Ég fer alltaf í bónus á Laugaveginum og kem alltaf út í mjög vondu skapi.
Í hvert skipti sem ég kem í búðina er búið að breyta einhverju. Þess vegna finn ég aldrei neitt og þarf að eyða lengri tíma þar en ég kæri mig um.
Vöruúrvalið er alveg í lágmarki, ég ætlaði að kaupa natron og það var ekki einu sinni til.
Og hvað er það að selja allt í svona stórum umbúðum. Ég ætlaði að kaupa rice krispies til að nota í bakstur og neyddist til að kaupa fjölskyldustærð (ég meina hver notar rice crispies í eitthvað annað en að baka úr því. Rice krispies er viðbjóður, bragðlaus viðbjóður)
Svo kom ég heim, horfði á war of the worlds með meðleigjana mínum og fékk tannpínu (hef efni á að fara (kannski) í janúar). Ég er ennþá með tannpínu búin að taka tvær treo og tannbursta mig 3 sinnum svo að ég leyfi mér alveg að vera pirruð.