Baby faced assassin

Góðar stelpur fara til himmna, vondar stelpur fara hvert sem þær vilja

|

sunnudagur, júlí 31, 2005

Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus og börn eru frá Júpíter

Vinkona mín er að vinna á leikskóla þar sem öll gullkorn sem koma frá börnunum eru skrifuð niður. Við spjölluðum mikið um börn og foreldra þeirra svo mér datt í hug hvort það væri ekki sniðugt að skrifa bók um það.

Titillinn gæti verið karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus og börn eru frá Júpíter.
|

Þynnka frá helvíti

Ég fór út að skemmta mér í gær með Þórnýu og Hröbbu, drakk soldið hratt og endaði með því að fara heim snemma.
Nú er ég að deyja í hausnum.
Vona samt að ég meiki það í mat til mömmu og pabba.
|

laugardagur, júlí 30, 2005

Ættleiðingastofa andsetina barna

Þar sem ég sat og horfði á the omen í kvöld og dáðist að hversu mikil rasköt þessi litlu andsetnu börn eru datt mér í hug að opna ættleiðingastofu fyrir þau, þau þurfa víst líka á foreldrum að halda.
Það myndu nottla vera reglur, væntenlegir foreldrar megi ekki aftra þeim frá því að frelsa Satan úr helvíti.
Er að pæla hvort ég gæti fengið Whitney Houston til að syngja Save the possessed children fyrir fimm grömm af kóki....eða kannski Leoncie.
|

föstudagur, júlí 29, 2005

Ehhhh

Er með lagið Hanky the christmas poo á heilanum þessa dagana.

Annars er ég að leita mér að vinnu, er komin með ógeð af Gallup.
|

mánudagur, júlí 25, 2005

Góð helgi

Þetta var bara fín helgi hjá mér.
Á föstudaginn var pöntuð pizza á heimilið og bjór sötraður með, miklar umræður fóru í gang eftir matinn og urðu umræðurnar mjög heitar.
Seinna um kvöldið var horft á The big Lebowski yfir tebolla.
Á laugardaginn fór ég í göngutúr, kíkti við á flóamarkaðnum hjá Sirkús, aðeins í Kolaportið (en ég var of sein klukkan var orðin fimm), þá skellti ég mér niður á Austurvöll og lagðist í grasið og las bókina sem ég var með (Hún heitir The curious incident of the dog in the night time eftir Mark Haddon).
Austurvöllur var alveg troðinn enda var frábært veður. Eitt fattaði ég ekki, það var fullt af fiski á Austurvelli, flökum og bútum.
Um kvöldið hafði ég það bara rólegt horfði á videó og slappaði af því ég var alveg búin í fætinum eftir daginn.
Í gær gerði ég ekki neitt og lá bara í leti.
Nú ætla ég að fara hunskast til að þvo þvott.

Ps. Er einhver að fatta þetta nýja strætókerfi.
|

föstudagur, júlí 22, 2005

Skál

Ég er komin úr gipsinu loksnis. Þarf samt að nota eina hækju en er miklu fljótari í ferðum.
Í kvöld verður fagnað með pizzu og bjór og á morgun verður líklega fagnað með pupusas og bjór.
Fékk afmælisjöf áðan frá Nils áðan, hann gaf mér áritaða mynd af Josh Homme og ég er sko alveg í sjöunda himni.
Þetta er góður dagur.
|

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Sorgartíðindi

Uppgötvaði það um daginn að það væri hætt að framleiða haltu kjafti karamellur.
Ég er í uppnámi.
|

laugardagur, júlí 16, 2005

Harry and the potters

Harry and the potters eru 2 gaurar sem syngur um Harry Potter.



Harry and the potters á Myspace
|

föstudagur, júlí 15, 2005

7 dagar

Það eru 7 dagar þangað til að ég kemst úr gipsinu.
Jeiiii.
|

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Sin city

Vá fór á Sin city í bíó áðan. Þessi mynd er geðveik, vel gerð og svo hrá og flott, æðislegir contrastar.
Ég held að ég hafi barasta verið í vímu þegar ég kom út úr bíóinu.

Þið verðið að sjá hana.
|

mánudagur, júlí 11, 2005

Jummmy

Fór út að borða með vini mínum á Angelo´s.
Fékk mér piparsteik og rauðvín.
Er mjög tipsý núna.
Vandræðalegt að vera tipsý á mánudagskvöldi?
|

laugardagur, júlí 09, 2005

Sorglegt

Ojjjj bara hvað auglýsingarnar með Jenna í Brain police eru hræðilegar.
Ég hélt að það væri ekki hægt að leggjast svona lágt en það er greinilega hægt.
|

föstudagur, júlí 08, 2005

Videogláp og nammiát

Ég skrapp út á videoleigu áðan og tók Napoleon Dynamite og Sideways og keypti nammi jeii.
Ég verð bara að segja að Napoleon Dynamite er algjör snilld, er alveg í sama klassa og Clerks finnst mér.
Ég er voðalega hrifin af svona ódýrum, heimagerðum myndum.
Er annars komin heim.
Og þarf virkilega virkilega að fara að finna fjarstýringuna mína.
|

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Queens of the stone age

Ég fór á Queens of the stone age og foo fighters í gær.
Var áður búin að heyra að queens væru æðislegt tónleikaband og það er alveg satt.
Þeir voru mjög þéttir og improvuðu á fullu alveg æðislegt.
Ég stóð á hækjunum í miðjunni, sá því miður ekki mikið upp á svið en sá þó eitthvað og blótaði Íslendingum fyrir að vera svona hávaxnir eða mér fyrir að vera bara 165 sm.
Þegar Foo fighters byrjuðu að spila settist ég bara niður og hafði það rólegt.
Þegar ég var á leiðinni út var einhver gaur sem vildi endilega hjálpa mér þó ég þyrfti enga hjálp og hann varð hundfúll og labbaði í burtu, mjög fyndið.
Er annars núna heima hjá mömmu og pabba í nokkra daga og hef það fínt. Mamma var að koma úr uppskurði svo við höfum það ágætt saman, horfðum á bbc food í allan gærdag.
|

föstudagur, júlí 01, 2005

Hmmmmm

Var að sjá einhverja sumarauglýsingu frá Dressman.
Ég verð bara að spyrja kosta stuttbuxur mikla peninga?

Ojjjj það er einhver íþróttaþáttur að byrja í sjónvarpinu.
|

Pizzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzza

Ohhhhh Óli og Eygló þessar elskur ætla að kíkja til mín með pizzu og katan.
Jeiiiiiii ég fæ eitthvað almennilegt að borða ekki núðlur eða brauð.
Ég er strax byrjuð að slefa.
|

Sopranos

Ég dýrka draumana í sopranos það eru bara skrýtnustu draumar ever.
Mjög súrrealískir.