Baby faced assassin

Góðar stelpur fara til himmna, vondar stelpur fara hvert sem þær vilja

|

föstudagur, desember 23, 2005

Jæja

þá er allt tilbúið, búin að kaupa gjafirnar og skrifa jólakortin, maltið og appelsínið stendur inn á eldhúsgólfi. Búin að skreyta húsið hátt og lágt. Jólakjólinn er tilbúinn inn í skáp. Í kvöld ætla ég bara að setjast niður einhvers staðar og fá mér rauðvínsglas og slappa af. Svo þarf ég að vinna á morgun til kl. 12 og þaðan fer ég heim til mömmu og pabba og fæ vonandi möndlugraut.

Þá segi ég bara gleðileg jól og hafið það gott á nýja árinu.
|

þriðjudagur, desember 20, 2005

Blögghhhh

Það er eitthvað fólk að gaula jólalög fyrir utan húsið mitt. Áðan var lúðrasveit eitthvað að rembast.

Ég keypti mér þessa fínu kápu áðan í rauða kross búðinni á 2000 kall. French connection kápu og allt rosa flott.
|

sunnudagur, desember 18, 2005

Uhmmmm

Það er ekkert eins gott eins og að sofa með nýþvegin sængur og koddaver.

Tók til í gær ætlaði svo að fara að skreyta en fann ekki jólaskrautið. Ég vona innilega að ég hafi ekki hent kassanum í sorpu í staðinn fyrir annan. Kannski þarf bara að fara að skipuleggja þessa blessuðu geymslu.
|

miðvikudagur, desember 14, 2005

Týpískt

Önnur vinnuvika byrjar ekki vel. Ég er komin með hita og hálsbólgu. Ekki beint óskabyrjun í nýju starfi.
|

mánudagur, desember 12, 2005

Lone gunmen

Ég hef verið að horfa á Lone Gunmen undanfarið en það er spinoff frá X files þáttunum.
Djöfull er ég komin með mikið ógeð af jólalögum. Þau eru á replay í búðinni og ég þarf að hlusta á sömu helvítis jólalögin endalaust.
Það er einn góður kostur við að vinna í svona búð, starfsfólkið veit alltaf ef eitthvað er selt ódýrara og í dag keypti ég 20 jólakort á 99 kr. jei.
|

föstudagur, desember 09, 2005

Öhhhhhh

Er svo búin á því. Það gengur bara ágætlega í nýju vinnunni. Er svolítið súr yfir því að þurfa standa allann daginn. Er svo aum í löppunum að ég get varla gengið.
Ætla að liggja í leti og dorma yfir sjónvarpinu í kvöld. Ætla svo að baka á morgun og versla jólagjafir á sunnudaginn.
Og kannski skreyta íbúðina.
|

laugardagur, desember 03, 2005

Ég hata Bónus

Ég fer alltaf í bónus á Laugaveginum og kem alltaf út í mjög vondu skapi.

Í hvert skipti sem ég kem í búðina er búið að breyta einhverju. Þess vegna finn ég aldrei neitt og þarf að eyða lengri tíma þar en ég kæri mig um.
Vöruúrvalið er alveg í lágmarki, ég ætlaði að kaupa natron og það var ekki einu sinni til.
Og hvað er það að selja allt í svona stórum umbúðum. Ég ætlaði að kaupa rice krispies til að nota í bakstur og neyddist til að kaupa fjölskyldustærð (ég meina hver notar rice crispies í eitthvað annað en að baka úr því. Rice krispies er viðbjóður, bragðlaus viðbjóður)

Svo kom ég heim, horfði á war of the worlds með meðleigjana mínum og fékk tannpínu (hef efni á að fara (kannski) í janúar). Ég er ennþá með tannpínu búin að taka tvær treo og tannbursta mig 3 sinnum svo að ég leyfi mér alveg að vera pirruð.
|

föstudagur, desember 02, 2005

Loksins

Loksins er ég komin með vinnu. Ég fékk vinnu í Hagkaup (í dömudeild) sem er betra en ekkert.
Ég hef gaman af fötum svo það ætti að vera eitthvað fjör.
Það sem ég hlakka mest til er að verða líkamlega þreytt, það hefur ekki skeð lengi.

Ég er annars búin að vera frekar lélegur bloggari undanfarið svo það ætti eitthvað að skána þegar ég hef loksnins eitthvað nýtt til að tala um.