Baby faced assassin

Góðar stelpur fara til himmna, vondar stelpur fara hvert sem þær vilja

|

mánudagur, desember 27, 2004

Jólahjal

Þetta eru búin að vera mjög róleg og þægileg jól hjá mér. Ég gisti í nokkra daga hjá mömmu og pabba.
Á aðfangadag fékk ég möndlugraut, enginn fékk möndluna svo að möndlugjöfin liggur ennþá undir jólatréinu.
Í jólamatinn fengum við humarrétt í forrétt, hreindýrasteik í aðalrétt og auðvita eins og síðustu 15 ár ananasfrómas mmmmm nammi namm.
Ég fékk margar góðar gjafir.
Frá mömmu og pabba fékk ég eldhúsvigt (nú get ég bakað án þess að eiga það á hættu að kökurnar mínar springa í loft upp þegar maður borðar þær), mamma og pabbi gáfu mér líka ljósaseríu sem mamma gerði sjálf. Frá litla bróður fékk ég tvo geisladiska Mugison og Þórir (hann gat víst ekki gert upp á milli þeirra gæskurinn), frá Magnúsi bróður, kærustunni hans henni Maríu, Alexander frænda og Agnesi frænku fékk ég þessa glæsilegu grillpönnu. Frá Nilla fékk ég disk með Kings of leon og frá Óla og Eygló fékk ég glæsilegann kokteilhristara svo nú get ég farið að blanda almennilegan cosmopolitan.
Mér ættu nú ekki að leiðast eldhússtörfin með þessum græjum, með kokteilglasið í hendinni og hlustandi á músík.

Á jóladag fór ég í jólaboð til ömmu og afa, þar var spilað scrabble og vist (ég fékk 74 stig í vist svo ég ætti að vera ánægð), svo borðuðum við hangikjöt með öllu tilheyrandi og fengum svo aðsjálfsögðu mandarínufrómas í eftirrétt.

Í gær fór ég svo í jólaboð til Olgu frænku minnar þar hitti ég ættingja mína og hitti smábörn sem ég vissi ekki einu sinni að væru til, ég fékk gott að borða (í þessu jólaboði tíðkast hlaðborð þar sem allir taka með sér einhvern rétt).
Um kvöldið fór ég svo heim og horfði á adaptation og teiknaði í teiknibókina mína.

Í dag tekur svo hversdagsleikinn við og nú er þvottadagur sem skýrir af hverju ég er í ljótustu gallabuxunum mínum.
|

mánudagur, desember 20, 2004

Nýr fjölskyldumeðlimur

Ég fór í skírnarveislu í gær, frænka mín var að eignast litla stelpu, sem er rosalega sæt og heitir Aníta Líf.

|

Maður á gangi með klósett

Ég sá frétt í mogganum um maður sem var labbandi niður í bæ með klósett undir hendinni, svo henti hann því á götuna og það mölbrotnaði.

Ótrúlega fyndið eitthvað.
|

miðvikudagur, desember 08, 2004

Nei

Það er ein bók sem hefur mikið verið auglýst undanfarið sem heitir nei og er um hugrakkt lítið skrímsli, þó að ég eigi að heita fullorðins þá langar mig rosalega í þessa bók, auglýsingin heillar allavegna.
|

Prik í kladdann

Verslunarfélag Reykjavíkur fær plús í kladdann hjá mér fyrir auglýsinguna sem hefur verið sýnd í sjónvarpinu. Loksins. Að vinna á kassa er nógu mikið skítastarf þó að maður sé ekki að afgreiða leiðinlegar og frekar pelsakellingar, þreyttar húsmæður með organdi börn og svo frv. Ég var einu sinni að vinna á kassa og það er það versta starf sem ég hef verið í. Verst af öllu var þó að vinna í Hagkaup í Garðarbæ þar sem pelsakellingar dauðans búa og gera manni lífið leitt.

En allavegna VR klapp, klapp, klapp.
|

þriðjudagur, desember 07, 2004

Sagnameistari

Hvað er með það að í auglýsingum fyrir bækur eru rithöfundar alltaf kallaðir sagnameistarar. Mér finnst þetta svolítið asnalegt.
|

sunnudagur, desember 05, 2004

Yaaaaaaaaaaaaaaaaayyyyyyyyyyyyyyyyy

Það er búið að gera við tölvuna mína, vúhúú.

Ég downloadaði líka firefox og nota það í staðinn fyrir explorer.

Miklu miklu betri browsari með stórum stöfum.