Baby faced assassin

Góðar stelpur fara til himmna, vondar stelpur fara hvert sem þær vilja

|

miðvikudagur, janúar 31, 2007

Mamma er best

Í morgun kenndi mamma mér að þrengja gallabuxur í gegnum símann á 5 mínútum Nú á ég tvö pör af mjög flottum gallabuxum sem passa rosalega vel.

Við fundum nýja fjölskyldu fyrir kisu. Því miður gátum við ekki haft hana, ég dýrka ketti og væri alveg til í að eiga hana. En ég er fegin að hún kemst á gott heimili í stað þess að enda með því að vera svæfð.
|

laugardagur, janúar 27, 2007

Aumingja littli kisi

Meðleigjandi minn bjargaði lítilli kisu sem hírðist undir húsinu sem hann vinnur í. Núna liggur kisa á rúminu mínu og mig langar svo til að eiga hana. Eigandi húsins leyfir ekki dýr, kannski getum við talað hann til. Ef ekki þurfum við að finna heimili fyrir hana eða fara með hana í kattholt. Hef meira segja hugsað mér að sýna smá fótleggi eða brjóstaskoru til að fá að eiga kisu.
|

föstudagur, janúar 26, 2007

Nýr meðleigjandi

Við Buzby erum komin með nýjan meðleigjanda. Hann Heitir Padrek (ef það er rétt skrifað hjá mér) og er kallaður Poggy. Við skruppum í mjög langan 3 bjóra nightcap á miðvikudagskvöldið á Ölstofuna. Hann er mjög skemmtilegur þegar ég skildi hann en hann er með mjög þykkan írskan hreim og í annari hverri setningu dett ég alveg út.

Borðaði annars eitthvað furðulegan túnfisk í kvöldmatinn og nú er eins og að styrjöld sé í maganum á mér.
|

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Little miss sunshine

Fór að sjá Little miss sunshine í Regnboganum í kvöld fannst hún mjög fyndin og sniðug.

Annaras er ég búin að sofa eins og ungabarn í dag, allt allt of mikið.

Talandi um ungabörn, hamingjuóskir til Nils sem var að eignast sitt fyrsta barn.
|

sunnudagur, janúar 21, 2007

Geisp

Sit og hlusta á Brúðarbandið og drekk bjór. Get ekki hætt að geispa. Ég held að ég sé að verða gömul, það er allavegna leiðindaslen yfir mér. Það er kannski bara árstímanum að kenna.
|

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Góðar fréttir fyrir þá sæðislausu

Icelandic sperm corp

Og þessi manneskja vill vera vinur minn á myspace.
|

Töfrabrögð í strætó

Fyrir tveimur dögum þegar ég var í strætó, kom túristi inn sem vissi ekki að strætó gefur ekki til baka þegar borgað er, ég átti 250 kr. svo ég gaf honum þær og fékk mjög skemmtileg töfrabrögð því túristinn var töframaður og bara nokkuð góður. Þetta var ágætt því mp3 spilarinn minn var orðinn batteríislaus.
|

þriðjudagur, janúar 16, 2007

America Ferrera

Loksins eitthvað smá vit í Golden globe verðlaununum, Þættirnir Ugly Betty valdir besta gamanþáttaröðin og America Ferrera valin besta leikkonan í sjónvarpi.
Mæli með þessum þáttum þeir eru mjög fyndnir.


America Ferrera




Ugly Betty
|

sunnudagur, janúar 14, 2007

Æi helvítis andskoti

Var að koma heim af 13 tíima næturvakt og helvítis lyftudruslan í húsinu mínu er biluð einn einu sinni. Ég er mikið að vona að hún verði ekki samþykkt í næstu skoðun.

Ps. Djöfull er stöð tvö bíó ömurleg á næturnar.
|

föstudagur, janúar 12, 2007

Jeiii

Ég sá inn á www.imdb.com að Peter Jackson er að leikstýra The lovely bones (eða svo fögur bein eins og hún var þýdd á íslensku). Bókin er eftir Alice Seabold og ég hef lesið hana nokkrum sinnum, mjög góð bók og ég held að ég hlakki til að sjá myndina líka.
|

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Big train

Þar sem ég er fyrrverandi (og vonandi aldrei aftur) póstkona, finnst mér þessi klippa úr Big train alveg ógeðslega fyndin. Ég er samt hundavinur sem myndi ekki vilja að þeim væri gert mein en þetta er mjög fyndið þegar brjálæðir hundar abbast upp á mann daglega.
|

sunnudagur, janúar 07, 2007

Ævintýri í Suðurhöfum

Er að lesa Ævintýri í Suðurhöfum eftir Edgar Allan Poe sem er alveg æsispennandi.
|

Úfff

Var ein í vinnunni í dag með tvær stelpur og var á haus í allan dag, er komin heim með svefngalsa og búin að fá mér einn bjór og ég er orðin frekar skrýtin, ég get allavega ekki hætt að brosa.

Ég set hérna myndband í tilefni dagsins. Ef mér þættu broskarla ekki asnalegir myndi ég setja einn hérna inn.
|

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Grámyglan tekin við

Jólin búin (ekki officially samt) nú tekur bara grámyglan við.

Sem betur fer er ekki til neitt eftir að jólamat, smákökum eða konfekti heima hjá mér svo það verður frekar auðvelt að fara í holla fæðið, ætla nefnilega að reyna að hugsa betur um heilsuna og helst missa nokkur kíló (sem komu þegar ég hætti að reykja).

Ég er búin að setja mér nokkur önnur markmið, veit ekki hvernig á eftir að ganga að framkvæma þau.

T.d. að ganga betur um, labba í vinnuna eða úr vinnuni í björtu í staðinn fyrir að þurfa að pína mig í líkamsrækt, mála meira, teikna meira, lesa meira, fara á fleiri tónleika, fara á fleiri listasýningar, eyða meiri tíma með fjölskyldunni, kynnast fleira fólki og svo frv.

Og kannski reyna að eyða minni tíma á netinu, hvernig sem það gengur.

Annars gengur bara vel í reykbindi, núna eru tveir mánuðir síðan ég reykti síðast (já ég er að telja) og ætli næsta stig sé ekki eitthvað að reyna að minnka nikótín spreyið.
|

mánudagur, janúar 01, 2007

Nýársmorgun

Partýið er orðið heldur shabbí, málningin komin út um allt, gólfið allt út í glimmer og bjór og fólk "dáið" í sturtunni.

Gleðilegt ár.