Á föstudaginn var starfsdagur hjá vinnustaðnum mínum við fengum mjög gott námskeið um samvinnu og viðhorf til vinnu (og okkar sjálfra). Þarna hitti ég næstum allt fólkið sem vinna á Holtaveginum (meðal annars
Sísí , það var mjög ánægjulegt að hitta allt fólkið. Við fengum svo voða gott að borða frá Nings og eftir það fórum við í partý til forstöðukonunar í Kópavogi (sem betur fer fékk ég ekki mjög sterk ofnæmisviðbrögð en ég hata Kópavog mest allra bæa).
Eftir partýið fóru flestir að djamma en ég var eitthvað þreytt og var hvort sem er að vinna daginn eftir.
Ég var að vinna alla helgina sem var mjög kósý bara verið að chilla og hlusta á barnaleikrit og eitthvað knúsast. Slapp við verslunarferð í Ikea en við skreppum stundum eitthvað út um helgar, fór síðast í Smáralind, ég var mjög fegin þegar sú ferð var búin enda komin með andarteppu og innilokunarkennd af versta tagi.
Þetta er búin að vera mjög róleg helgi hjá mér.
Næstu helgi er ég í fríi og ætla að hitta vini mína og föndra jólakort og jólaskraut svo ætlum við kannski að elda eitthvað saman. Ætla að reyna að byrja snemma í jólainnkaupunum enda leiðist mér örtraðir (nema kannski á tónleikum) og reyni yfirleitt að vera búin að öllu um miðjan desember nema kannski að kaupa í matinn.
Gaf líka Kisunum hans Óskars að borða, þeir reyndu að hoppa upp á eldhússkápana og um lappirnar á mér meðan ég týndi til handa þeim og mjálmuðu alveg ógurlega. Mjög skemmtilegar kisur, sem minnir mig á hvað mig langar rosalega mikið í kisu.