Baby faced assassin

Góðar stelpur fara til himmna, vondar stelpur fara hvert sem þær vilja

|

laugardagur, apríl 30, 2005

Ofnotkun ljósabekkja

Lenti alveg óvart í því að sjá keppni í hreysti á rúv og þá voru einhverjar stelpur að keppa og þær eru allar óeðlilega brúnar, ein leit út eins og svört kona með aflitað hár, ég var að tala um mutants hérna um daginn og ég verð að segja að þetta fólk fellur í hópinn með strekktu fólki sem hefur ofnotað lýtalækningar og öðrum sirkús viðrinum.
Þetta er barasta ógeðslegt.
|

föstudagur, apríl 29, 2005

Helvítis

Helvítis strætóbílstjórar var að bíða í strætóskýli á laugarveginum þegar fimman keyrði fram hjá mér, án þess að stoppa.
Þessir strætóbílstjórar eru alveg clueless.

Það er annars eitthvað mjög ósvalt fólk fyrir utan að spila á bongótrommur og harmónikku og syngja...falskt.
|

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Ojjjjj

Djöfull finnst mér New order leiðinleg hljómsveit.
Hef aldrei þolað þá.

Er annars að fara á námskeið í vinnunni minni á morgun, nenni varla en ég verð að fara.
|

Feel good inc.

Mér finnst lagið Feel good inc. með Gorillaz rosalega líkt Cake.
Það er annars alveg ágætt.

Var að fatta að tölvan mín er hætt að hljóma eins og hrærivél, jeiii.

Jæja ætli ég fari ekki að gera mig tilbúna fyrir vinnuna.
|

Hvað vitið þið um mig

Afsakið Óli fyrir að herma eftir þér.

Hérna kemur svona quiz um mig.

I made a Quiz for you! Take my Quiz! and then Check out the Scoreboard!
|

sunnudagur, apríl 24, 2005

Jæja

Þá er Englendingurinn háttprúði að yfirgefa landið á morgun, í kvold bauð ég honum í mat. Ég hafði Sesam húðaðan þorsk með kartöflubátum og salati og malt með í eftirrétt var skyr með rjómablandi og bláberjum. Eftir það fórum við og Halli bróðir sem var líka í mat á Dillon og drukkum þar hittum vini Ian. Ian, gaf mér svo gotsa ólina sína því hann átti aðra heima og ég sit hérna skýum ofar og dáist að nýju ólinni minni.
Svo vorum við öll samfó í leigubíl og kvöddumst með virktum og ég fékk handarkoss.
Svo hitti ég Ian bráðlega á internetinu aftur.
Öhhh ég er komin með þynnkuhausverk svo ég held að ég fari að sofa.
|

laugardagur, apríl 23, 2005

Robert Plant

Ég, Óli og Eygló fórum á Robert Plant tónleikana í gær og það var mjög gaman, Ske voru að hita upp og voru svona la la eins og þeir eru alltaf.
Mikið var um steingervinga í Laugardalshöllinni. Ég finn alltaf fyrir því að vera lágvaxin þegar ég fer á svona tónleika, get ekki séð á sviðið (þar sem gesturinn háttprúði frá Englandi var að stilla gítara). Svo kom kona svona um 175 til 180 sm og stóð beint fyrir framan mig og Eygló (sem er enn minni en ég) þar sem ég vildi ekki horfa á bakið á henni allt kvöldið endaði að ég færði mig. Svo var mjög sérstakt par svona um fertugt sem var til hliðar við okkur, þau voru mjög róleg þangað til að vinur mannsins kom til þeirra og kallarnir brjáluðust og byrjuðu að öskra rock´n´roll sem er ekki mjög svalt. Svo byrjaði einn kallinn að hoppa eins og brjálaður ég var soldið hrædd að hann myndi hoppa á mig.
Robert Plant var annars mjög góður og ég er alveg að fíla þetta nýja stöff hans sem ég hef aldrei heyrt áður, svo tók hann nokkur Led Zeppelin lög sem var mjög skemmtilegt líka.
|

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Mutants

Ég hef verið að pæla í þessu. Ætli fólk sem fer mikið í lýtaaðgerðir sé stökkbreytt, það sé kannski sirkusfrík dagsins í dag?
Ég held að skýrasta dæmið sé auðvita Micheal Jackson.
|

Gestur frá Englandi

Maður sem ég þekki í gegnum internetið kom í gær til Íslands. Við hittumst á bar 11 og fórum svo á Dillon sem var miklu þægilegra að vera. Ég held að ég hafi ekki verið eins full í langann tíma, enda drakk ég fjögur skot og 4 bjóra (það er kannski ekki mikið fyrir aðra en mig en ég er svona frekar mikill hænuhaus, gesturinn minn hjálpaði mér svo að ná í leigubíl.
Það var gaman að hitta hann við spjölluðum um heima og geima.
Þegar ég var að bíða eftir honum á bar 11 kom einhver gaur í jogginggalla og með kúrekahatt og bað mig að dansa, klukkan var bara ellefu og bar 11 er ekki beint dansstaður.
Ég skemmti mér allavegna mjög vel og næstu daga ætlum við að þvælast um Reykjavík
|

miðvikudagur, apríl 20, 2005

You are shit and I´m champagne

Fann uppáhalds samtalið mitt úr myndinni Happiness, algjör fokkings snilld.

'Cause this is for the girl who
loves me. The girl who cares for me,
for who I am, not what I look like.
I wanted you to know what you'd be
missing. You think I don't appreciate
art. You think I don't understand
fashion. You think I'm not hip.
You think I'm pathetic, a nerd,
a lard-ass fatso. You think I'm shit.
Well, you're wrong. 'Cause I'm
champagne. And you're shit.
And till the day you die, you,
not me, will always be shit.
|

mánudagur, apríl 18, 2005

Sætt

|

sunnudagur, apríl 17, 2005

Magdalenusystur

Er að horfa á mynd á rúv sem the The Magdalene systers). Myndin gerist um 1960 og fjallar um ungar stúlkur sem eru sendar í klaustur Magdalenusystra fyrir ýmsar syndir eins að eignast börn án þess að vera giftar, hégóma og fleira. Í klaustrinu voru þær pyntaðar (á mjög sadískan hátt), niðurlægðar og voru í raun hvítir þrælar. Þetta allt var gert í nafni trúarinnar.
|

Legó gítar

Varð að pósta mynd af þessum gítar


Fór í mat til mömmu og pabba eftir vinnu og fékk purusteik.
Var mikið föðmuð af litlu frændsyskinum mínum.
Horfði með þeim á söngvakeppni framhaldsskólana og drakk moccalíkjör sem var á bragðið eins fljótandi kandís,sleikti meira segja glasið á eftir til að ná síðustu dropana.
Fór heim um tólf leytið.
|

föstudagur, apríl 15, 2005

Ein á báti

Ég var að vinna í kvöld og þegar ég hugðist ganga niður á Hlemm tók ég eftir veitingastaðnum Banthai og garnirnar voru byrjaðar að gaula.
Ég settist inn og settist og ég var eina manneskjan sem var EIN. Er ég eina manneskjan á landinu sem borðar stundum ein út?
Allavega pantaði ég mér Tom Jam súpu, hún var soldið dýr en ég verð að segja að þetta er besta súpa sem ég hef smakkað. Hún var með miklu chilli, lemongrass og basil.
Ég byrjaði að svitna og tárast. Þessi súpa er eins og spark í hausinn, hristir vel upp í manni.
Fór svo og keypti mér pipamyntubrjóstsykur sem er nýjasta æðið mitt. Ég ætla að slæpast og horfa ókeypis á bíórásina.
|

fimmtudagur, apríl 14, 2005

I pity the fool

Þetta er æðislega fyndið.

Treat you´re mutha right
|

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Artie fartie party

Á föstudaginn eftir vinnu hitti ég Hröbbu og félaga hennar fyrir utan Dillon, þar var Reykjavík Grapewine party. Ég hef aldrei séð svona troðið á Dillon við gátum ekki sest neins staðar niður. Á barnum féngum við fríkeypis bjór og snapps, það er ekkert betra en að drekka ókeypis. Ég smakkaði Gajol snapps mjög gott (ég verð að splæsa í flösku af því). Ég fékk að heyra að ég væri svona listó, eldri kona (mér var ekki skemmt). Loksnins í enda partýisins gátum við sest niður og spjallað t.d um nýju klippinguna mína, systir meðleigjanda míns klippti mig (Takk Gunnhildur). Ég hitti strák sem tók í höndina á mér og vildi ekki sleppa, spurði mig hvort ég væri fræg, sagði mér að ég þyrfi að vera opnari og fór að reyna klæða mig úr jakkanum, svo losnaði ég loksins í burtu og var næstum dottinn (hann var nú samt soldið sætur). Svc fórum við á 22, dönsuðum og drukkum meira, tókum myndir (eins og þið getið séð á síðunni minni).
Um fjögur leytið var ég orðin nokkuð þreytt og skapplappaðist niður á Lækjartorg að ná mér í taxa. Á torginu var mjög skeggjaður, háttvís maður sem hjálpaði mér að ná í taxa takk takk hver sem þú ert.
Eitt af því besta við kvöldið var að Hrabba vinkona mín sagði mér að ég væri með hjarta úr gulli, allavega flaueli.
|

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Bleeeeeeghhh

Helvítis tölvan mín er farin að hljóma eins og hrærivél, alveg óþolandi andskoti.
|

mánudagur, apríl 04, 2005

Gallup

Jæja þá er ég komin aftur í gömlu vinnuna mína í Gallup.

Þó að það sé ár síðan ég vann þar síðast hef ég engu gleymt. Það er ennþá jafnauðvelt að pirra fólk í símanum.
En auðvita er ég eins kurteis eins og hægt er þá er fólkið auðvita kurteist á móti.

Annars horfði ég á hátíðadagskrá í tilefni 200 ára afmælis H.C. Andersen, það var mjög fínt (sleppti samt að horfa á helvítis strengjabrúðuna á rúv)

Skrapp með vinkonu minni á 11 á föstudaginn og fékk mér einn bjór annars var ég að vinna um helgina.

Fór svo í mat til mömmu og pabba í dag, fór með litlu frænku út á róló og í fótbolta með henni og frænda mínum. Þarnæst gerðist ég módel fyrir frænku mína sem er 4 ára, hún er nú frekar harðhent hárgreiðslukona svo ég gerði uppreisn og hætti sem módel, þá fór hún bara að snyrta sig í staðinn.

Fékk byonne skinku í matinn.