinn Betsy (sem var hundur Steve Martin í myndinni) var að leika í atriði á móti Kip Ramsey og gékk um í háhæluðum skóm.
Algjör snilld.

|

föstudagur, febrúar 20, 2004

???
You're Catch-22!

by Joseph Heller

Incredibly witty and funny, you have a taste for irony in all that you
see. It seems that life has put you in perpetually untenable situations, and your sense
of humor is all that gets you through them. These experiences have also made you an
ardent pacifist, though you present your message with tongue sewn into cheek. You
could coin a phrase that replaces the word "paradox" for millions of
people.Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.
Einhvern veginn finnst mér þetta ekki passa við mig.

|

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Manchester united ruined my life


Ég á tvo bræður annar er tveimur árum yngri en ég. Hann er mjög mikill áhugamaður um fótbolta og heldur með Manchester united. Eins og aðrir fótboltaáhugamenn missir hann helst ekki af leik með þessu liði.
Hinn bróðir minn er fimm árum yngri en ég og hann er enginn sérstakur fótboltaáhugamaður en til að stríða hinum bróður okkar gaf hann honum mjög skrýtna og skemmtilega bók í jólagjöf.
Hún heitir Manchester united ruined my life og fjallar um þyrnum stráð líf manns sem hélt með Manchester city

|

mánudagur, febrúar 16, 2004

Sörvivor # 3


Ég vil byrja á að segja að móðir mín sem horfði á þáttinn með mér sagði að allir þáttakendurnir eru hálvitar, ég held að ég sé sammála henni.
Jæja jæja nú fer að hitna í kolunum. Þátturinn byrjaði á að Richard ákvað að veiða hákarl. Hákarlinn var ekki hrifin að meðferð Richard svo hann beit hann til blóð svona eins og hákarlar gera yfirleitt. Það endaði samt með því að Richard vann, færði flokknum sínum hákarlinn og varð hetja það sem eftir var dagsins.
Verðlaunakeppnin gékk út á það að byggja hús (eða kofa öllu heldur). Það áttu að vera 4 sem byggðu kofann 2 sátu hjá. Það gékk misvel og held ég að Rupert sé byrjaður að grafa sín eigin gröf. Allavegna líktist kofinn sem hann frekjaðist til að byggja gröf, grafinn nokkra metra ofan í jörðina. Hugmyndin hans Ethans var miklu betri. Seboga flokkurinn má nú búast við í næstu rigningu að kofinn þeirra breytist í sundlaug. Ég trúi því að Rupert megi fara að passa sig annars verði hann rekinn út á næsta þingi.
Í Mogo Mogo hópnum byggðu þeir ágætis kofa. Shi Ann og Amber komu með mjög heimskulegar hugmyndir eins og t.d. að setja matarlyftu (eins og er á veitingastöðum) í kofann og síma úr kókóshnetum.
Hjá Chapera kom hið rétta andlit Sue í ljós og hún skipaði big Tom fyrir og skammaði hann sem mest hún mátti. Aumingja big Tom. Húsið þeirra var flottast og traustast og unnu þau verðlaunin sem voru dýnur til að sofa á, brennivín og eitthvað fleira og vakti það mikla kátínu og ástarbrima og heimtaði Amber nokkra kossa frá Rob.
Þegar það átti að koma að friðhelgiskeppninni kom bobb í bátinn hjá Mogo Mogo hópnum og Jenna M sagði þeim að móðir hennar væri alvarlega veik heima með krabbamein og hún vildi fara heim, því hún héldi að móðir sín ætti ekki mikið eftir. Reyndar fannst mér skrýtið að hún tók þátt í þessari keppni, hún hefði aldrei átt að fara. Hún sagði svo hinum hópunum frá þessu og upphófst mikið snökt og táraflóð. Jenna fékk svo að fara heim. Seboga og Chapera fengu friðhelgi. Átta dögum eftir þáttinn lést móðir Jennu. Það er mjög sorglegt, ég er fegin að hún komst heim áður en mamma hennar dó til að geta kvatt hana.

|

föstudagur, febrúar 13, 2004

Konan sem strýkur lampann sinn!!!!!


Þegar ég var unglingur var ég mjög mjög viðkvæm, uppstökk og skapstirð bara svona eins og unglingar eru yfirleitt.
Þegar ég fermdist þá fékk ég margar góðar gjafir og ein af þeim var þessi fíni skrifborðslampi. Þegar ég var búin að eiga hann í svona 6 mánuði byrjaði hann eitthvað að bila. Lampinn var í þremur hlutum neðri hluti sem hafði slökkvara, efri hluti sem innihélt ljósaperuna og járnstöng á milli til að halda efri hlutanum uppi Efri helmingurinn datt alltaf niður, svo að ég ákvað að ráðfæra mig við foreldra mína og gá hvort þau gætu hjálpað mér.
Þegar ég spurði í sakleysi mínu um lausn á þessu lampavandamáli sagði hún móðir mín: Strjúktu honum bara þá lagast hann.
Við þessa dónalegu myndlíkingu fór ég unglingurinn náttúrulega alveg í mínus og rauk inn í herbergið mitt kafrjóð eins og tómatur í framan.


|

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Er Queens of the stone age að hætta?


Ég hef verið að heyra margar sögur í dag um að Josh Homme söngvari Queens of the stone age hafi rekið Nick Oliveri bassaleikara og að hljómsveitin sé að hætta.
Ég vona að það sé bara slúður og kjaftæði.|

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Myndir


Ég er búin að setja myndir sem ég málaði inn á heimasíðuna mína ef þið hafið áhuga. Hérna eru myndirnar.

|
Sörvivor # 2


Í gær var annar þáttur í sörvivor allstars seríunni og var hann mjög spennandi og skemmtilegur. Liðin voru orðin frekar slappir vegna vatns og eldleysis. Í verðlaunakeppninni vann svo Seboga og unnu þau ábreiður. Þau gátu fengið í staðinn fyrir ábreiðurnar pott (með vísbendinu, hvar hægt væri að finna lykla til að opna kistu með hrísgrjónum og fl.) og tinnu (til að kveikja eld) og völdu þau það frekar en ábreiðurnar sem er skiljanlegt. Seboga þurfti að deila vinningnum og fengu hin liðin líka pott og tinnu. Allir urðu að sjálfsögðu glaðir að fá eld til að hlýja sér við.
Maður er byrjaður að taka eftir smá pirringi hjá sumum liðunum t.d. Chapera þar sem Rob M. Þolir ekki Aliciu og býst ég við að hann eigi eftir að reyna fá fólk til að kjósa hana út þegar þau fara á þing.
Þegar það kom að friðhelgiskeppninni (sem var frekar erfið) viðurkenndi Rudy að hann væri eitthvað slæmur í fætinum en mér fannst það ekki aftra honum. Í friðhelgiskeppninni (sem virtist mjög erfið) tapaði Seboga aftur. Þeir tveir sem komu til greina að reka út voru Ethan og Rudy. Ethan var alveg viss um að hann myndi vera rekinn út og reyndi að sýna hversu mikilvægur hann væri með því að reyna að veiða fisk en það tókst ekki vel. Það endaði með að Rupert veiddi fiskinn. Á þinginu var svo Rudy kosinn út. Ég held að Rupert og Ethan ættu að stofna bandalag og reyna að kjósa stelpurnar út.
Mér finnst Rupert og Richard skemmtilegastir í þessari keppni. Rupert bara eins og hann er og Richard alltaf svo æðislega mikið fífl (en skemmtilegt fífl). Spurning hvort að fólk sé búið að sætta sig við nekt hans og eru greinilega alveg tilbúin að faðma hann (eins gaman og það er að faðma nakta miðaldra karlmenn) eða kannski það var bara í hita leiksins.
Nú bíð ég bara spennt eftir næsta þætti.

|

mánudagur, febrúar 09, 2004

William Hung


Haldiði ekki að það sé búið að gera tribute síðu um idol hetjuna mína William Hung.
Hérna er hún.
Ég er greinilega ekki eini aðdáandinn. :-)

|

föstudagur, febrúar 06, 2004

Stjörnuspá


Hérna er snilldar stjörnuspá sem ég fann á netinu.

ADAM SANDLER'S HOROSCOPE

Aquarius (Jan 23 - Feb 22)
You have an inventive mind and are inclined to be progressive. You lie a great deal. You make the same mistakes repeatedly because you are stupid. Everyone thinks you are a fucking jerk.

Pisces (Feb 22 - Mar 22)
You are a pioneer type and think most people are dickheads. You are quick to reprimand, impatient and full of advice. You do nothing but piss-off everyone you come in contact with. You are a prick.

Aries (Mar 23 - April 22)
You have a wild imagination and often think you are being followed by the FBI or CIA. You have minor influence on your friends and people resent you for flaunting your power. You lack confidence and are a general dipshit.

Taurus (April 23 - May 22)
You are practical and persistent. You have a dogged determination and work like hell. Most people think you are stubborn and bullheaded. You are nothing but a goddamned communist.

Gemini (May 23 - June 22)
You are a quick and intelligent thinker. People like you because you are bisexual. You are inclined to expect too much for too little. This means your are a cheap bastard. Geminis are notorious for thriving on incest.

Cancer (June 23 - July 22)
You are sympathetic and understanding to other people's problems, which makes you a sucker. You are always putting things off. That is why you will always be on welfare and won't be worth a shit. Everyone in prison is a Cancer.>

Leo (July 23 - Aug 22)
You consider yourself a born leader. Others think you are an idiot. Most leos are bullies. You are vain and cannot tolerate criticism. Your arrogance is disgusting. Leo people are thieving motherfuckers and enjoy masturbation more than sex.

Virgo (Aug 23 - Sept 22)
You are the logical type and hate disorder. Your shit-picking attitude is sickening to your friends and co-workers. You are cold and unemotional and often fall asleep while fucking. Virgos make good bus drivers and pimps.

Libra (Sept 23 - Oct 22)
You are the artistic type and have a difficult time dealing with reality. If you are a male you are probably queer. Chances for employment and monetary gain are nill. Most Libra women are whores. All Libras die of venereal disease.

Scorpio (Oct 23 - Nov 22)
You are the worst of the lot. You are shrewd in business and cannot be trusted. You shall achieve the pinnacle of success because of your total lack of ethics. You are the perfect son-of-a-bitch. Most Scorpios are murdered.

Sagittarius (Nov 23 - Dec 22)
You are optimistic and enthusiastic. You have a wreckless tendency to rely on your luck since you have no talent. The majority of Sagittarians are drunks. You are a worthless piece of shit.

Capricorn (Dec 23 - Jan 22)
You are conservative and afraid of taking risks. You are basically chickenshit. There has never been a Capricorn of any importance. You should kill yourself.

|

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Bleyður


Ég heyrði í fréttunum í morgun að það ætti að útiloka Janet Jacksson frá Grammy verðlaununum vegna brjósta atriðisins á super bowl.
Þetta er fáranlegt allir fara í baklás út af einu brjósti. Kommon.

|

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

American Idolið mitt


Ég horfði á Idol um daginn og þá var þessi snillingur að nafni William að taka taka inntökupróf. Hann söng (eða ekki) eitthvað lag með Ricky Martin. Mér fannst hans útgáfa nú betri en upprunalega útgáfan enda leiðist mér Ricky Martin mjög mikið. Svo tók hann nokkur létt dansspor í leiðinni.
Hann tók það fram að hann hafi ekki hlotið neina tónlistarlega þjálfun (hahahaha) og því miður komst hann ekki áfram. Ég held að hann hefði sett skemmtilegan svip á keppnina þó hann gæti nú eiginlega ekki sungið.
Eftir áheyrendaprófið sagði hann að hann sæi ekki eftir neinu.

|
Sörvivor #1


Í gær horfði ég á endursýningu á sörvivor allstars. Þátturinn var mjög skemmtilegur en nokkuð erfitt að fylgjast með þremur liðum. Ég held það hefði verið betra hefðu þau verið tvö eins og venjuleg.
Eins og í sörvivor Pearl islands er Rupert uppáhalds karakterinn minn en sá sem mér finnst skemmtilegastur fyrir utan hann er Richard Hatch. Richard Hatch er er cocky egóisti og hálfgerður asni en mjög skemmtilegur asni. Hann ögrar fólki mjög mikið. Það fyndnasta sem hann gerði í gær var að hjálpa fólki ekki við að kveikja eld þó hann hefði örugglega getað það. Svo það að ganga nakinn um allt líka í keppnum.
Það voru mikil vandræði hjá öllum liðunum að kveikja eld sem er fyndið því að ég hélt að þau ættu löngu búin að læra það. Reyndar voru flestir vælandi yfir svengd, eldleysi og svefnleysi. Spurning hvort að fólk sé strax búið að gleyma fyrri vist í sörvivor.
Liðin 3 mogo mogo, saboga, chapera kepptu svo um friðhelgi en tvö lið vinna hana þriðja liðið þarf að reka einhvern í burtu. Það var saboga sem þurfti að reka einn í burtu og þau ráku Tínu. Ég hef reyndar pælt í því hvort það sé samgjarnt að þeir sem hafi nú þegar orðið soulsurvivor fái að taka þátt.
Næstu mánuðir verða spennandi og á ég eftir að bíða spennt eftir hverjum þætti.

|

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Sjónvarp “allra” landsmanna!!!!


Ég er ein af þeim konum sem þykir gaman að horfa á kvenlegar íþróttir eins og listhlaup á skautum, fimleika og dans af ýmsu tagi. Ég hef nú reyndar líka áhuga á öðrum íþróttum t.d. formúlu 1 (og bíð spennt eftir næsta tímabili). Starfsmenn íþróttadeildar Rúv virðast þó ekki gera sér grein fyrir því að allir landsmenn séu einsleitur hópur sem allir horfa á fótbolta eða handbolta. Hérna fyrir nokkrum árum miskunnuðu þeir sig yfir okkur og sýndu frá atburðum eins og heimsmeistaramót í listhluapi á skautum eða einhverjum stórum fimleikamótum. Nú síðustu tvö árin hefur ekkert verið sýnt frá þesskonar atburðum nema kannski 2 mínútna innslag í helgarsportinu. Ég er orðin svolítið leið á þessu, kannski vegna þess að mér leiðast boltaíþróttir og ég er ekki ein um það,
Það þýðir kannski ekkert að kvarta hér.|
Eeeeeeep


Afsakið ekkert sörvivor þangað til á morgun ég gat ekki horft á þáttinn vegna framkvæmda í stofunni.
Horfi á hann á morgun.

|

mánudagur, febrúar 02, 2004

Flóttinn frá Nammilandi!!


Á laugardaginn skrapp ég í kringluna til að kaupa mér nýja peysu. Innkaupin gengu vel ég fann tvær nýjar peysur mjög fínar. Ég þurfti líka aðeins að skreppa í Hagkaup og kaupa nautahakk. Eins og þið vitið er 50% afsláttur í nammilandi í Hagkaup á laugardögum svo ég sló til og ákvað að kaupa smá nammi. Þegar ég var komin inn og byrjuð að setja nammi í poka kom ungur drengur upp að mér og sagði "geturu farið frá" frekar harkalega svo ég hrökklaðist í burtu. Fólk var byrjað að streyma að úr öllum áttum og mér fannst ég vera allstaðar fyrir svo ég skellti einhverju í pokann og forðaði mér.
Það er greinilega ekki tekið út með sældinni að versla í nammilandi.