Síðasta laugardag flutti stelpan sem leigði með okkur út og ég segi það bara satt að ég sakna hennar ekkert. Hún flutti inn í febrúar og á þessum tveimur mánuðum sem hún bjó hérna talaði hún aldrei neitt við okkur. Við Maggi meðleigjandi gerum oft eitthvað saman eins og að elda saman og horfa á video eða þá að sitja inn í eldhúsi drekka te og tala um heimspeki. Svo heyrði ég nokkru áður en hún flutti út að hún hafi flutt inn af því að hún hætti með manninum sínum og svo byrjaði hún með honum aftur og flutti út.
Í staðinn fengum við þennan fína strák inn. Hann heitir Elio og er frá Feneyjum, Ítalíu. Hann er í leonardo verkefninu. Síðasta laugardag pöntuðum við pizzu og horfðum á kung fu. Okkur líkar allavegna mjög vel við hann.