Baby faced assassin

Góðar stelpur fara til himmna, vondar stelpur fara hvert sem þær vilja

|

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Kaffi Hljómalind

Kíkti á kaffi hljómalind í kvöld með Þórnýu vinkonu minni, mikið er það kósý staður. Ég dýrka öll kaffihús sem eru með gamla sófa ekki bara stóla. Svo er þetta líka reyklaust og svona, þó mér finnist nú reykingalykt alveg agalega góð.

Er núna búin að vera hætt að reykja í mánuð, það gengur bara nokkuð vel hef ekkert svindlað eða neitt.
|

föstudagur, nóvember 24, 2006

Night cap

Ég Buzby og Eyþór meðleigjendur mínir skruppum í night cap á ölstofuna sem var ágætt, fékk mér tvo erdinger light. Mikið sakna ég annars bláa barsins, það var lang besti staðurinn fyrir night cap, djúpir þægilegir stólar, ekki of mikill kliður, engin músík. Vona innilega að blái barinn opni aftur í einhverri mynd einhvers staðar innan 101 aftur.
|

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Ég elska

Þegar vinir mínir vilja beila þegar ég vil beila.

Ætlaði að fara á kaffihús en við beiluðum bæði vegna veðurs.
|

mánudagur, nóvember 13, 2006

Árni Jonsen og teyjulök

Jæja Árni Johnsen kosin í prófkjöri sjálfstæðimanna, voðalega er fólk fljótt að gleyma og fyrirgefa. Kannski ekki skrítið að sjálfstæðisflokkurinn hafi vaðið uppi svona lengi.

Mikið er annars ógeðslega leiðinlegt að brjóta saman teyjulök, þau koma aldrei út eins og maður vill.
|

Helgin

Á föstudaginn var starfsdagur hjá vinnustaðnum mínum við fengum mjög gott námskeið um samvinnu og viðhorf til vinnu (og okkar sjálfra). Þarna hitti ég næstum allt fólkið sem vinna á Holtaveginum (meðal annars Sísí , það var mjög ánægjulegt að hitta allt fólkið. Við fengum svo voða gott að borða frá Nings og eftir það fórum við í partý til forstöðukonunar í Kópavogi (sem betur fer fékk ég ekki mjög sterk ofnæmisviðbrögð en ég hata Kópavog mest allra bæa).
Eftir partýið fóru flestir að djamma en ég var eitthvað þreytt og var hvort sem er að vinna daginn eftir.
Ég var að vinna alla helgina sem var mjög kósý bara verið að chilla og hlusta á barnaleikrit og eitthvað knúsast. Slapp við verslunarferð í Ikea en við skreppum stundum eitthvað út um helgar, fór síðast í Smáralind, ég var mjög fegin þegar sú ferð var búin enda komin með andarteppu og innilokunarkennd af versta tagi.

Þetta er búin að vera mjög róleg helgi hjá mér.

Næstu helgi er ég í fríi og ætla að hitta vini mína og föndra jólakort og jólaskraut svo ætlum við kannski að elda eitthvað saman. Ætla að reyna að byrja snemma í jólainnkaupunum enda leiðist mér örtraðir (nema kannski á tónleikum) og reyni yfirleitt að vera búin að öllu um miðjan desember nema kannski að kaupa í matinn.

Gaf líka Kisunum hans Óskars að borða, þeir reyndu að hoppa upp á eldhússkápana og um lappirnar á mér meðan ég týndi til handa þeim og mjálmuðu alveg ógurlega. Mjög skemmtilegar kisur, sem minnir mig á hvað mig langar rosalega mikið í kisu.
|

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Fokkings bensínsstöðvar

Er búin að vera að leita að öryggishettu fyrir gaskút í hálfann mánuð núna, það hefði örugglega gengið hefði öllum bensínstöðvum á landinu ekki verið breytt í sjoppur. Djöfull.

Hef annars verið að horfa á 2. seríu af Extras, snilldar þættir.
|

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Öhhhhhhhhhh

Ég er alltaf að komast að einhverju nýju um sjálfa mig.

T.d. er ekki að fíla gaurana á sirkus, mér finnst þeir vera svolítið litlir strákar í stóru strákafötum með yfirvaraskegg.

númer tvö, mér verður óglatt af of miklu nikótín tyggjói og allt of þurr í munninum.

Það versta að það er laugardagskvöld og ég er komin heim fyrir 3.