Baby faced assassin

Góðar stelpur fara til himmna, vondar stelpur fara hvert sem þær vilja

|

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Vonbrigði

Ég var nú svoldið fúl að Shandi vann ekki í America´s next top model. Mér fannst hún best.
|

Helvítis, andskotans, djöfulsins

Tölvan mín er biluð eina ferðina enn. Núna kemst ég bara alls ekki inn í windowsið.
Og þetta gerist á versta tíma.
Baaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaahhhhhhhhhhhhh

Annars gerðum við Eygló útvarpsþátt nr. 2 á þriðjudaginn. Það var mjög skemmtilegt svo fórum við á Subway á eftir jummi
|

laugardagur, nóvember 20, 2004

Uppreisnagjarnir endajaxlar

Ég er alveg að verða brjáluð, það eru tveir endajaxlar að koma upp, það virðist var pláss fyrir einn af þeim og þessu fylgjir pína og leiðindi.
|

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Sætttttttt

Ég vona að ég geti póstað þessari mynd hún er rosalega sæt.


|

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Ohhh hvað ég eitthvað fattlaus

Ég vissi t.d. ekkert um það að Marianne Faithful væri að halda tónleika hérna, ég hefði vilja fara en nú er allt uppselt.
|

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Æi fokk

Afhverju í anskotanum þarf Steinunn Valdís Óskarsdóttir að verða næsti borgarstjóri. Ég þoli manneskjuna ekki, ohhhhhhhhhh andskotinn.
|

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Gullborgirnar

Ég var eitthvað að browsa og leita að þáttum á internet movie database sem heita Gullborgirnar eða The Mysterious Cities of Gold, sem ég horfði alltaf á þegar ég var krakki, man ekki einhver eftir þessum þáttum, þetta voru örugglega fyrstu japönsku þættirnir sem voru sýndir í sjónvarpi (voru reyndar fransk/japanskir). Væri til í að sjá þættina aftur, samkvæmt Eygló eiga þau þættina ég fæ kannski einhvern tímann að kíkja á þá.

Í augnablikinu er ég að borða bananastangir sem líta út eins og ákveðið karlmannslíffæri.
|

Ætli ég svari þessu ekki

1) ever had a song written about you? ?Neibb
2) what song makes you cry? ?Eitt lag úr myndinni um fílinn Dúmbó
3) what song makes you happy? ?Monster in the parasol
4)height - 1.65
hair color ? Svart
eye color - gráblá
piercings ? fimm eyrnalokka í báðum eyrum
tattoos ? nei en væri alveg til í að fá mér eitt
what are you wearing? ? Gallabuxur og prjónapeysa
what song are you listening to? ?Eitthvað lag með Brain police
what taste is in your mouth? - kók
whats the weather like? ? rigning
how are you? ? alltílagi
get motion sickness? ? verð sjóveik ef ég er þunn
have a bad habit? ? alveg helling
get along with your parents? ? jámm
like to drive? ?Já það er eitt af þvi skemmtilegasta sem ég geri, enda má ég ekki keyra sem gerir keyrsluna skemmtilegri
boyfriend ? Neibb
girlfriend ? Ertu að meina vinkonu eða kærustu?
children? ? Nei
had a hard time getting over somone? ?Ójá
been hurt? ? Duh já
your greatest regret? ?Mmm mér dettur ekkert í hug núna
your cd player has in it right now? ?Í gettóblasternum mínum er Essence með Funk harmony park í mp3 spilaranum mínum er brenndur diskur með kyuss, desert session 9 og 10 og Queens of the stone age
if you were a crayon what color would you be? - Rauður
what makes you happy? ? Ehhh fólk
whats the next cd you're gonna get? ?Brúðarbandið og Singapore sling
seven things in your room? ?tölva, eintak af breska Vogue, myndir, skólabækur, pennaveski, teikniblokk og ég sjálf
seven things to do before you die... ? ehhhh þoli ekki svona spurninga
rtop seven things you say the most... ?ömurlegt, ömurlegt, fokk, shit, ömurlegt, andskotinn, ömurlegt
do you...smoke? - ehhh
do drugs? - nei
pray? ? nei ég er trúleysingi
have a job? ? nei er nemi
attend church? ? neiiiiiiiiiiiii
have you ever....
been in love? ? já oft
had a medical emergency? - já
had surgery? - já
swam in the dark? ? já en það var bara í svona fimm klukkutíma
been to a bonfire? ? hvað er það
got drunk? ? já oft
ran away from home? - nei
played strip poker? ? já nokkrum sinnum
gotten beat up? - jámm
beaten someone up? ? já, nokkra stráka í gaggó sem voru að bögga mig og böðulinn sem ætlaði að busa mig
been onstage? ? jamm í einhverju leikriti og í kór
pulled and all nighter? ? og hvað þýðir það (shit ég þarf að fara sækja orðabókina mína til mömmu og pabba
been on radio or tv? - jamm
been in a mosh pit? ? já
do you have any gay or lesbian friends? - já
describe your first kiss ?á dansgólfinu á skemmtistað sem hét Gullið ég er svo barnaleg í framan að ég gat aldrei svindlað mér inn á aðra staði, man ekki einu sinni hvernig gaurinn leit út
wallet - rjómagult
coffee ? með mjólk
shoes ? flottir, ódýrir og þægilegir, því miður fer þetta ekki alltaf sman
cologne ? þú meinar perfume Noa og eitthvað í litlum hvítum brúsa sem ég keypti í apótekinuin
the last 24 hours you have..
cried -nei
bought anything ? munsj fyrir kvikmyndakvöld
gotten sick - neibb
sang - nei
been kissed - nei
felt stupid - já
talked to an ex - nei
talked to someone you have a crush on - nei
missed someone - nei
hugged someone ? nei

Þá er þetta komið

|

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Útvarpsþáttur

Á þriðjudaginn fór ég og Eygló upp í Rúv til að taka upp útvarpsþátt fyrir inngang að þjóðfræði.
Fyrst þegar við komum inn í húsið þurftum við að fá passa, konan í lobbýinu spurði okkur hvort að við værum að fara gera þátt fyrir samfés, sem er frekar fyndið því að ég er 29 og vinkona mín 21, við er samt soldið unglegar svona, en samt tel ég mig ekki lita út eins og ungling.
Svo fórum við í stúdíó fimm til að taka upp þáttinn. Við vorum orðnar mjög spenntar, fyrst gerði ég þau mistök að horfa allt of mikið niður á handritið mitt svo að hárið á mér snéri að míkrafónium, þegar ég var búin að koma mér almennilega fyrir var byrjað að taka upp. Það gékk miklu betur en ég hafði haldið, ég þurfti ekki að lesa upp mitt eigið nafn sem er gott.
Nú verðið þið öll að hlusta á þjóðbrók eftir áramótin og fáið vini ykkar til að gera það líka.

|

mánudagur, nóvember 01, 2004

Eldað með Narciusi

Ég horfði á hræðilegan þátt áðan sem heitir eldað með Jóa Fel. Mér finnst að þátturinn ætti frekar að heita eldað með Narciusi það passar betur við. Guð hvað þessi maður er uppfullur af sjálfum sér. Kommon þetta er matreiðslu þáttur ég vil ekki sjá Jóa Fel beran að ofan í matreiðsluþætti. Öhhhhhhhhhhhhhh.

Er annars að fara að gera útvarpsþátt á morgun er frekar stressuð, er komin með smá paranoju ó nei ég er komin með kvef þetta misheppnast allt bla bla bla. Fékk ráð frá Kanadíska vini mínum um öndunaræfingar, hann er leikari sem hefur lesið mikið af útvarpsauglýsingum.
Gat annars ekki sofnað í nótt, örugglega af stressi, fannst ég ekki getað sagt mitt eigið nafn an þess að stama, hiksta og vera eins og bjáni.

Annars var Kanadíski vinur minn að koma úr uppskurði það var verið að skipta um mjöðm, hann þeyttist út úr bíl á ferð. Hann sagði mér að hann var vakandi meðan á uppskurðinum stóð, skrýtið og ég vil helst vera svæfð meðan ég er hjá tannsa.