Baby faced assassin

Góðar stelpur fara til himmna, vondar stelpur fara hvert sem þær vilja

|

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Sörvivor#13


Margt gerðist í þættinum í kvöld.
Shi Ann var mjög vonsvikin yfir að Kathy var rekin út í síðasta þætti. Hún er nú ein eftir úr Mogo mogo flokkinum. Hún sagðist alveg vera viss um að hún yrði næst.
Verðlaunakeppnin var mjög kvikindisleg þar sem keppendur áttu að segja hvað þeim fannst í raun og veru um hina og svo áttu þeir að segja hvað keppendunum finnst um sjálfa sig. Alicia varð mjög pirruð enda sögðu allir að hún héldi að hún væri gáfaðasta manneskjan þarna. Rupert vann svo keppnina. Í verðlaun var matur handa öllum bara mismikið, Rupert átti svo að ráða hvað hinir fengu að borða. Rupert var í vandræðum með þessi verðlaun (þetta eru verstu verðlaunin sem hægt er að fá og spurning hvort það ætti að vera kallað verðlaun). Rupert talaði við Jennu um hvað hann ætti að gera með þessi verðlaun og hún sagði honum að passa sig á að verða ekki einhver píslavottur, sem er alveg rétt hjá henni. Um kvöldið fóru þau svo öll á veitingastað og hörmungin hófst. Að sjálfsögðu fékk Rupert sér besta matinn, steik með öllu og bjór. Svo byrjaði hann að dreifa matnum. Rupert hegðaði sér frekar heimskulega og drakk sig fullan á meðan hinir horfðu á. Ekki gáfulegt move hjá honum (reyndar hefur Rupert aldrei verið neitt rosalega góður player, heldur bara sterkur og stór eins og bangsi og heiðarlegur).
Friðhelgiskeppnin var mjög erfið. Shi Ann var staðráðin í að vinna því hún vissi að annars yrði hún rekin út. Keppnin snerist um það að halda hendinni upp eins lengi og þau gátu ef hendin hreyfðist eitthvað helltist yfir þau vatnsfata. Eftir einhverja 2 klukkutíma voru bara Rupert og Shi Ann eftir. Reyndar held ég að þessi keppni hafi verið svolítið auðveldari fyrir Shi Ann en Rupert, Shi Ann er miklu minni og grennri og þar af leiðandi með minni og léttari handleggi en Rupert.
Shi Ann vann svo keppnina og fagnaði alveg rosalega sem fór mjög í pirrurnar á Aliciu.
Nú var loksins byrjuð að færast virkileg spenna í leikinn því að það voru svo margir sem voru “on the choppin´ block” og í ónáð hjá öðrum. Eftir spennandi þing var svo Alicia kosin út og inn í kviðdóminn.
Jæja hver fer nú næst. Ég held annað hvort Shi Ann (ég held að það sé nokkuð öruggt) eða Rupert (þó að ég óski þess að hann verði lengi inni). Annars mætti nú fara senda Amber eða Jennu heim, jafnvel Rob því hann er byrjaður að fara í pirrurnar á mér.
Það var sýnt brot úr næsta þætti og þar sýnist mér Jenna vera farin að fara í taugarnar á fólki.

|

mánudagur, apríl 26, 2004

Bloggleyfi


Þar sem próflestur er byrjaður hjá mér ætla ég að hvíla bloggið þangað til 15 mai nema fyrir sörvivor færslur.

|

laugardagur, apríl 24, 2004

Starfsmannapartý


Í kvöld fór ég í starfsmannapartý hjá Gallup. Fyrst var byrjað að drekka eitthvað í vinnunni. Svo var lagt af stað í bláa lónið. Í bláa lóninu makaði ég hvítri drullu framan í mig og lét hana vera þar í svona hálftíma og nú er andlitið á mér mjúkt eins og barnarass. Á eftir var okkur svo boðið á veitingastaðinn í Bláa lóninu þar fengum við kjúklingabringum og þær bestu kartöflur sem ég hef nokkurn tímann smakkað (ég er ekki mikið fyrir kartöflur)
Svo fórum við í bæinn. Sumir fóru á djammið en aðrir fóru heim, eins og ég enda á ég að vinna á morgun.
Hver veit nema að ég muni hringja í þig?

|

mánudagur, apríl 19, 2004

Sörvivor #12


Þáttur kvöldsins var ekkert mjög spennandi fyrir utan endinn að sjálfsögðu.
Verðlauna og friðhelgiskeppnin var sameinuð og þurftu keppendur að framkvæma einhverja svakalega langa og flókna þraut. Reyndar eru allar þrautirnar í All stars eiginlega einum of flóknar. Í verðlaun voru bréf frá vinum og fjölskyldu og regnkápa. Fyrst var liðinu skipt í tvo hópa. Hópur með Aliciu, Shi Ann, Boston Rob og Amber vann verðlaunakeppnina. Svo kepptu þau innbyrðis um friðhelgi en að sjálfsögðu vann Boston Rob hana. Hann ákvað að í staðinn fyrir að fá sitt bréf og regnkápu þá fengu allir hinir í hópnum bréf og regnkápu en hann fékk ekki neitt. Að sjálfsögðu var þetta bara gert til að friða fólk gagnvart sér.
Þegar allir voru komnir aftur í búðirnar var byrjað að mynda bandalög. Shi Ann og Kathy vildu ólmar losna við Jennu en síðar breytist það í Amber og þær reyndu að fá sem flesta með sér en það virkaði því miður ekki (ég væri alveg til í að losna við Jennu, Amber eða Rob) og Kathy var kosinn út.
Ég held að Shi Ann sé núna í mikilli hættu og ef hún vinnur ekki friðhelgi sem gerist örugglega ekki þá verður hún kosin út. Þar sem að aðeins 7 eru eftir fer baráttan að harna og spennan fer að aukast.

|

sunnudagur, apríl 18, 2004

Gallup


Jeiiiiii ég fékk vinnu í Gallup. Ég var að vinna í dag og aðeins í gær.
Úff hvað maður verður þreyttur í munninum eftir að hafa talað stanslaust í fjóra tíma.

|

föstudagur, apríl 16, 2004

Blogger


Voðalega er blogger búinn að vera leiðinlegur í dag.

|

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Pfffffffft´


Í kvöld fór ég á aðalfund hjá stjórn Katalogos félagi nema í bókasafns og upplýsingafræði. Á fundinum átti að skoða yfirlit yfir síðasta á og fjárhag félagsins, svo áttu að fara fram kosningar. Það mætti enginn á fundinn fyrir utan stjórnina.
Skítt.

|
She bangs, she bangs


Í gærkvöldi var Idol hetjan Wiliam Hung í heimsókn hjá Jay Leno.
Hann tók sína stórkostlegu útgáfu að lagi Ricky Martins She bangs.
Hann var alveg æði.
Svo verður maður nottla að kaupa diskinn hans, þó að hann yrði frekar novelty item í staðinn fyrir eitthvað sem maður spilar oft.

|

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Mafían


Ég fór í heimsókn til ömmu og afa á annan í páskum og hitti helling af fólki. Svo fékk ég kökur og te. Afi minn var að segja mér að hann var einu sinni bókavörður á Höfn. Það er alltaf gaman að komast að eitthverju nýju.

|

mánudagur, apríl 12, 2004

Sörvivor # 11


Þátturinn í kvöld var mjög spennandi. Í verðlaunakeppninni vann Rupert verðlaunin sem voru dagur í heilsulind. Hann fékk að taka með sér tvo í viðbót og valdi Amber og Jenna. Þegar þau komu aftur fengu allir nýja klúta og sameiningin varð loksins að veruleika. Þvímiður fengu þau ekki að fara aftur í Chapera búðirnar heldur áttu þau að byggja sér nýtt skýli á Seboga ströndinni. Seboga skýlið hafði sem betur fer fokið um koll svo enginn þyrfti að horfa aftur upp á þá hörmung. Ég man ekki alveg nafnið á nýja liðinu en það var eitthvað mjög fáránlegt. Nú var komið að fríhelgiskeppninni og var hún mjög spennandi. Eftir hörkukeppni voru það Kathy og Boston Rob sem unnu friðhelgi. Ég var að vona að Lex myndi vinna af því að hann var í hættu en því miður, hann náði því næstum því. Boston Rob kom að máli við Lex (Kathy var líka þar) og sagði honum að hann og flestir úr gamla Chapera (Rupert, Jenna og fleiri) ætluðu að kjósa hann út. Ég mæli með að fólk lesi sörvivor smælkið hérna neðar á síðunni. Þegar Rob var farinn voru bæði Kathy og Lex miður sín. Sérstaklega þar sem að Rob sveik Lex. Lex bjargaði Amber frá því að vera kosin út og Rob hafði sagt við hann ef þú bjargar Amber þá skal ég bjarga þér og svo sveik Rob hann eins auðveldlega og að drekka vatn. Rob fór niður um nokkur stig að mínu áliti. Kathy var alveg brjál og sagðist ætla að láta Lex fá friðhelgishálsfestina sína svo hann yrði ekki rekinn út.
Á þinginu hætti hún svo við og hélt hálsfestinni fyrir sig. Aumingja Lex var svo kosinn út. Mér fannst hann ekki eiga það skilið.
Spurningin hvort þetta eigi eftir að koma í bakið á Boston Rob.

|

sunnudagur, apríl 11, 2004

Skemmtilegir málshættir


Það skemmtilegasta við páskaegg eru málshættirnir.
Málshátturinn í egginu mínu hljómaði svona: Betri er beiskur sannleikur en blíðmál lygi.

|

laugardagur, apríl 10, 2004

Sálir til sölu


Það eru margir sem mér þykir hafa selt sál sína (þó ég trúi hvorki á guð né djöfulinn).
Í fyrsta lagi má kannski nefna Halldóru Geirharðs fyrir þessar hræðilegu, ósmekklegu Íslandsbankaauglýsingum, hún hlýtur að hafa fengið slatta af peningum fyrir þær. Svo má nefna alla nemendur Verslunarskólans ég held að það sé inntökuskilyrði þar að selja sálu sína. Marga fleiri mætti nefna t.d. starfsmenn KB banka.
Hvað finnst ykkur?

|
Íþróttafólk


Er þetta bara mín skoðun eða eru allir sammála að íþróttafólk hefur versta tónlistarsmekk ever. Ég lendi stundum í því þegar ég er að skipta milli stöðva á sjónvarpinu að einhver íþróttaviðburðurinn er í sjónvarpinu og því fylgir hræðileg tónlist.
Fólk sem mér þótti einu sinni allt í lagi er byrjað að syngja lög fyrir fótboltalið t.d. Bubbi Mortens.
Einu sinni þegar hann var rebel söng hann um löggilta hálvita sem hlusta á HLH og Brimkló og nú er spurningin hvort hann sé orðin sá hálviti?

|
Sörvivor smælki


Ég varð bara að koma þessu að.
Af hverju þarf Lex alltaf að segja öllum að hann ætli að kjósa þau út, ég bara fatta þetta ekki. Ef hann hættir þessu ekki held ég að þetta fari að snúast upp á móti honum.

|

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Vonbrigði


Af hverju þarf ég að nota svona stórt skónúmer.
Ég sá æðislega flotta skó á viðráðanlegu verði fyrir blanka háskólastúdínu og þegar ég fór að máta þá passaði ekki stærsta númerið á mig. Og það voru engin stærri númer inn í geymslu.
Ég er alltaf að reyna að hætta að svekkja mig á þessu en þetta er svo rosalega fúlt.

|

mánudagur, apríl 05, 2004

Sörvivor #10


Þátturinn í kvöld var nú nokkuð spennandi miðað við alla þessa seríu. Í stað þess að sameina liðin var þeim skipt upp. Fólk dró klúta um um í hvaða liði það átti að vera og allir chapera fóru í mogo mogo nema Amber sem var áfram í Chapera með hinum úr mogo mogo. Amber og Boston Rob voru að sjálfsögðu ekki ánægð með þetta. Það ósamgjarna við þessi skipti var að Þau úr mogo mogo féngu flottu og skipulögðu búðirnar frá chapera og chapera fengu hræðilegu búðirnar frá mogo mogo. Þetta voru alls ekki samgjörn skipti. Þegar það kom að friðhelgiskeppninni þá unnu mogo mogo (chapera). Mikil hætta var á að Amber myndi vera rekin en Rob bað Lex að passa að hún yrði ekki rekin burt þá myndi hann passa upp á Lex þegar hóparnir sameinast. Hófust miklar umræður hjá chapera (mogo mogo) um hver ætti að fara Amber eða Jerri. Á þinginu kusu svo allir á móti Jerri enda var hún byrjuð að fara virkilega í pirrurnar á öllum.
Svo er bara spurningin hvað þessi nýja hópaskipting á að vera lengi. Ég vona samt að sameiningin verði sem fyrst þá byrjar fjörið fyrst fyrir alvöru. Ég spái því að Rupert verði fljótur að fara enda hefur hann ekki komið vel út, bæði út af hræðilega húsinu sem hann frekjaðist til að byggja (við sáum nú öll hvað fór um þann kofa) og þessa áráttu hjá honum um að hann eigi að vera einn um að sjá hópnum fyrir mat. Í síðustu seríu var hann sá eini í sínu liði (ég er strax búin að gleyma hvað það hét) sem gat veitt fisk. Ég held að það hafi stigið honum aðeins til höfuðs núna eru aðrir sem eru jafn góðir að veiða og hann eins og Boston Rob sem virðist vera “the ultimate” survivor keppandinn.
Næsti þáttur verður spennandi.

|
Landsins besti


Ég var að horfa á landsins besta...módel. Hversu gáfulegt er að láta fyrirsætur fara í kappát. Ég hélt að einhve myndi æla.

|

sunnudagur, apríl 04, 2004

Versta söngkeppni framhaldskólanna ever


Áðan var ég að horfa á söngkeppni framhaldskólanna og ég verð að segja að ég hef ekki heyrt svona marga lélga söngvara á einu bretti síðan í áheyrnarprufunum fyrir íslenska ídol.
Verstu frammistöðuna átti Iðnskólinn í Hafnarfirði og Iðnskólinn í Reykjarvík. Þau atriði voru hrein og bein hörmung og hvað er með alla þessa dansara. Þeir/þær dönsuðu hræðilega asnalega og voru eiginlega bara fyrir á sviðinu.
Ég var ekki sátt við að Menntaskólinn við Hamrahlíð vann lagið þeirra var frekar leiðinlegt þó það hafi þó verið nokkuð frumlegt.
Mér finnst að Menntaskólinn á Egilstöðum hafi átt að vinna, það var lang besta atriðið, stelpan söng mjög vel og var alveg með sviðsframkomuna á hreinu.
Þvílík prump keppni.

|

föstudagur, apríl 02, 2004

1. apríl


Það er ekkert sem mér leiðist jafn mikið og fyrsti apríl.
1. apríl er fyrir börn og hálfvita.