Baby faced assassin

Góðar stelpur fara til himmna, vondar stelpur fara hvert sem þær vilja

|

laugardagur, desember 30, 2006

Jól

Jólin komin og farin svona um það bil. Ég fór til mömmu og pabba á aðfangadag og fékk jólagraut í hádeigismat og vann möndlugjöfunina sem var stytta. Svo var humar, hreindýralundir og frómas í kvöldmatinn og pakkarnir á eftir. Ég fékk raclet sett og skálar frá mömmu og pabba sem mig hlakkar mikið til að nota. Rauðvínsglös frá Magnúsi bróðir mínum og fjölskyldunni hans, Dirty, slutty hooker money með Dr. Mister and Mister Handsome frá Hallgrími, engil frá vinnunni, tvær bækur um Fridu Kahlo og náttföt frá ömmu og afa og disk með Sigurrós frá Eygló og Óla.
Svo fór ég í jólaboð til ömmu og afa . Ég var að vinna á öðrum í jólum.

Í gær fékk ég svo óvænta heimsókn þar sem ég lá hálf dormandi í húsbóndastólnum mínum (er búin að eiga við einhverjar svefntruflanir að stríða). Jean Cristophe var kominn aftur frá Frakklandi og heilsaði upp á mig.

Í kvöld ætla ég að kíkja á tónleika í Studentakjallaranum með Retron, Johnny Sexual og Donnu Mess. Þetta byrjar klukkan tíu og kostar 500 kall inn fyrir þá sem hafa áhuga.
Á gamlárskvöld verður partý hérna, strákarnir ætla að dj. Reyndar get ég ekkert drukkið því ég er að fara að vinna klukkan tíu daginn eftir, sem er pínu fúlt.

Og ætli maður verði ekki að koma með einhver áramótaheit sem maður getur svikið? eins og venjulega.
|

sunnudagur, desember 24, 2006

Öhhhhhhhhh

Er alveg komin með nóg af þessari jólavitleysu. Neyddist til að fara í Bónus á Laugaveginum, fann auðvita ekki það sem mig vantaði, þegar ég reyndi að spyrja talaði afgreiðslumaðurinn hvorki íslensku né ensku. Bjargaði konu frá því að kaupa súrmjólk í staðinn fyrir mjólk og fór svo pirruð heim.
Ég var mjög fegin að komast í vinnuna þar sem jólin ná ekki að ota sínu stressi inn. Þar sem ekkert te var til í vinnunni drakk ég svona tvo kaffibolla og er enn titrandi og skjálfandi en átti annars svona sæmilegan dag er bara eitthvað fúl á móti núna.

Gleðileg jól.
|

þriðjudagur, desember 19, 2006

Fylltur kúrbítur

Fylltur kúrbítur
Á sunnudaginn gerði ég einn rétt sem mér finnst mjög góður. Hann er frekar einfaldur og er grænmetisréttur.

Svo bauð ég Buzby meðleigjanda mínum að borða með mér.

Fyrir 2 (matgranna)

1. kúrbítur
1/2 bolli kúskús
2 tómatar
6 sveppir stórir
1 stilkur sellerí.
2. hvítlauksrif (má breyta eftir smekk)
1. rauðlaukur
1/2 rautt chilli (kornin skafin innan úr)
2/3 rauð paprika
rifinn ostur eftir smekk
Salt, pipar og basil eftir smekk

Kúrbíturinn er skorinn í tvennt frá enda til enda og fræin skorin innan úr með matskeið (gumsið ekki notað)

1 bolli af heitu vatni sett út í 1/2 bolla af kúskús (notaði sítrónukúskús) og hrært vel í.

Grænmetið skorið í miðlungsstærð, steikt á pönnu og steikt þar til það er orðið minna um sig (reduced).
Setjið tómatana í síðast svo þeir verði ekki alveg að mauki.
Kryddið.
Blanið kúskúsinu vel saman við grænmetið.

Kúrbíturinn er fylltur með grænmetisblöndunni og rifnum osti dreift yfir (ég notaði gratínost).
Kúrbíturinn er svo bakaður í miðjum ofni við 200 gráður í u.þ.b. 10 mínútur.

Ég dreifði hvítlauksosti yfir áður en ég borðaði það og borðaði speltbrauð með.

Verði ykkur að góðu.
|

L7....Shitlist

Er komin með nóg af þessum endalausu jólabloggum, hjá mér og öðrum.

Hér er eitthvað til að hressa fólk í skammdeginu.

L7 Shitlist

Reyndar er albúmsútgáfan af þessu lagi frekar slöpp en þessi er alveg að gera það fyrir mig.

Langar voðalega í alla diskana með L7.

Ps. Donita Sparks söngkonan í þessari hljómsveit er mjög fræg fyrir það að hafa girt niður um sig buxurnar á tónleikum, dregið túrtappann út og hent honum út í mannhafið fyrir framan sviðið. Frekar myndi ég nú vilja fá sveittan bol og þann kost á sjá Donitu á brjóstahaldaranum ef hún gengur í svoleiðis.
|

sunnudagur, desember 17, 2006

Ljótasta jólatré ever

Fyrr í mánuðinum keypti ég jólatré í rúmfatalagernum svona 120 á hæð. Ég hélt að það væri eins og sýningartréð sem ég sá uppi á hillu, reyndi að finna afgreiðslufólk til að spyrja en að finna afgreiðslufólk á vappi í rúmfatalagernum er jafn erfitt og að finna vatn í Sahara eyðimörkinni.

Svo tók ég það upp í dag og je minn þetta er ljótasta jólatré sem ég hef nokkurn tímann séð. Að neðan er það hálf bert. Ég hef ákveðið að skýra það skrýmslið með skallablettina. Ef þið finnið hentugra nafn endilega látið mig vita.
|

föstudagur, desember 15, 2006

Jólaundirbúningur

Ég er búin að vera nokkuð dugleg. Er búin að kaupa allar gjafirnar, skrifa helminginn af jólakortunum, búa til kortin, búa til smá jólaskraut, þrífa og baka. Nú á ég bara eftir að skrifa afganginn af jólakortunum, senda þau, pakka inn gjöfunum, þrífa svona smá og skreyta svo bara fjör.

Annars er auðvitað búið að vera yndislegt í vinnuni. Nú er ég að herða mig upp í að fara labba heim úr vinnuni eða í hana (ætla bara að labba í björtu því ég er frekar náttblind og maður á ekkert að vera að þvælast einn á kvöldin. Þá er bara að muna að hafa mp3 spilarann og góðann fatnað og skó.
Er enn í reykingarbindindi og það er semsagt kominn einn og hálfur mánuður síðan ég hætti og ég er ennþá jafn fegin þó mig langi nú stundum í sígó.

Anyways fyrir þær fáu hræður sem lesa bloggið mitt gangi ykkur vel í jólabrjálæðinu og ekki keyra full eftir jólahlaðborð takið bara leigara.
Tootiloo.
|

sunnudagur, desember 10, 2006

Næ ekki sambandi.....við neinn

Í kvöld var partý hjá meðleigjanda mínum. Þegar ég kom heim úr vinnuni skipti ég um föt og fór yfir í partýið. Þegar ég fór yfir fattaði ég að allir sem voru þarna inni voru fm hnakkar af verstu gerð, sem er frekar slæmt fyrir manneskju sem er nýbúin að komast af því að hún er úlpa/nörd/dork


Er það bara ég eða næ ég ekki sambandi við hina í heiminum. Ég er ekki nógu mikil úlpa til að vera Sirkus úlpa, of mainstraeam fólk fær mig til að kúgast. Er ég of mikið í að skilgreina sjálfa mig eða á ég bara að hætta þessu bulli?

Í alvöru talað þá er ég ekki búin að komast nógu nálægt annari manneskju allt of lengi og ef þið sjáið manneskju hömpa ljósastaur á Laugaveginum þá er það ég.

Ps. Ég er búin að drekka 3 bjóra og er í sykur og nikótín vimu.
|

föstudagur, desember 08, 2006

Orion stjörnuþokan




Ákvað að setja inn myndina sem er á desktopinu mínu. Ég get setið og skoðað hana endalaust.
|

miðvikudagur, desember 06, 2006

Mýrin

Ég fór með mömmu minni á Mýrina í gær í Regnboganum. Við vorum soldið seinar á því og myndin var komin í minnsta salinn en mér finnst ágætt stundum að vera í svona litlum sölum þar sem er minna af fólki.
Myndin var bara alveg ótrúlega góð, ein af bestu íslensku myndum sem ég hef séð. Mér finnst íslenskir leikarar oft vera hræðilega lélegir í kvikmyndum því þeir tala of skýrt eins og þeir séu á sviði. Mér finnst þeir líka oft tilgerðalegir en það bar ekki mikið á því í þessari mynd.

Ég hafði reyndar séð Erlend fyrir mér sem miklu eldri en Ingvar lék hann samt mjög vel.

Mér fannst tónlistin líka mjög skemmtileg og passaði mjög vel við myndina.

Eftir bíó (og þegar mamma var búin að sýna mér nýja (notaða) konubílinn sinn) fór ég að hitta Jean Cristophe á Cafe Cozy (sem spilar of háværa músík) svo bættist Matthieu vinur hans líka í hópinn.

Í dag ætla ég að prófa að labba í vinnuna (sem er við Langholtsveg) og vígja nýju hermannaklossana mína.
|

mánudagur, desember 04, 2006

Fransk grín

Ég á tvo franska vini, þeir eru oft að benda mér á fyndna franska sketsa svo ég ætla að setja eitthvað af þeim hingað inn.
Þeir eru reyndar allir á frönsku en það er ekki mjög flóknir.

1. Líf stjarnanna. Skyggnst á bak við tjöldin hjá Bee Gees bræðrum.
Bee Gees

2. Stretchmark sýnir hæfni sína í dýfingum. Svolítið blóðugur.
Stretchmark

3. Skilur sálfræðingurinn þinn þig? Er hann yfirleitt að hlusta
á þig