Baby faced assassin

Góðar stelpur fara til himmna, vondar stelpur fara hvert sem þær vilja

|

laugardagur, apríl 29, 2006

Draugar klípa líka í rassa

Áðan var ég að labba heim til mín frá videoleigunni og mér fannst allt í einu að einhver hafi klipið í rassinn á mér. Ég leit við en sá engann svo datt mér í hug að þetta hafi verið draugur. Kannski væri reimt á Klapparstígnum. Svo man ég eftir einu, einu sinnim vann ég sem húshjálp. Í einu húsinu sem ég vann í var maður sem var alltaf að klípa í rassinn á mér jafnvel þó að konan hans sá það. Kannski hefur minningin um afturendann á mér farið með honum yfir móðuna miklu og hann hafi gripið tækifærið og klipið í rassinn á mér?

Eða kannski var þetta bara vindurinn?
|

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Maður faðmar ruslafötu

Ég skrapp í bónus áðan og á leiðinni sá ég mann faðma ruslafötu, hann var líka með höfðuðið ofan í fötunni (þetta var svona ruslafata á ljósastaur).
Ég var ekki viss hvort hann væri ælandi eða sofandi. Ég elska að búa niður í bæ maður er alltaf að sjá eitthvað skrýtið.
|

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Jahúúúúúúú

Páskafrí
|

mánudagur, apríl 10, 2006

Fuglaflensan og leikskólabörn

Ég var að horfa á Kastljósið í kvöld og sá þá að það var verið að spyrja leikskólabörn um fuglaflensuna. Ég verð bara að segja að mér finnst það algjörlega óviðeigandi að vera spyrja lítil börn um svona hluti. Þetta gæti bara hrætt þau og þau þurfa ekkert á þessum upplýsingum að halda strax.
|

laugardagur, apríl 08, 2006

Nýr meðleigjandi

Síðasta laugardag flutti stelpan sem leigði með okkur út og ég segi það bara satt að ég sakna hennar ekkert. Hún flutti inn í febrúar og á þessum tveimur mánuðum sem hún bjó hérna talaði hún aldrei neitt við okkur. Við Maggi meðleigjandi gerum oft eitthvað saman eins og að elda saman og horfa á video eða þá að sitja inn í eldhúsi drekka te og tala um heimspeki. Svo heyrði ég nokkru áður en hún flutti út að hún hafi flutt inn af því að hún hætti með manninum sínum og svo byrjaði hún með honum aftur og flutti út.

Í staðinn fengum við þennan fína strák inn. Hann heitir Elio og er frá Feneyjum, Ítalíu. Hann er í leonardo verkefninu. Síðasta laugardag pöntuðum við pizzu og horfðum á kung fu. Okkur líkar allavegna mjög vel við hann.
|

föstudagur, apríl 07, 2006

Öhhhhhhhhhhhhhhhhh

Ég er orðin svoooo þreytt á þessu skítaveðri. Hvenær ætlar þetta blessaða vor að koma.
Annars er ekkert mikið að frétta. Ég er annars mjög fegin að það er komin helgi.