Í gær horfði ég á fegurðarsamkeppni Íslands, eiginlega bara til að hlæja af henni.
Það voru teknar einhverjar myndir af stelpunum í Kringlunni og hjá einhverjum bíl og reyndu að kremja fram einhver colgate bros en flest brosin voru eins og gretta.
Þegar þær áttu að spranga um á kvöldkjólum kom ein á ljótasta kjól sem ég hef nokkurn tímann séð, hann var svona rauðflekkóttur með rosalega grófum saumum, ég segi bara að þetta var ekki beint rétti tíminn til að vera frumleg.
Það fyndnasta var samt í veðlaunaafhendingunni að sú sem lenti í öðru sæti varð fyrir svo miklum vonbrigðum að hún varð ekki í fyrsta sæti. Það var rosalega fyndið, vonbrigðin eru oftast það skemmtilegasta við þessar keppnir.
sunnudagur, maí 30, 2004
Hvað er að ske með McLaren liðið í formúlunni. Þeir detta alltaf úr keppni eða bílinn bilar.
Ég held að þeir ætli að fara að losa sig við fyrirtækið sem setur saman og lagar vélarnar þeirra.
Fjandinn ég var að vona að Kimi myndi ganga jafn vel og í fyrra.
Í gær var ég að lita á mér augnhárin og ég potaði óvart litunarburstanum í augað á mér.
Úffff það var vont, augnháralitur fór í augað á mér og það sveið og sveið, svo táraðist ég svo mikið á hinu auganu að það byrjaði að renna litur ofan í það líka.
Eftir að hafa skolað augun vel þá varð þetta allt í lagi og mér hætti að svíða.
Ég varð hrædd enda eru augun viðkvæm og ég býst alltaf við því versta ef eitthvað af þessu tagi kemur fyrir.
föstudagur, maí 28, 2004
Úff marengskakan misheppnaðist, var að bjóða samstarfsfólkinu upp á búðarkökur sveiattann.
Í dag eftir vinnu var tiltektatardagur í húsinu mínu, eftir það var grillað og við fengum bjór og pulsur, ég er full núna eftir þrjá bjóra, ég er algjör hænuhaus.
Ég talaði mikið við meðleigjandann minn hún hélt að ég væri 22 þangað til að ég sagði henni að ég er 29 ára í dag.
Svo verður eitthvað húllumhæ næstu helgi.
Ég á afmæli á morgun, ég verð 29 ára, öhhh ég er að verða gömul.
Reyndi að baka marengsköku áðan handa vinnufélögunum fyrir morgundaginn en marengsinn fór í klessu og ég varð að kaupa búðarkökur fyrir þau (ég varð ekkert að koma með köku en mér langar til þess).
Ég hata búðarkökur.
Ég get þó notað marengsinn í svona frosinn eftirrétt svo þetta er ekki alveg ónýtt.
miðvikudagur, maí 26, 2004
Í kvöld fór ég á Pixies tónleikana í Kaplakrika vá þau voru æðisleg, alveg æði.
Ég sat á bekk með bróður mínum og vinum hans og var alveg búin í rassinum eftir nokkra klukkutíma setu.
Við komum meðan Ghostdigital voru að spila, þeir eru hræðilegir, hræðilegir segi ég, úffffffff.
Í vinnunni í dag datt 10 kg. skjalakassi á hausinn á mér, ég meiddi mig ekkert en skjölin fóru út um allt. En allt fór vel.
Úff hvað ég er nú þreytt. Best að skella sér í rúmið sem fyrst.
þriðjudagur, maí 25, 2004
Ég er núna búin að vinna í Seðlabankanum í rúma viku. Það er mjög mikið að gera og heilu skjalastaflarnir bíða mín á daginn. Svo kem ég heim mjög þreytt, þess vegna hef ég ekki bloggað mikið.
Vinnan mín er samt mjög skemmtileg og áhugaverð og ég er virkilega heppin að fá sumarvinnu við það sem ég er að læra, það er ekki auðvelt fyrir bókasafns og upplýsingafræðinema að fá sumarvinnu í sambandi við námið.
Á morgun fer ég svo á Pixies tónleika með litla bróður.
Jeiiii.
Á fimmtudaginn ætla ég að baka köku fyrir samstarfsfólk mitt.
Guð hvað ég lifi spennandi og innanhaldsríku lífi.
sunnudagur, maí 23, 2004
Ég horfði á 4 síðustu þættina af Friends.
Þeir voru bæði væmnir og fyrirsjáanlegir.
Ég er fegin að þessir þættir eru loksnis að hætta, þá fara þeir ekki alveg á botninn.
Í næst síðasta þættinum var Rachel í ljótustu peysu sem hefur verið hönnuð.
Ég fór um daginn í bíó að sjá Kill Bill 2. Mér fannst hún ekki alveg eins góð og fyrri myndin, það var miklu minna action í henni.
Ég held ef maður myndi líkja myndunum saman þá væri Kill Bill 1 karlinn og Kill Bill 2 konan (miklu míkri).
Kill Bill 2 var samt jafnkúl og með jafngóðum söguþræði.
Ég vildi bara fá meiri slagsmál.
Ég verð líka að segja að lokabardaginn sé svolítið mikið vonbrigði.
fimmtudagur, maí 20, 2004
Ég hef verið að hlusta á nýjan disk undanfarið. Diskurinn er með hljómsveitinni Eagles of death metal, diskurinn heitir Love, peace and death metal.
Trommuleikari er Josh Homme úr Queens of the stone age.
Þetta er ekki dauðarokk enda leiðist mér flestar dauðarokkshljómsveitir. Meðlimirnir hafa sagt að þetta sé death metal eins og hljómsveitin Eagles hefði spilað það.
Þessi hljómsveit er algjör snilld og diskurinn líka.
Ég held að uppáhaldslagið mitt af disknum sé speaking in tounges.
Snilld algjör snilld.
Lesið þetta
Ég veit ekki hvort ég á að trúa þessu.
miðvikudagur, maí 19, 2004
Nýja vinnan mín er æði, æði, æði.
Ég er að vinna með vini mínum.
Meðalaldurinn á vinnustaðnum er svona um 55 ár, kaffitímarnir eru svona eins og að vera í heimsókn hjá ömmu og afa.
Ég var að endurraða bókum í dag, mjög mikið fjör.
Reyndar fengum við frí til klukkan eitt svo að ég og Halli fórum í Hafnarhús á útskriftarsýningu hjá nemum í Listaháskóla íslands.
Svo fórum við á Borgarbókasafnið og ég náði í nokkrar teiknimyndasögur.
Eftir það fórum við í mat á Tai matstofuna með Nils og svo loks á cafe Paris og fengum okkur kaffi og te, ég fékk versta kaffi latte ever við hefðum átt að fara á kaffitár þeir búa til besta kaffi latteið.
Í kvöld ætla ég ekki að gera neitt nema að liggja í leti, enda er ég svolítið þreytt eftir fyrsta daginn. Ætli ég lesi ekki svo eitthvað af þessum myndasögum sem ég náði mér í.
þriðjudagur, maí 18, 2004
Í byrjun þáttarins vonaði ég heitt og innilega að Rupert myndi vinna en það varð ekki að því. Í byrjun þáttararins var friðhelgiskeppni. Keppendur þurftu að fara í gegnum völundarhús finna 7 eða átta hluta af stiga, leggja stigann svo saman og labba upp á pall. Amber vann þetta og þá vissi ég að Rupert yrði rekinn út. Í raun var það Jenna sem réð því hvort hann myndi vera rekinn út eða að staðan yrði 2-2 og dregið yrði um steina. Jenna vildi greinilega ekki taka þá áhættu.
Um kvöldið var Rupert svo rekinn út.
Mér fannst þeir sem eftir voru ekki eiga skilið að vinna. Enginn þeirra.
Næsta friðhelgiskeppni átti sér stað eftir alveg hræðilega væmið móment þegar Rob, Jenna og Amber löbbuðu fram hjá kyndlum þeirra sem dottið höfðu út. Síðasta friðhelgiskeppnin var eins og venjulega allir áttu að standa á einhverjum stólpum og máttu ekki hreyfa sig.
Rob vann þá keppni. Nú var mjög greinilegt hver yrði næst rekinn út og svo varð, Jenna var rekin út.
Nú leið að síðasta þinginu og síðasta daginn voru Rob og Amber eitthvað að dúllast.
Á síðasta þinginu var mikið um reiði og biturð eins og maður bjóst við.
Mér fannst ræðan hans Lex mjög góð.
Það var eitt sem vakti athygli mína, þegar Tom bað Rob og Amber að lýsa hvernig þau hefðu leikið leikinn í einu orði. Rob sagðist hafa leikið af kappi og Amber sagði af heppni, einhver annar þurfti að sjá um keppnismálin fyrir hana.
Eftir að allir höfðu kosið fór Jeff svo með atkvæðin í þyrlu til New York.
Reyndar verð ég að segja mér fannst atriðið sem hann stóð á þyrlufætinum og hélt sér í eitthvað og flaug yfir frelsisstyttuna og Empire state building ekki sniðugt. Ég hélt ég myndi deyja við að horfa á þetta ógeð, kannski er hann ekki jafn lofthræddur og ég.
Á lokaþinginu í New York varð svo óvæntur atburður. Rob bað Amber að giftast sér og hún sagði já. Voðalega dúlló allt saman.
Svo kom í ljós að Amber hafði unnið.
Að mínu mati átti hún það ekki skilið því að hún hafði hangið á bakinu á Rob allann tímann. Í rauninni átti Rob ekki skilið að vinna heldur fyrir að hafa logið og svikið svo marga.
Ég held að þau séu óvinsælustu sörvivor keppendur allra tíma.
You are Barbamama. You spend most of your time
alone, developing your subtle talents. No one
really knows you.
Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla
Djöfulsins kjaftæði.
Er ég svona?
mánudagur, maí 17, 2004
Ég átti að byrja í nýju vinnunni minni á morgun en nú er ég veik.
Ég hringdi í starfsmannastjórann og hún sagði að þetta væri allt í lagi. Ég mætti byrja að vinna á miðvikudaginn í staðinn.
Ég er búin að gera einhverjar breytingar á blogginu en er samt ekki alveg búin.
Fjandans rss molarnir eru með eitthvað vesen og lenda allaf nedst á síðunni.
Ég reyni að laga það seinna.
miðvikudagur, maí 12, 2004
| |
Þátturinn í gær var mjög spennandi.
Rupert og Jenna voru orðin mjög þreytt á Rob og Amber og vildu reka þau út.
Þegar Rupert var að reyna að fá big Tom til að mynda bandalag með þeim þá Rob Tom til að snúa á Rupert.
Í verðlauna keppninni var Rob að sjálfsögðu bílinn og mátti svo bjóða einhverjum að koma með sér í bílabíó. Að sjálfsögðu bauð hann Amber með og þegar þau komu í bílabíóið þá fékk Amber gefinst bíl líka.
Þegar þau komu aftur í búðirnar fannst mér þau monta sig of mikið.
Í friðhelgiskeppninni vann svo Rob líka og um kvöldið var big Tom rekinn út.
Ég held að hann geti best kennt sér um sjálfur, hann hefði átt að standa með Rupert og Jennu. Mér hefur aldrei þótt hann neitt klár eins og sést hann skaut sjálfan sig í fótinn og var svo rekinn út.
föstudagur, maí 07, 2004
Í gær horfði ég á síðasta þáttinn af Sex and the city. Mér fannst hann mjög góður miðað við síðasta þátt sem var hálfgert prump.
Carrie fattaði loksnins að Rússinn hugsaði bara um sinn eigin rass, hún átti alltaf að vera tilbúin til að gera allt fyrir hann en hann gerði ekkert fyrir hana. Síðasti dropinn var svo þegar hann sló hana í andlitið.
Mr. Big var kominn til Parísar til að leita af Carrie og fann hana. Smith kærasti Samönthu var að fara til Kanada að taka upp einhverja mynd. Samantha hafði misst þörfina fyrir kynlíf (ótrúlegt en satt út af krabbameinsmeðferðinni sem hún var í og sagði Smith að hann gæti alveg sofið hjá einhverri annari ef hann vidli en hann gerði það ekki enda vildi Samantha það ekki í raun og veru, Charlotte og Harry voru búin að sækja um ættleiðingu og þegar þau hittu svo parið sem sem ætluðu að gefa barniið sitt til ættleiðingar sögðu þau að þau væru hætt við, seinna í þættinum fengu þau svo bréf um að það kæmi til þeirra lítil stelpa frá Kína eftir sex mánuði. Miranda og Steve tóku að sér mömmu Steve en hún var hálfminnislaus eftir heilablæðingu. Svo átti Miranda mjög gott moment með vinnukonunni sinni Mögdu.
Carrie flutti heim og byrjaði að skrifa dálkinn sinn aftur og var byrjuð aftur með Mr. Big (sem heitir John).
Happý happý ending, sem ég er mjög ánægð með.
Ég er líka ánægð að það var ekki gert of mikið af þessum seríum, þetta fólk veit greinilega hvenær það á að hætta.
Þátturinn hættir á toppnum.
mánudagur, maí 03, 2004
Úff það var frekar augljóst hver myndi fara heim í þessum þætti.
Í síðasta þætti þegar fólk átti að skrifa það sem þeim fannst um hina hefðu þeir átt að segja að Shi Ann kann ekki að halda kjafti frekar en Jenna.
Í þættinum var Shi Ann mjög mikið útundan og var það eiginlega henni sjálfri að kenna eftir montið í síðasta þætti.
Ég held að það séu nokkrar góðar reglur sem allir þeir sem eru í sörvivor þurfa að kunna. 1. Halda sér saman, ekki tala of mikið. 2. Ekki rífast, sama hversu pirrandi fólk er og 3. Ekki monta sig.
Jenna var líka farin að fara mikið í pirrurnar á fólki enda er hún alveg óþolandi.
Rupert er greinilega orðinn eitthvað þreyttur og lét hann það í ljós einn daginn þegar hann var að veiða og vildi ekki gefa hinum letingjunum af fisknum sínum.
Ég las ummælin frá Aliciu í síðasta þætti og sagði hún að margir úr hópnum reiða sig of mikið á Boston Rob og fela sig eiginlega bak við hann, ég held að það eigi aðallega við Amber og ég held að það eigi líklega eftir að koma í bakið á henni seinna. Spurning hvort að hún eigi skilið að vinna, hún hefur ekki haft mikið fyrir þessum leik hingað til. Ég held það líka að það voru mikil mistök hjá Lex að reka hana ekki út þegar hann hafði tækifæri til þess.
Ótrúlegt en satt vann sveitadurgurinn big Tom bæði verðlaunin (sonur hans vann þau eiginlega) og friðhelgina og í verðlaun fékk hann að fara með syni sínum og svo átti hann að velja annan keppanda og aðstanda til að fara með sér og hann valdi Bob og bróðir hans Mike (Rupert hefði kannski verið valinn hefði hann látið big Tom fá eitthvað betra að borða í síðustu keppni og ef hann hefði ekki slafrað í síg 15 glösum af bjór fyrir framan hann). Þeir fjórir fóru í gömlu Chapera búðirnar og fengu mat og vín. Þarna kom í ljós hvað Rob finnst um big Tom, honum finnst hann vera heimskur sveitadurgur, ég veit ekki hvort ég sé sammála, Tom er kannski ekkert gáfnaljós en hann er ekkert endilega heimskur.
Rob drakk mjög mikið og spurning hvort að það hafi komið niður á honum í friðhelgiskeppninni.
Eftir friðhelgiskeppnina byrjaði svo hösslið, Shi Ann reyndi að fá alla með sér til að kjósa út Jennu, ég held að big Tom hafi alveg verið til í það. Hún gleymdi samt að tala við Rupert og ég held að hún hefði átt að gera það því hann var orðin frekar þreyttur á Jennu.
Á þinginu gróf Shi Ann svo endanlega sína eigin gröf með því að drulla yfir alla hina keppendurna. Hún kom reyndar með góðann punkt að það væri best að kjósa þann út sem væri besti leikmaðurinn. Hún reyndi svo að kjósa Amber út en var svo sjálf kosin út með 5 atkvæðum gegn einu.
Nú vil ég fara losna við Jennu eða Amber. Þær hafa ekkert fyrir þessari keppni og hanga bara á bakinu á Rob.
laugardagur, maí 01, 2004
Ég ákvað að setja upp lítinn óskalista fyrir afmælið mitt sem verður 28 maí. Hérna getið þið séð hann.