|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
mánudagur, október 31, 2005
Ég hef verið að horfa á aðra seríu af 24 og ég verð að segja að það er mjög fyndið, þegar heimsendir (kjarnorkusprengja er að springa yfir LA) hafa konurnar á lögreglustöðinni alltaf tíma til að setja á sig gloss.
sunnudagur, október 30, 2005
|miðvikudagur, október 26, 2005
Synd og skömm
Málin á Sólvangi hafa verið mér ofarlega í huga undanfarna daga.
Mér finnst skammarlegt hvað ílla er komið fram við eldra fólk á Íslandi.
Hvernig myndi heilbrigðisráðherra líka að eyða ævikvöldinu í herbergi með fimm ókunnugum einstaklingum, að hafa ekkert næði, eiga ekkert einkalíf og vera í lyfjamóki vegna þess.
Ég heyrði fyrir nokkrum árum að það væri svo mikill niðurskurður þarna að fólk væri vakið nokkrum sinnum hverja nótt til að fara á salernið, til þess að spara bleyjur.
Ég óska engum að eyða síðari hluta ævi sinnar á svona stað.
Fólkið sem kom kynslóðinni sem er alls ráðandi í þjóðfélaginu í dag á betur skilið.
Ps. Þessa dagana er ég farin að hallast meira og meira að anarkisma.
Mér finnst skammarlegt hvað ílla er komið fram við eldra fólk á Íslandi.
Hvernig myndi heilbrigðisráðherra líka að eyða ævikvöldinu í herbergi með fimm ókunnugum einstaklingum, að hafa ekkert næði, eiga ekkert einkalíf og vera í lyfjamóki vegna þess.
Ég heyrði fyrir nokkrum árum að það væri svo mikill niðurskurður þarna að fólk væri vakið nokkrum sinnum hverja nótt til að fara á salernið, til þess að spara bleyjur.
Ég óska engum að eyða síðari hluta ævi sinnar á svona stað.
Fólkið sem kom kynslóðinni sem er alls ráðandi í þjóðfélaginu í dag á betur skilið.
Ps. Þessa dagana er ég farin að hallast meira og meira að anarkisma.
sunnudagur, október 23, 2005
Vonbrigði
Síðasti dagur í airwaves var vonbrigði og kannski hátíðin öll.
Ég held að ég fari ekki næst nema eitthvað mikið komi til.
Fór í hafnarhúsið og sá endann af Jeff Who sem er bara Franz Ferdinand eftirhermuband. Eins og FF séu ekki nógu hræðileg hljómsveit.
Sá Union of Knives sem var mjög vond og ætlaði á Clap your hands and say yeah en þurfti að bíða í klukkutíma í röð og var ekki einu sinni komin nálægt Nasa.
Endaði kvöldið á 200 á grandrokk sem bjargaði kvöldinu. Ég held líka að fara tvisvar á 200 geri gæfumunin svo nú fíla ég þá mikið.
Ps. Það er alltaf gaman að basha danaandskota.
Sit nú heima yfir tebolla með frosna fingur.
Ég held að ég fari ekki næst nema eitthvað mikið komi til.
Fór í hafnarhúsið og sá endann af Jeff Who sem er bara Franz Ferdinand eftirhermuband. Eins og FF séu ekki nógu hræðileg hljómsveit.
Sá Union of Knives sem var mjög vond og ætlaði á Clap your hands and say yeah en þurfti að bíða í klukkutíma í röð og var ekki einu sinni komin nálægt Nasa.
Endaði kvöldið á 200 á grandrokk sem bjargaði kvöldinu. Ég held líka að fara tvisvar á 200 geri gæfumunin svo nú fíla ég þá mikið.
Ps. Það er alltaf gaman að basha danaandskota.
Sit nú heima yfir tebolla með frosna fingur.
laugardagur, október 22, 2005
Freyðivín
Freyðivín fer alltaf strax upp í haus á mér.
Ég drakk 3 glös af fresita í útskriftarveislu hjá Eygló og nú er ég mjögh tipsý.
ætla á aiwaves kl. 22:00.
vona að buzzið haldist.
Ég drakk 3 glös af fresita í útskriftarveislu hjá Eygló og nú er ég mjögh tipsý.
ætla á aiwaves kl. 22:00.
vona að buzzið haldist.
Iceland Airwaves-föstudagur
Ætlaði að fara að horfa á Singapore sling en ákvað í staðinn að fara á Brúðarbandið.
For svo á Kimono á gauknum sem voru mjög góðir.
Fór svo í Hafnarhúsið og sá the voicist (mikið er ég fegin að mínus beiluðu) Voicist voru bara mjög skemmtilegir.
Stóra númerið var auðvitað Juliette and the licks.
Þau voru ótrúlega góð og hún rokkar svo mikið (í bol en engum brjósthaldara, svo það var tvöföld skemmtun) Hún er alveg ótrúlega skemmtileg á sviði.
Ætlaði á Donna Mess en var orðin þreytt svo að ég finn einhverja aðra tónleika með þeim seinna.
En ég held að stjórnendur hátíðarinnar þurfa að fara finna nýja staði. Hafnarhúsið er ekki góður staður, lélegur hljómburður, kuldalegt andrúmsloft. mikið bergmál.
Og grand rokk af hverju grand rokk. Á fimmtudaginn tróðu þeir svo miklu af fólki þarna inn að það leið næstum því yfir mig.
For svo á Kimono á gauknum sem voru mjög góðir.
Fór svo í Hafnarhúsið og sá the voicist (mikið er ég fegin að mínus beiluðu) Voicist voru bara mjög skemmtilegir.
Stóra númerið var auðvitað Juliette and the licks.
Þau voru ótrúlega góð og hún rokkar svo mikið (í bol en engum brjósthaldara, svo það var tvöföld skemmtun) Hún er alveg ótrúlega skemmtileg á sviði.
Ætlaði á Donna Mess en var orðin þreytt svo að ég finn einhverja aðra tónleika með þeim seinna.
En ég held að stjórnendur hátíðarinnar þurfa að fara finna nýja staði. Hafnarhúsið er ekki góður staður, lélegur hljómburður, kuldalegt andrúmsloft. mikið bergmál.
Og grand rokk af hverju grand rokk. Á fimmtudaginn tróðu þeir svo miklu af fólki þarna inn að það leið næstum því yfir mig.
föstudagur, október 21, 2005
Iceland Airwaves-fimmtudagur
Fór í gær á tónleika með Mike Pollock (sem var mjög góður og það var mjög svona hómí stemning þegar hann var að spila.
Svo fór ég niður í Hafnarhús og horfði á Skáta sem eru alltaf skemmtilegir og Apparat.
Fór svo aftur á grandrokk og horfði á Shadow parade (þeir eru mjög góðir), Nr. Núll og svo ætlaði ég að horfa á Deep Jimi and the Zepp Creames en þá fór mér að líða mjög ílla og það var næstum því liðið yfir mig (aðallega af loftleysi, Grand rokk var alveg pakkaður og engin loftræsting) svo ég ákvað að fara heim. Þurfti að halda mér í öll húsin á leiðinni svo ég myndi ekki detta en svo leið mér betur eftir að fá frískt loft.
Ætla aftur í kvöld og vona að þetta komi ekki fyrir aftur.
Svo fór ég niður í Hafnarhús og horfði á Skáta sem eru alltaf skemmtilegir og Apparat.
Fór svo aftur á grandrokk og horfði á Shadow parade (þeir eru mjög góðir), Nr. Núll og svo ætlaði ég að horfa á Deep Jimi and the Zepp Creames en þá fór mér að líða mjög ílla og það var næstum því liðið yfir mig (aðallega af loftleysi, Grand rokk var alveg pakkaður og engin loftræsting) svo ég ákvað að fara heim. Þurfti að halda mér í öll húsin á leiðinni svo ég myndi ekki detta en svo leið mér betur eftir að fá frískt loft.
Ætla aftur í kvöld og vona að þetta komi ekki fyrir aftur.
laugardagur, október 15, 2005
B týpan
Ég tók próf áðan um hvaða týpa ég er.
You Have A Type B+ Personality
B+
You're a pro at going with the flow
You love to kick back and take in everything life has to offer
A total joy to be around, people crave your stability.
While you're totally laid back, you can have bouts of hyperactivity.
Get into a project you love, and you won't stop until it's done
You're passionate - just selective about your passions
Fór annars á tónleika með Óla og Eygló, á Sirkus. Þar var hljómsveitin 200 að spila. Þeir voru ágætir.
Er komin heim og er frekar vonsvikin yfir því hve vinir mínir eru vonlausir djammarar.
Vona að einhverjum öðrum langi að skreppa og fá sér bjór.
You Have A Type B+ Personality
B+
You're a pro at going with the flow
You love to kick back and take in everything life has to offer
A total joy to be around, people crave your stability.
While you're totally laid back, you can have bouts of hyperactivity.
Get into a project you love, and you won't stop until it's done
You're passionate - just selective about your passions
Fór annars á tónleika með Óla og Eygló, á Sirkus. Þar var hljómsveitin 200 að spila. Þeir voru ágætir.
Er komin heim og er frekar vonsvikin yfir því hve vinir mínir eru vonlausir djammarar.
Vona að einhverjum öðrum langi að skreppa og fá sér bjór.
föstudagur, október 14, 2005
Lokaðu fokkings hurðinni fokkfeis
Horfði á endurkomu Sýlvíu á skjá einum og verð bara að segja að Trabant viðtalið var æðislega fyndið. Sérstaklega þegar vatni var skvett framan í hana.
fimmtudagur, október 13, 2005
Helvítis
Ég bölva þessu kastljósi í sand og ösku. Nú er búið að fórna einum af uppáhalds dagskrárliðnum (það er matreiðsluþáttur) fyrir þetta helvíti.
Þessi þáttur er dæmdur til að mistakast.
Þessi þáttur er dæmdur til að mistakast.
miðvikudagur, október 12, 2005
|sunnudagur, október 09, 2005
Minimalismi eða leti?
Til hvers þarf alltaf að vera minnka allt.
Nú er búið að breyta símaskránni sem nú heitir já (og minnir mig á hræðilegustu auglýsingar í sögu auglýsinga)
Er svona erfitt að segja símaskrá eða vélrita www.simaskra.is. Þurfum við virkilega á þessari einföldun að halda.
Nú er búið að breyta símaskránni sem nú heitir já (og minnir mig á hræðilegustu auglýsingar í sögu auglýsinga)
Er svona erfitt að segja símaskrá eða vélrita www.simaskra.is. Þurfum við virkilega á þessari einföldun að halda.