Jólin búin (ekki officially samt) nú tekur bara grámyglan við.
Sem betur fer er ekki til neitt eftir að jólamat, smákökum eða konfekti heima hjá mér svo það verður frekar auðvelt að fara í holla fæðið, ætla nefnilega að reyna að hugsa betur um heilsuna og helst missa nokkur kíló (sem komu þegar ég hætti að reykja).
Ég er búin að setja mér nokkur önnur markmið, veit ekki hvernig á eftir að ganga að framkvæma þau.
T.d. að ganga betur um, labba í vinnuna eða úr vinnuni í björtu í staðinn fyrir að þurfa að pína mig í líkamsrækt, mála meira, teikna meira, lesa meira, fara á fleiri tónleika, fara á fleiri listasýningar, eyða meiri tíma með fjölskyldunni, kynnast fleira fólki og svo frv.
Og kannski reyna að eyða minni tíma á netinu, hvernig sem það gengur.
Annars gengur bara vel í reykbindi, núna eru tveir mánuðir síðan ég reykti síðast (já ég er að telja) og ætli næsta stig sé ekki eitthvað að reyna að minnka nikótín spreyið.