Jól
Svo fór ég í jólaboð til ömmu og afa . Ég var að vinna á öðrum í jólum.
Í gær fékk ég svo óvænta heimsókn þar sem ég lá hálf dormandi í húsbóndastólnum mínum (er búin að eiga við einhverjar svefntruflanir að stríða). Jean Cristophe var kominn aftur frá Frakklandi og heilsaði upp á mig.
Í kvöld ætla ég að kíkja á tónleika í Studentakjallaranum með Retron, Johnny Sexual og Donnu Mess. Þetta byrjar klukkan tíu og kostar 500 kall inn fyrir þá sem hafa áhuga.
Á gamlárskvöld verður partý hérna, strákarnir ætla að dj. Reyndar get ég ekkert drukkið því ég er að fara að vinna klukkan tíu daginn eftir, sem er pínu fúlt.
Og ætli maður verði ekki að koma með einhver áramótaheit sem maður getur svikið? eins og venjulega.