Þetta var bara fín helgi hjá mér.
Á föstudaginn var pöntuð pizza á heimilið og bjór sötraður með, miklar umræður fóru í gang eftir matinn og urðu umræðurnar mjög heitar.
Seinna um kvöldið var horft á The big Lebowski yfir tebolla.
Á laugardaginn fór ég í göngutúr, kíkti við á flóamarkaðnum hjá Sirkús, aðeins í Kolaportið (en ég var of sein klukkan var orðin fimm), þá skellti ég mér niður á Austurvöll og lagðist í grasið og las bókina sem ég var með (Hún heitir The curious incident of the dog in the night time eftir Mark Haddon).
Austurvöllur var alveg troðinn enda var frábært veður. Eitt fattaði ég ekki, það var fullt af fiski á Austurvelli, flökum og bútum.
Um kvöldið hafði ég það bara rólegt horfði á videó og slappaði af því ég var alveg búin í fætinum eftir daginn.
Í gær gerði ég ekki neitt og lá bara í leti.
Nú ætla ég að fara hunskast til að þvo þvott.
Ps. Er einhver að fatta þetta nýja strætókerfi.