Baby faced assassin

Góðar stelpur fara til himmna, vondar stelpur fara hvert sem þær vilja

|

mánudagur, febrúar 19, 2007

Firefly og Serenity

Hef verið að horfa á Firefly og Serenity eftir Joss Whedon sama gaur og gerði Buffy the wampire slayer og Angel og verð að segja að þetta eru æðislegir þættir (og mynd) og maður getur varla hætt að horfa. Mæli alla vegna með þessu fyrir alla sem hafa ekki séð þetta.
|

föstudagur, febrúar 16, 2007

Lay Low

Er ég ein um þá skoðun að þykja söngstíll Lay Low alveg endalaust feik og leiðinlegur. Íslendingur að syngja með twag hljómar bara svo hryllilega tilgerðarlega.
|

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Endajaxlataka, speltbrauð og yoga

Í dag fór ég til tannsa og lét hann fjarlægja endajaxl sem var nú ekki mjög vont svo fór ég bara að vinna á eftir er kannski soldið aum núna 9 tímum seinna.

Um daginn bakaði ég speltbrauð í fyrsta skipti það heppnaðist nokkuð vel fyrir utan að skorpan var mjög hörð vona að það gerist ekki næst. Mér finnst speltbrauð svo miklu betra en hvítt brauð og baka mín sjálf svo að þau séu full af fræum. Mér finnst þau líka gera mig saddari en hvít brauð og auðvita hollari. Ég ákvað að baka bara alltaf brauðið fyrir heimilið og ég held að strákunum lítist bara vel á það.

Svo prófaði ég yoga um daginn. Ég keypti mér nú reyndar bara yoga dvd en hann virkar ágætlega allavegna svitna ég mikið og reyni á mig. Ég held reyndar að ég hafi keypt erfiðasta yoga dvd sem var til í búðinni.

Þannig að ég er að rembast við að halda áramóta heitin að hugsa betur um heilsuna.
|

föstudagur, febrúar 02, 2007

Hahaha

Í gær borgaði ég leiguna og borgaði Buzby fyrir bjórinn. Ég fékk bjórpeninginn til baka og miða sem segir: Hjördís,
You gave me 1500 over rent Don´t spend it on beer as it just makes you aggresive.
|

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

hummm

Annnað hvort eru karlmenn fávitar eða ég kann ekki að taka húmor karlmanna á fylleríum. Ps. ég er á túr svo að húmor karlmanna hljóma ökannski extra ílla en venjulega. Ps. Ég er búin að drekka 3 bjóra (miðvikudagur er hinn nýji laugardagur sérstaklega þegar maður er að vinna aðra hverja helgi) svo a ð karlmannahúmor hljómar kannski extra extra ílla.

Ok ég er farin að sofa.