Baby faced assassin

Góðar stelpur fara til himmna, vondar stelpur fara hvert sem þær vilja

|

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Áramótaskrall

Á gamlársdag fór ég með töskuna mína til mömmu og pabba (gisti svo þar um nóttina). Hafði það ágætt og spilaði við litlu frænku og frænda. Ég fékk voða gott í matinn, í forrétt fékk ég marineraðann hörpufisk með rifsberjum og drakk freyðivín með, í aðalrétt fékk ég rjúpur og kartöflutoppa og drakk rauðvín með og í eftirrétt fékk ég mjög ljúffenga súkkulaði souffle með hindberjasósu og rjóma. Svo var horft á frétta annála og skaupið sem var frekar klént (fyrir utan nokkur atriði) svo var drukkið meira freyðivín og horft á flugvelda (ókeypis haha). Eftir að ég var búin að blanda cosmopolitan í tveggja lítra kókflösku fór ég til frænku minnar og sat þar og spjallaði í nokkra stund, svo fór ég með vinkonu minni til vinkonu hennar og drakk þar þónokkrar fullnægingar og meiri cosmo. Ég fékk gefinst hössl hatt með því skilyrði að ég myndi hössla. Við fórum á Thorvaldssens bar og þar króaði ungur maður mig af út í horni (rétt við klósettin mjög kósý og huggulegt) og bað mig um að koma heim með sér (mér finnst reyndar örvæntingarfullir karlmenn reyndar allgjört törnoff), ég eignaði mér allavegna hössl hattinn eftir þetta atvik. Vinkona vinkonu minnar hvarf svo og við fórum á 22 dönsuðum og drukkum (aðallega ég samt, keypti mér appelsínu kellingardrykk á fokkings átta hundruð kall) og kjöftuðum saman upp á þriðju hæð.
Svo keyrði vinkona mín mig heim og við áttum mjög innilegar og skemmtilegar samræður á leiðinni.
Ég kom heim klukkan sex og vaknaði klukkan fjögur daginn eftir (ekta nýársdagur þegar maður gerir ekki neitt nema að dorma og horfa á sjónvarpið).

Annars byrjaði ég aftur að skrifa í dagbókina mína um daginn en í hana fer allt efni sem er of private fyrir þessa síðu.